Sterk fjárhagsstaða er forsenda góðrar þjónustu Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 11:31 Fjárhagsstaðan í Garðabæ er sterk, álögur lágar og skuldir hóflegar. Þetta skiptir máli enda er sterk fjárhagsstaða forsenda góðrar þjónustu. Og oftast er fylgni milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Útsvarshlutfallið í Garðabæ verður áfram það lægsta sem þekkist meðal stærri sveitarfélaga og verður óbreytt, 13,7%. Álögum verður haldið lágum og skuldahlutfallið verður svipað og undanfarin ár. Á kjörtímabilinu höfum við lækkað álagningarprósentu fasteignaskatts en fasteignamat hefur hækkað mikið og mikilvægt að horfa til frekari lækkana á álagningarprósentu fasteignaskatts. Uppbygging heldur áfram Í Garðabæ mun uppbygging halda áfram en íbúafjöldi fór yfir 18.000 á þessu ári. Áfram verður framboð af lóðum fyrir íbúðir og atvinnushúsnæði en mikil uppbygging er fyrirhuguð í Vífilsstaðalandi, Hnoðraholti, Urriðaholti og á Álftanesi. Á næstu sjö árum er stefnt að því að byggja hátt í 3.000 íbúðir sem verða sambland af fjölbýli, rað – og parhúsum ásamt sérbýli. Uppbyggingu fylgja fjárfestingar, vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Stærstu framkvæmdirnar á árinu 2022 verða í Urriðaholti við næsta áfanga í Urriðaholtsskóla auk nýs leikskóla. Fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri verður tekið í notkun 2022. Byggður verður nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk og þá verða endurbætur við skólalóðir, íþróttavelli og opin svæði. Viðhald gatna og stíga, aukin hljóðvist og fleira. Í Garðabæ verða áfram lágar álögur á bæjarbúa á sama tíma og fjárfest er myndarlega í uppbyggingu á ýmsum sviðum. Þjónustan verður áfram góð og ekki verður dregið úr grunnþjónustu. Þetta er hægt vegna þess að sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsstaðan í Garðabæ er sterk, álögur lágar og skuldir hóflegar. Þetta skiptir máli enda er sterk fjárhagsstaða forsenda góðrar þjónustu. Og oftast er fylgni milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Útsvarshlutfallið í Garðabæ verður áfram það lægsta sem þekkist meðal stærri sveitarfélaga og verður óbreytt, 13,7%. Álögum verður haldið lágum og skuldahlutfallið verður svipað og undanfarin ár. Á kjörtímabilinu höfum við lækkað álagningarprósentu fasteignaskatts en fasteignamat hefur hækkað mikið og mikilvægt að horfa til frekari lækkana á álagningarprósentu fasteignaskatts. Uppbygging heldur áfram Í Garðabæ mun uppbygging halda áfram en íbúafjöldi fór yfir 18.000 á þessu ári. Áfram verður framboð af lóðum fyrir íbúðir og atvinnushúsnæði en mikil uppbygging er fyrirhuguð í Vífilsstaðalandi, Hnoðraholti, Urriðaholti og á Álftanesi. Á næstu sjö árum er stefnt að því að byggja hátt í 3.000 íbúðir sem verða sambland af fjölbýli, rað – og parhúsum ásamt sérbýli. Uppbyggingu fylgja fjárfestingar, vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Stærstu framkvæmdirnar á árinu 2022 verða í Urriðaholti við næsta áfanga í Urriðaholtsskóla auk nýs leikskóla. Fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri verður tekið í notkun 2022. Byggður verður nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk og þá verða endurbætur við skólalóðir, íþróttavelli og opin svæði. Viðhald gatna og stíga, aukin hljóðvist og fleira. Í Garðabæ verða áfram lágar álögur á bæjarbúa á sama tíma og fjárfest er myndarlega í uppbyggingu á ýmsum sviðum. Þjónustan verður áfram góð og ekki verður dregið úr grunnþjónustu. Þetta er hægt vegna þess að sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar