Við höfum efni á að gera betur! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. desember 2021 07:30 Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að leysa vanda íbúa á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem Garðabær hefur hunsað uppbyggingu. Nú þykir fréttnæmt að meirihlutinn ætli að leggja heilar 150 milljónir á næsta ári til uppbyggingar á félagslegu húsnæði þ.e. sem á að verja í kaup á íbúðum. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er vert að benda á að 200 milljónir eiga að fara í tækjakaup inn í nýtt fjölnota íþróttahús. Það er líka hægt að setja þessar 150 milljónir í samhengi með því að benda á að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú um 50 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 1-5 einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir. Jafn margir bíða svo eftir því að fá að komast á biðlistann. Áætlun meirihlutans er eins og blaut tuska í andlit þessara íbúa. Og ekki skánar staðan þegar fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ er borinn saman við nágrannasveitarfélögin. Garðabær er með tæplega 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa, en Hafnarfjörður 8 íbúðir. Meirihlutinn með allt sitt fé ætlar ekki að bregðast við þeirri staðreynd að íbúum Garðabæjar fjölgar ört, t.d. yfir 2000 á yfirstandandi kjörtímabili. Áfram heldur meirihlutinn að berja höfðinu við steininn, þrátt fyrir t.d. óviðunandi ástand í leikskólamálum sveitarfélagsins, sem verður ekki leyst að fullu fyrr en árið 2023. Ástand sem hefur áhrif á fjölmargar barnafjölskyldur sem völdu Garðabæ til búsetu vegna orðspors sveitarfélagsins um gott aðgengi að leikskólum. Fleiri íbúar þýðir auðvitað hærri skatttekjur og bæjarsjóður bólgnar út. Áætlaður halli ársins 2020 þurrkaðist út og við árlok er bærinn tæpar 250 milljónir í plús. Fjármagnið er til en forgangsröðunin er ekki í þágu grunnþjónustu og lögbundinna verkefna. Það er ekki stórmannlegt að hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu á sama tíma og þau sem minnst mega sín eru látin afskiptalaus. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að leysa vanda íbúa á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem Garðabær hefur hunsað uppbyggingu. Nú þykir fréttnæmt að meirihlutinn ætli að leggja heilar 150 milljónir á næsta ári til uppbyggingar á félagslegu húsnæði þ.e. sem á að verja í kaup á íbúðum. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er vert að benda á að 200 milljónir eiga að fara í tækjakaup inn í nýtt fjölnota íþróttahús. Það er líka hægt að setja þessar 150 milljónir í samhengi með því að benda á að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú um 50 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 1-5 einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir. Jafn margir bíða svo eftir því að fá að komast á biðlistann. Áætlun meirihlutans er eins og blaut tuska í andlit þessara íbúa. Og ekki skánar staðan þegar fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ er borinn saman við nágrannasveitarfélögin. Garðabær er með tæplega 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa, en Hafnarfjörður 8 íbúðir. Meirihlutinn með allt sitt fé ætlar ekki að bregðast við þeirri staðreynd að íbúum Garðabæjar fjölgar ört, t.d. yfir 2000 á yfirstandandi kjörtímabili. Áfram heldur meirihlutinn að berja höfðinu við steininn, þrátt fyrir t.d. óviðunandi ástand í leikskólamálum sveitarfélagsins, sem verður ekki leyst að fullu fyrr en árið 2023. Ástand sem hefur áhrif á fjölmargar barnafjölskyldur sem völdu Garðabæ til búsetu vegna orðspors sveitarfélagsins um gott aðgengi að leikskólum. Fleiri íbúar þýðir auðvitað hærri skatttekjur og bæjarsjóður bólgnar út. Áætlaður halli ársins 2020 þurrkaðist út og við árlok er bærinn tæpar 250 milljónir í plús. Fjármagnið er til en forgangsröðunin er ekki í þágu grunnþjónustu og lögbundinna verkefna. Það er ekki stórmannlegt að hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu á sama tíma og þau sem minnst mega sín eru látin afskiptalaus. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar