Skoðun

Hjartan­lega vel­komin í Hafnar­fjörð

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að njóta með okkur í aðdraganda jólanna í Hafnarfirði.

Jólin snúast um samveru með fólkinu okkar og við bjóðum ykkur velkomin til okkar í Hafnarfjörð til að njóta og upplifa jólandann saman. Hérna í jólabænum Hafnarfirði erum við með hið margfræga Jólaþorp á Thorsplaninu með söluhúsum þar sem hægt er að kaupa kakó, sætabrauð, mat bæði til að borða á staðnum og taka með heim, handverk, jólaskraut svo margt fleira. Það myndast töfrandi stemming á torginu þar sem að lyktin af kakói, hangikjöti og piparkökum blandast saman og fólk í hátíðarskapi skoðar sig um og kemst í jólaskap.

Núna um helgina opnum við Hjartasvellið sem er skautasvell sem staðsett verður á bílastæðinu rétt fyrir aftan Bæjarbíó. Skautasvellið verður frábær nýjung í afþreyingu fyrir gesti bæjarins og mun tengja vel saman Jólaþorpið, veingastaði, verslanir og ljósadýrðina i Hellisgerði.

Hellisgerði er upplýst og göngutúr um garðinn kemur öllum í hátíðlegt skap. Gestir geta notið þess að labba um þennan fallega lystigarð sem er komin í jólabúning og börnin geta tekið þátt í ratleik sem hægt er að finna á heimasíðu bæjarsins. Góðar veitingar er hægt að versla í Litlu Álfabúðinni sem er í miðjum garðinum.

Listamenn verða með óvænt atriði út um allan bæ – það eru til dæmis söngatriði, hljóðfæraleikur, dans og gjörningur sem gestir mega búast við að upplifa.

Við höfum leitast eftir því að auka upplifun gesta á hverju ári og við vonum að þið njótið með okkur í rólegheitunum í Hafnarfirði núna í desember með öllu því sem bærinn hefur upp á að bjóða.

Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Vald­níðsla

Áshildur Linnet,Bergur Brynjar Álfþórsson,Birgir Örn Ólafsson,Ingþór Guðmundsson skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.