Takk kæra þjóð Einar Hermannsson skrifar 7. desember 2021 10:30 Jólaálfasölu SÁÁ lauk nú á sunnudaginn og fór hún fram úr björtustu vonum þrátt fyrir veður. Mig langar að nota tækifærið og þakka okkar dygga sölufólki og stuðningsfólki sem keypti jólaálfinn. Með ykkar framlagi getum við tryggt heilsársopnun árið 2022 á göngudeildum okkar og eftirmeðferðastöð á Vík. Sjálfsaflarfé sem SÁÁ safnar á hverju ári skilar sér beint í meðferðarstarfið og gerir okkur kleift að bjóða uppá meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir. Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sagði í viðtali við upphaf jólaálfasölunnar að slíkt framtak væri mikilvægt og að almennt gengi vel að afla sjálfsaflarfé hjá SÁÁ svo og öðrum almennaheilasamtökum. Það eru orð að sönnu en breytir ekki þeirri staðreynd að árlega greiðir SÁÁ að stærstum hluta þær 300 milljónir króna sem nauðsynlegar eru fyrir 600 innlagnir á Vog og viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn.Hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá nýrri fjárlaganefnd að tryggja það fé til reksturs SÁÁ enda næg önnur verkefni sem samtökin greiða fyrir með sjálfsaflarfé að fullu eða að hluta til. Má þar m.a. nefna sálfræðiþjónustu barna, meðferð við spilafíkn, eftirmeðferðastöðina á Vík, sem er skilgreind sem dagdeild hjá Sjúkratryggingum Íslands en er í raun 28 daga innlagnarmeðferð, fjarþónusta sem er mjög mikilvæg þeim sem búa úti á landi, og menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa sem er eina menntunin innan heilbrigðisgeirans sem ríkið greiðir ekki fyrir. Ég hef þá trú að með sameiginlegu átaki þjóðar,alþingis og fagfólks getum við því gert miklu betur. Munum að sjúkdómurinn hefur ekki bara áhrif á þann sem glímir við hann heldur einnig fjölskyldu hans, vinnu og heilbrigðis- félagskerfið. Ég óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Jólaálfakveðja, Einar Hermannsson Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Jólaálfasölu SÁÁ lauk nú á sunnudaginn og fór hún fram úr björtustu vonum þrátt fyrir veður. Mig langar að nota tækifærið og þakka okkar dygga sölufólki og stuðningsfólki sem keypti jólaálfinn. Með ykkar framlagi getum við tryggt heilsársopnun árið 2022 á göngudeildum okkar og eftirmeðferðastöð á Vík. Sjálfsaflarfé sem SÁÁ safnar á hverju ári skilar sér beint í meðferðarstarfið og gerir okkur kleift að bjóða uppá meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir. Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sagði í viðtali við upphaf jólaálfasölunnar að slíkt framtak væri mikilvægt og að almennt gengi vel að afla sjálfsaflarfé hjá SÁÁ svo og öðrum almennaheilasamtökum. Það eru orð að sönnu en breytir ekki þeirri staðreynd að árlega greiðir SÁÁ að stærstum hluta þær 300 milljónir króna sem nauðsynlegar eru fyrir 600 innlagnir á Vog og viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn.Hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá nýrri fjárlaganefnd að tryggja það fé til reksturs SÁÁ enda næg önnur verkefni sem samtökin greiða fyrir með sjálfsaflarfé að fullu eða að hluta til. Má þar m.a. nefna sálfræðiþjónustu barna, meðferð við spilafíkn, eftirmeðferðastöðina á Vík, sem er skilgreind sem dagdeild hjá Sjúkratryggingum Íslands en er í raun 28 daga innlagnarmeðferð, fjarþónusta sem er mjög mikilvæg þeim sem búa úti á landi, og menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa sem er eina menntunin innan heilbrigðisgeirans sem ríkið greiðir ekki fyrir. Ég hef þá trú að með sameiginlegu átaki þjóðar,alþingis og fagfólks getum við því gert miklu betur. Munum að sjúkdómurinn hefur ekki bara áhrif á þann sem glímir við hann heldur einnig fjölskyldu hans, vinnu og heilbrigðis- félagskerfið. Ég óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Jólaálfakveðja, Einar Hermannsson Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar