Mögulega dýrara að gera við þakið eða bílinn eftir áramót Eiður Þór Árnason skrifar 3. desember 2021 12:20 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. VÍSIR/VILHELM Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkisstjórnin muni framlengja tímabundna endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerða og fleira sem rennur að óbreyttu út um áramótin. Í fyrra hækkuðu stjórnvöld hlutfall endurgreiðslna og útvíkkuðu skilyrði í tengslum við aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Sem hluti af átakinu Allir vinna hafa stjórnvöld meðal annars veitt endurgreiðslu á öllum virðisaukaskatti í tengslum við vinnu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði, viðgerðir og réttingar fólksbíla og heimilisaðstoð. Breytingu á bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt þarf til að framlengja gildistíma aðgerðarinnar. Slíka tillögu er ekki að finna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eða bandormnum svokallaða, þar sem fyrirhugaðar lagabreytingar vegna nýrra fjárlaga eru útlistaðar. Komið til tals Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsfjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingartillögur við framkomið fjárlagafrumvarp og eftir atvikum bandormsfrumvarpið sem verða kynntar fjárlaganefnd og Alþingi fyrir aðra umræðu um frumvarpið. Þá segir að það hafi „komið til tals“ að huga að framlengingu Allir vinna en það liggi þó ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort lagðar verði til breytingar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að átakið Allir vinna verði tekið fyrir í ráðherranefnd og mat lagt á árangurinn. „Ég geri ráð fyrir að í kjölfar þess komi tillaga frá mér til ríkisstjórnar um framhaldið.“ Mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa hvatt stjórnvöld til að framlengja Allir vinna og segja að endurgreiðslurnar hafi numið um 9,2 milljónum króna á þessu ári og tæpum 20 milljörðum í fyrra. „Ljóst er að þetta hefur verið mikilsvert innlegg í þeim árangri sem íslenskt samfélag hefur þó náð í afar erfiðu og krefjandi árferði,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Það er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Átakið örvar hagkerfið með því að hvetja til aukinna umsvifa í kjölfar Covid-19. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á átakið og við hvetjum stjórnvöld til að framlengja það,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hlmar Harðarson, fomraður Samiðnar.Aðsend Þá skoraði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, á stjórnvöld í innsendri grein á Vísi að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts. „Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristján í greininni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Byggingariðnaður Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Sem hluti af átakinu Allir vinna hafa stjórnvöld meðal annars veitt endurgreiðslu á öllum virðisaukaskatti í tengslum við vinnu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði, viðgerðir og réttingar fólksbíla og heimilisaðstoð. Breytingu á bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt þarf til að framlengja gildistíma aðgerðarinnar. Slíka tillögu er ekki að finna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eða bandormnum svokallaða, þar sem fyrirhugaðar lagabreytingar vegna nýrra fjárlaga eru útlistaðar. Komið til tals Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsfjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingartillögur við framkomið fjárlagafrumvarp og eftir atvikum bandormsfrumvarpið sem verða kynntar fjárlaganefnd og Alþingi fyrir aðra umræðu um frumvarpið. Þá segir að það hafi „komið til tals“ að huga að framlengingu Allir vinna en það liggi þó ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort lagðar verði til breytingar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að átakið Allir vinna verði tekið fyrir í ráðherranefnd og mat lagt á árangurinn. „Ég geri ráð fyrir að í kjölfar þess komi tillaga frá mér til ríkisstjórnar um framhaldið.“ Mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa hvatt stjórnvöld til að framlengja Allir vinna og segja að endurgreiðslurnar hafi numið um 9,2 milljónum króna á þessu ári og tæpum 20 milljörðum í fyrra. „Ljóst er að þetta hefur verið mikilsvert innlegg í þeim árangri sem íslenskt samfélag hefur þó náð í afar erfiðu og krefjandi árferði,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Það er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Átakið örvar hagkerfið með því að hvetja til aukinna umsvifa í kjölfar Covid-19. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á átakið og við hvetjum stjórnvöld til að framlengja það,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hlmar Harðarson, fomraður Samiðnar.Aðsend Þá skoraði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, á stjórnvöld í innsendri grein á Vísi að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts. „Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristján í greininni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Byggingariðnaður Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira