Körfubolti

Ein efni­legasta körfu­bolta­kona heims meiddist illa á hné

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Paige Bueckers meiddist illa í gærkvöldi.
Paige Bueckers meiddist illa í gærkvöldi. Getty Images/Bleacher Report

Paige Bueckers, leikmaður UConn háskólans var borin af velli í sigri skólans á Note Dame í gærkvöld. Bueckers er talin með efnilegustu leikmönnum heims.

Þegar aðeins 38 og hálf sekúnda voru til leiksloka steig Bueckers illa niður og sneri upp á bæði hné og ökkla eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Meiðslin líta ekki vel út þó enn sé alls óvíst hversu illa meidd hin tvítuga Bueckers er.

Það segir þó sitt að hún var tárvot er hún var studd af velli með aðstoð liðsfélaga sinna.

„Vonandi fáum við góðar fréttir á morgun,“ sagði þjálfari UConn, Geno Auriemma, um meiðsli stjörnuleikmanns síns. Samkvæmt fjölmiðlum ytra eru ekki miklar líkur á því en flestir óttast að krossbönd í hné séu sködduð.

UConn var 18 stigum yfir þegar Bueckers meiddist en hún hafði spilað allan leikinn fram að meiðslunum. Hún endaði með 22 stig, fjórar stoðsendingar og fjögur fráköst í 73-54 sigri UConn.

Hin tvítuga Bueckers er þrátt fyrir ungan aldur með sína eigin Wikipedia-síðu sem segir sitt um stöðu hennar í körfuboltaheiminum. 

Hún hefur verið í sviðsljósinu undanfarin ár, bæði í háskólaboltan sem og með yngri landsliðum Bandaríkjanna en hún varð heimsmeistari með U-17 ára landsliðinu árið 2018 og U-19 ára landsliðinu ári síðar.

Þá hefur hún unnið til fjölda einstaklingsverðlauna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.