Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Bjarni Bjarnason skrifar 10. desember 2021 08:00 Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. Íslenska raforkukerfið Íslenska raforkukerfið byggist á vatnsafli að 70% en jarðvarminn sér okkur aðeins fyrir 30% af því rafmagni sem við vinnum. Við framleiðum mun meira rafmagn en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Það er gæfa okkar að geta það án þess að menga andrúmsloftið. Af því rafmagni sem við framleiðum fara 80% til stóriðju en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins en þar með eru talin öll heimili í landinu, allur léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður, og nú einnig og í vaxandi mæli, rafbílarnir okkar. Vatnsbúskapur og skerðing Það hefur verið vitað frá því að fyrsta vatnsaflsvirkjunin var byggð að vatnsár eru misgóð og sum ár eru svo léleg að við getum ekki fullnýtt virkjanirnar okkar. Við þær aðstæður þarf að skerða afhendingu á rafmagni til kaupenda. Af þessari ástæðu eru heimildir til skerðingar á rafmagni í öllum rafmagnssölusamningum við stóriðju. Stóriðjan veit að hún getur ekki framleitt á fullum afköstum þegar lítið rennsli er til vatnsaflsvirkjana enda fær hún rafmagnið á lægra verði en ella vegna þessa. Við færum illa með fé og illa með land og náttúru ef við virkjuðum stórfellt til þess að stóriðjan þyrfti ekki að sæta skerðingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raforkuframleiðendur. Takmörkuð flutningsgeta rafmagns milli landshluta bætir ekki úr skák við þessar aðstæður. Höfum líka í huga að væri stóriðja ekki í landinu og raforkukerfið miðaðist við almennan markað einvörðungu þá væri nú hugsanlega verið að skerða afhendingu á rafmagni til heimila. Fiskimjölsverksmiðjur Svo eru það fiskimjölsverksmiðjurnar en þær eru í nokkuð annarri stöðu. Þær hafa samið ein af annarri um kaup á svo kölluðu ótryggu rafmagni eða afgangsrafmagni til þess að knýja ofna sína í stað þess að brenna olíu og það er til fyrirmyndar. Verðið á ótryggðu rafmagni var til skamms tíma afar lágt, meðal annars vegna þess að það er skerðanlegt að fullu. Nú stendur svo á að fiskimjölsverksmiðjur verða sennilega að brenna olíu á þeirri loðnuvertíð sem framundan er og það er mjög bagalegt. Að sama skapi og ég nefndi áður með stóriðjuna mætti væntanlega kalla það illa meðferð á fé og illa meðferð á landi og náttúru ef við virkjuðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangsrafmagn til fiskimjölsverksmiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári, þau ár sem bræðslufiskur veiðist yfir höfuð. Að þurfa að brenna olíu þegar rafmagnið þrýtur er afar slæmt og betri lausn er verðugt að finna. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi og sala Vinnslugeta rafmagns á Íslandi í fyrra var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt í fyrra. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst. Heildarnotkun á rafmagni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhendingu, væri því um 20,1 TWstund, sem fer að nálgast vinnslugetuna. Það sem á vantar að vinnslugetunni sé náð væru þá um 0,9 TWstundir. Það rafmagn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólksbílaflota landsmanna en gert er ráð fyrir að hann verði kominn að fullu á rafmagn árið 2040. Sveiflur áfram þótt meira verði virkjað Ekki er nóg að byggja nýja vatnsaflsvirkjun eða reisa vindmyllur til að koma í veg fyrir skerðingu á rafmagni eða að olía sé notuð í fiskimjölsverksmiðjum. Rafmagnsvinnsla úr vatni eða vindi er sveiflukennd. Meðan við stýrum ekki veðrinu verða sveiflur í afköstum vatnsaflsvirkjana og vindmyllna. Það verða góð ár með mikilli raforkuvinnslu og svo megurri ár þegar ofsarok eða stafalogn halda aftur af vindmyllum og minna er um vatn. Nú er einmitt slíkt ár en vatnsrennsli til virkjana er nú minna en verið hefur um áratugaskeið. Snör umskipti á íslenskum raforkumarkaði Áður en kórónuveiruskömmin fór um heimsbyggðina var staðan svolítið önnur. Á tímabili leit út fyrir að eitt álveranna kynni að hætta starfsemi því samningar náðust ekki um raforkuverð milli kaupanda og seljanda. Samningar tókust blessunarlega og álverið er nú í fullum rekstri. Af kísilverunum tveimur var annað lokað og hitt í erfiðleikum. Staðan er önnur og betri í dag en að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar var jafn rangt þá og það er nú. Þjóðin ráði för Margt kann að breytast í orkumálum á næstu áratugum og ég tel rétt að við sem þjóð förum okkur að engu óðslega. Mikilvægt er að auka verðmæti þeirrar raforku sem við framleiðum nú þegar. Nýsköpun í atvinnulífinu kann að ríða þar baggamuninn. Það verða byggðar fleiri virkjanir á Íslandi en það er mikilvægt að hvatinn til byggingar þeirra sé skýr og gegnsær og að umræða sé tekin um orkukostina á þeim grunni. Þjóðin á að ráða hversu langt við göngum og hve hratt í að virkja þær orkulindir sem nú eru óbeislaðar. Rammaáætlun hefur ekki dugað sem verkfæri til að leiða okkur á rétta slóð. Þar megum við gera betur. Höfundur er forstjóri OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Bjarni Bjarnason Vindorka Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. Íslenska raforkukerfið Íslenska raforkukerfið byggist á vatnsafli að 70% en jarðvarminn sér okkur aðeins fyrir 30% af því rafmagni sem við vinnum. Við framleiðum mun meira rafmagn en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Það er gæfa okkar að geta það án þess að menga andrúmsloftið. Af því rafmagni sem við framleiðum fara 80% til stóriðju en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins en þar með eru talin öll heimili í landinu, allur léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður, og nú einnig og í vaxandi mæli, rafbílarnir okkar. Vatnsbúskapur og skerðing Það hefur verið vitað frá því að fyrsta vatnsaflsvirkjunin var byggð að vatnsár eru misgóð og sum ár eru svo léleg að við getum ekki fullnýtt virkjanirnar okkar. Við þær aðstæður þarf að skerða afhendingu á rafmagni til kaupenda. Af þessari ástæðu eru heimildir til skerðingar á rafmagni í öllum rafmagnssölusamningum við stóriðju. Stóriðjan veit að hún getur ekki framleitt á fullum afköstum þegar lítið rennsli er til vatnsaflsvirkjana enda fær hún rafmagnið á lægra verði en ella vegna þessa. Við færum illa með fé og illa með land og náttúru ef við virkjuðum stórfellt til þess að stóriðjan þyrfti ekki að sæta skerðingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raforkuframleiðendur. Takmörkuð flutningsgeta rafmagns milli landshluta bætir ekki úr skák við þessar aðstæður. Höfum líka í huga að væri stóriðja ekki í landinu og raforkukerfið miðaðist við almennan markað einvörðungu þá væri nú hugsanlega verið að skerða afhendingu á rafmagni til heimila. Fiskimjölsverksmiðjur Svo eru það fiskimjölsverksmiðjurnar en þær eru í nokkuð annarri stöðu. Þær hafa samið ein af annarri um kaup á svo kölluðu ótryggu rafmagni eða afgangsrafmagni til þess að knýja ofna sína í stað þess að brenna olíu og það er til fyrirmyndar. Verðið á ótryggðu rafmagni var til skamms tíma afar lágt, meðal annars vegna þess að það er skerðanlegt að fullu. Nú stendur svo á að fiskimjölsverksmiðjur verða sennilega að brenna olíu á þeirri loðnuvertíð sem framundan er og það er mjög bagalegt. Að sama skapi og ég nefndi áður með stóriðjuna mætti væntanlega kalla það illa meðferð á fé og illa meðferð á landi og náttúru ef við virkjuðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangsrafmagn til fiskimjölsverksmiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári, þau ár sem bræðslufiskur veiðist yfir höfuð. Að þurfa að brenna olíu þegar rafmagnið þrýtur er afar slæmt og betri lausn er verðugt að finna. Vinnslugeta rafmagns á Íslandi og sala Vinnslugeta rafmagns á Íslandi í fyrra var um 21 TWstund samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar og er þá miðað við meðalvatnsár. Rafmagnssala á því sama ári nam hins vegar 19,1 TWstund. Rafmagnið í landinu var því alls ekki uppselt í fyrra. Síðan þá hefur eftirspurn aukist, sennilega um 1 TWst. Heildarnotkun á rafmagni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhendingu, væri því um 20,1 TWstund, sem fer að nálgast vinnslugetuna. Það sem á vantar að vinnslugetunni sé náð væru þá um 0,9 TWstundir. Það rafmagn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólksbílaflota landsmanna en gert er ráð fyrir að hann verði kominn að fullu á rafmagn árið 2040. Sveiflur áfram þótt meira verði virkjað Ekki er nóg að byggja nýja vatnsaflsvirkjun eða reisa vindmyllur til að koma í veg fyrir skerðingu á rafmagni eða að olía sé notuð í fiskimjölsverksmiðjum. Rafmagnsvinnsla úr vatni eða vindi er sveiflukennd. Meðan við stýrum ekki veðrinu verða sveiflur í afköstum vatnsaflsvirkjana og vindmyllna. Það verða góð ár með mikilli raforkuvinnslu og svo megurri ár þegar ofsarok eða stafalogn halda aftur af vindmyllum og minna er um vatn. Nú er einmitt slíkt ár en vatnsrennsli til virkjana er nú minna en verið hefur um áratugaskeið. Snör umskipti á íslenskum raforkumarkaði Áður en kórónuveiruskömmin fór um heimsbyggðina var staðan svolítið önnur. Á tímabili leit út fyrir að eitt álveranna kynni að hætta starfsemi því samningar náðust ekki um raforkuverð milli kaupanda og seljanda. Samningar tókust blessunarlega og álverið er nú í fullum rekstri. Af kísilverunum tveimur var annað lokað og hitt í erfiðleikum. Staðan er önnur og betri í dag en að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar var jafn rangt þá og það er nú. Þjóðin ráði för Margt kann að breytast í orkumálum á næstu áratugum og ég tel rétt að við sem þjóð förum okkur að engu óðslega. Mikilvægt er að auka verðmæti þeirrar raforku sem við framleiðum nú þegar. Nýsköpun í atvinnulífinu kann að ríða þar baggamuninn. Það verða byggðar fleiri virkjanir á Íslandi en það er mikilvægt að hvatinn til byggingar þeirra sé skýr og gegnsær og að umræða sé tekin um orkukostina á þeim grunni. Þjóðin á að ráða hversu langt við göngum og hve hratt í að virkja þær orkulindir sem nú eru óbeislaðar. Rammaáætlun hefur ekki dugað sem verkfæri til að leiða okkur á rétta slóð. Þar megum við gera betur. Höfundur er forstjóri OR.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun