Að vera atvinnurekandi á aðventunni Drífa Snædal skrifar 10. desember 2021 15:00 Á aðventunni er gott að setja sig í spor annarra og reyna að skilja samferðafólkið betur, hátíð kærleika og friðar og allt það. Þess vegna set ég mig í spor atvinnurekanda sem hefur metnað fyrir að reka öflugt og gott fyrirtæki til langs tíma. Segjum sem svo að ég væri að reka framleiðslufyrirtæki sem þyrfti umtalsverðan fjölda starfsfólks. Velgengni fyrirtækisins væri háð því að starfsfólkið mætti hresst og heilbrigt til vinnu og gæti einbeitt sér að framleiðslunni. Samkvæmt kapítalismanum á fólk að einbeita sér að því sem það er gott í að framleiða og kaupa annað. Ég hef því sem atvinnurekandi engan metnað, kunnáttu eða þörf fyrir að redda starfsfólki húsnæði. Ég vil að starfsfólkið hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Það er framleiðslunni líka í hag að starfsfólkið geti treyst á góða heilbrigðiþjónustu og öldrunarþjónustu, leikskóla, frístundaheimil og tómstundir fyrir börn sín. Þá get ég treyst því að fólk þurfi ekki að standa í reddingum í ólaunuðum umönnunarstörfum á vinnutíma og sé ekki undir óþarflegri streitu þegar vinnu lýkur. Sem atvinnurekandi er það mikilvægt fyrir mig að starfsfólkið sé heilbrigt, geti farið í skimanir fyrir alvarlegum sjúkdómum og stundað heilsuforvarnir. Ég vil líka að kerfið grípi fólk þegar í harðbakkann slær en til að koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma, streitu og álag þá er það mest um vert að starfsfólkið sé ekki þjakað af afkomuótta og öryggisleysi. Þegar breytingar verða í fyrirtækinu vil ég líka hafa möguleika á að leita eftir fræðslu fyrir starfsfólk, bæði til að efla það og fyrirtækið sjálft. Og ef ég þarf að gera breytingar og jafnvel segja upp fólki, þá vil ég vita að ég sé ekki að henda því út á guð og gaddinn, heldur sé öryggisnet sem grípur það. Þegar ég set mig í spor atvinnurekenda sem hafa metnað og vilja til að reka fyrirtæki vel þá kemst ég yfirleitt að sömu niðurstöðu, að það er atvinnurekendum í hag að fólk búi við húsnæðisöryggi, hafi aðgang að öflugri heilbrigðisþjónustu og að hér sé sterkt velferðarkerfi sem virkar fyrir okkur öll. Það er því óskiljanlegt að samtök atvinnurekenda leggist ekki af þunga á árarnar með samtökum vinnandi fólks til að vinna að þessum sjálfsögðu réttindum. Húsnæðisöryggi er þar efst á blaði og ég býð atvinnurekendum að vinna með okkur að því á nýju ári að þrýsta á um stórátak í húsnæðismálum. Það er ekki bara mannlegt og réttlátt heldur hlýtur það að vera þeim í hag sem vilja góða umgjörð utan um rekstur fyrirtækja. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á aðventunni er gott að setja sig í spor annarra og reyna að skilja samferðafólkið betur, hátíð kærleika og friðar og allt það. Þess vegna set ég mig í spor atvinnurekanda sem hefur metnað fyrir að reka öflugt og gott fyrirtæki til langs tíma. Segjum sem svo að ég væri að reka framleiðslufyrirtæki sem þyrfti umtalsverðan fjölda starfsfólks. Velgengni fyrirtækisins væri háð því að starfsfólkið mætti hresst og heilbrigt til vinnu og gæti einbeitt sér að framleiðslunni. Samkvæmt kapítalismanum á fólk að einbeita sér að því sem það er gott í að framleiða og kaupa annað. Ég hef því sem atvinnurekandi engan metnað, kunnáttu eða þörf fyrir að redda starfsfólki húsnæði. Ég vil að starfsfólkið hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. Það er framleiðslunni líka í hag að starfsfólkið geti treyst á góða heilbrigðiþjónustu og öldrunarþjónustu, leikskóla, frístundaheimil og tómstundir fyrir börn sín. Þá get ég treyst því að fólk þurfi ekki að standa í reddingum í ólaunuðum umönnunarstörfum á vinnutíma og sé ekki undir óþarflegri streitu þegar vinnu lýkur. Sem atvinnurekandi er það mikilvægt fyrir mig að starfsfólkið sé heilbrigt, geti farið í skimanir fyrir alvarlegum sjúkdómum og stundað heilsuforvarnir. Ég vil líka að kerfið grípi fólk þegar í harðbakkann slær en til að koma í veg fyrir langvinna sjúkdóma, streitu og álag þá er það mest um vert að starfsfólkið sé ekki þjakað af afkomuótta og öryggisleysi. Þegar breytingar verða í fyrirtækinu vil ég líka hafa möguleika á að leita eftir fræðslu fyrir starfsfólk, bæði til að efla það og fyrirtækið sjálft. Og ef ég þarf að gera breytingar og jafnvel segja upp fólki, þá vil ég vita að ég sé ekki að henda því út á guð og gaddinn, heldur sé öryggisnet sem grípur það. Þegar ég set mig í spor atvinnurekenda sem hafa metnað og vilja til að reka fyrirtæki vel þá kemst ég yfirleitt að sömu niðurstöðu, að það er atvinnurekendum í hag að fólk búi við húsnæðisöryggi, hafi aðgang að öflugri heilbrigðisþjónustu og að hér sé sterkt velferðarkerfi sem virkar fyrir okkur öll. Það er því óskiljanlegt að samtök atvinnurekenda leggist ekki af þunga á árarnar með samtökum vinnandi fólks til að vinna að þessum sjálfsögðu réttindum. Húsnæðisöryggi er þar efst á blaði og ég býð atvinnurekendum að vinna með okkur að því á nýju ári að þrýsta á um stórátak í húsnæðismálum. Það er ekki bara mannlegt og réttlátt heldur hlýtur það að vera þeim í hag sem vilja góða umgjörð utan um rekstur fyrirtækja. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun