Körfubolti

Naumt tap Hauka í loka­leik riðla­keppninnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bríet Sif átti frábæran leik í liði Hauka í kvöld.
Bríet Sif átti frábæran leik í liði Hauka í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Haukar töpuðu með sjö stiga mun gegn KP Brno í lokaleik riðlakeppni Evrópubikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 60-53.

Haukar höfðu ekki riðið feitum festi í L-riðli Evrópubikarsins enda að spila gegn einkar sterkum mótherjum. Fyrir lokaleik riðilsins höfðu allir fimm leikirnir tapast en eftir fyrsta leikhluta í Tékklandi virtist sem Haukar gætu unnið sinn fyrsta sigur í keppninni.

Hafnfirðingar hófu leikinn frábærlega og leiddu með tíu stiga mun að fyrsta leikhluta loknum, staðan þá 25-15 gestunum í vil. Hvað átti sér stað í öðrum leikhluta er óvitað en Haukar skoruðu aðeins fjögur stig en góður varnarleikur þýddi að heimakonur skoruðu aðeins 11, staðan því 29-26 Haukum í vil er flautað var til hálfleiks.

Tékkarnir reyndust sterkari í síðari hálfleik og sóknarleikur Hauka náði aldrei sama flugi og í fyrsta leikhluta. Fór það svo að leiknum lauk með sjö stiga sigri Brno, 60-53.

Bríet Sif Hinriksdóttir var langstigahæst í liði Hauka með 18 stig. Lovísa Henningsdóttir skoraði átta stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Haiden Palmer skoraði fimm stig, tók 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig og tók 10 fráköst.

Helena Sverrisdóttir lék ekki með Haukum vegna meiðsla og munaði um minna.

Elísabeth Ýr reif niður tíu fráköst í kvöld.Vísir/Bára Dröfn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×