Eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 1. desember 2021 10:31 Nú er aðventan gengin í garð og í aðdraganda jóla njótum við þess að skreyta í kringum okkur og skapa stemningu. Kertaljós og jólaseríur eru fyrir marga ómissandi hluti af árstíðinni en mikilvægt er að huga að eldvörnum á heimilinu, ekki síst á þessum árstíma. Dagur reykskynjarans er 1. desember ár hvert og þá er við hæfi að staldra við og kanna hvort eldvarnir heimilisins séu í lagi. Dagur reykskynjarans Reykskynjari er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera á hverju heimili, í öllum rýmum og herbergjum. Í það minnsta í öllum rýmum þar sem raftæki eru. Skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Mikilvægt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi frá sér hljóð. Ef reykskynjarinn gefur frá sér hljóð eða píp þegar þrýst er á hnappinn er skynjarinn virkur og í lagi. Nauðsynlegt er að skipta um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári og þá er til dæmis gott að miða við 1. desember, svo þeir séu í lagi fyrir hátíðarnar. Þá getur verið sniðugt að skrifa á lítinn límmiða hvenær skipt var síðast um rafhlöðu og líma hann á reykskynjarann. Viðskiptavinum tryggingafélaga býðst víða að taka með sér rafhlöðu í reykskynjara þegar þeir heimsækja útibúin en rafhlöðulaus eða óvirkur reykskynjari bjargar engum. Rétt staðsetning Líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og til að hann virki eins og vera ber þarf að setja hann upp og staðsetja skynsamlega. Best er að staðsetja reykskynjara í miðju lofts og gæta þess að skynjarinn sé minnst 30 cm frá vegg eða ljósi. Ef bílskúr er sambyggður heimili er góð regla að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins. Einnig er mikilvægt að huga að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnateppi til taks í eldhúsinu og kanna hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og gæta þess að þær séu nógu margar og greiðfærar. Mismunandi tegundir reykskynjara Flestir reykskynjarar á heimilum eru jónískir og optískir en gott er að þekkja muninn á helstu tegundum. Hinn hefðbundni reykskynjari er jónískur sem þýðir að hann getur numið allar stærðir og gerðir reykagna sem mynda reykinn. Þeir nema auðveldlega brælu og hita og henta því vel í eldhús og þvottahús. Optískir skynjarar henta vel við reyk en eru ekki eins næmir á hita og hefðbundnir jónískir skynjarar. Þeir skiptast í hitaskynjara og gasskynjara. Frekari upplýsingar um eldvarnir og reykskynjara er meðal annars að finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hátíð ljóss og friðar Í aðraganda jóla er gaman að skreyta og skapa notalega stemningu. Kerti eru hluti af jólahátíðinni og veita birtu og yl í skammdeginu. En gæta þarf þess að fara varlega með opinn eld og hafa eftirlit með logandi kertum. Slökkva þarf tímanlega á þeim og gæta þess að láta skraut eða eldfim efni ekki liggja að kerti, til dæmis á aðventukrönsum. Passa þarf að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi og logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum. Eins ætti ekki að skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Útikerti þurfa að vera á traustu undirlagi og ekki ætti að setja þau á yfirborð sem brennur auðveldlega, eins og trépall. ,,Af litlum neista verður oft mikið bál,“ segir í dægurlagatextanum. Þó þar sé sungið um brennandi ást en ekki eldsvoða er líkingin augljós. Hætta getur skapast af litlum neista og þá er mikilvægt að hafa eldvarnir í lagi. Við höfum eflaust flest heyrt sögur af gagnsemi reykskynjara, eins og til dæmis þegar reykskynjari vakti fimm manna fjölskyldu þegar eldur logaði í kertaskreytingu í stofunni. Þeim tókst að slökkva eldinn en nokkrar skemmdir urðu á innbúi af reyk, eldi og sóti. Skaðinn hefði þó getað orðið mun meiri ef ekki hefði verið fyrir reykskynjarann sem hrökk í gang. Reykskynjarar eru einfalt, ódýrt og áhrifaríkt öryggistæki. Tilvalið er að nýta dag reykskynjarans til að huga að einu helsta öryggistæki heimilisins og skapa þannig hugarró um hátíðarnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er aðventan gengin í garð og í aðdraganda jóla njótum við þess að skreyta í kringum okkur og skapa stemningu. Kertaljós og jólaseríur eru fyrir marga ómissandi hluti af árstíðinni en mikilvægt er að huga að eldvörnum á heimilinu, ekki síst á þessum árstíma. Dagur reykskynjarans er 1. desember ár hvert og þá er við hæfi að staldra við og kanna hvort eldvarnir heimilisins séu í lagi. Dagur reykskynjarans Reykskynjari er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera á hverju heimili, í öllum rýmum og herbergjum. Í það minnsta í öllum rýmum þar sem raftæki eru. Skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Mikilvægt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi frá sér hljóð. Ef reykskynjarinn gefur frá sér hljóð eða píp þegar þrýst er á hnappinn er skynjarinn virkur og í lagi. Nauðsynlegt er að skipta um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári og þá er til dæmis gott að miða við 1. desember, svo þeir séu í lagi fyrir hátíðarnar. Þá getur verið sniðugt að skrifa á lítinn límmiða hvenær skipt var síðast um rafhlöðu og líma hann á reykskynjarann. Viðskiptavinum tryggingafélaga býðst víða að taka með sér rafhlöðu í reykskynjara þegar þeir heimsækja útibúin en rafhlöðulaus eða óvirkur reykskynjari bjargar engum. Rétt staðsetning Líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og til að hann virki eins og vera ber þarf að setja hann upp og staðsetja skynsamlega. Best er að staðsetja reykskynjara í miðju lofts og gæta þess að skynjarinn sé minnst 30 cm frá vegg eða ljósi. Ef bílskúr er sambyggður heimili er góð regla að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins. Einnig er mikilvægt að huga að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnateppi til taks í eldhúsinu og kanna hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og gæta þess að þær séu nógu margar og greiðfærar. Mismunandi tegundir reykskynjara Flestir reykskynjarar á heimilum eru jónískir og optískir en gott er að þekkja muninn á helstu tegundum. Hinn hefðbundni reykskynjari er jónískur sem þýðir að hann getur numið allar stærðir og gerðir reykagna sem mynda reykinn. Þeir nema auðveldlega brælu og hita og henta því vel í eldhús og þvottahús. Optískir skynjarar henta vel við reyk en eru ekki eins næmir á hita og hefðbundnir jónískir skynjarar. Þeir skiptast í hitaskynjara og gasskynjara. Frekari upplýsingar um eldvarnir og reykskynjara er meðal annars að finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hátíð ljóss og friðar Í aðraganda jóla er gaman að skreyta og skapa notalega stemningu. Kerti eru hluti af jólahátíðinni og veita birtu og yl í skammdeginu. En gæta þarf þess að fara varlega með opinn eld og hafa eftirlit með logandi kertum. Slökkva þarf tímanlega á þeim og gæta þess að láta skraut eða eldfim efni ekki liggja að kerti, til dæmis á aðventukrönsum. Passa þarf að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi og logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum. Eins ætti ekki að skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Útikerti þurfa að vera á traustu undirlagi og ekki ætti að setja þau á yfirborð sem brennur auðveldlega, eins og trépall. ,,Af litlum neista verður oft mikið bál,“ segir í dægurlagatextanum. Þó þar sé sungið um brennandi ást en ekki eldsvoða er líkingin augljós. Hætta getur skapast af litlum neista og þá er mikilvægt að hafa eldvarnir í lagi. Við höfum eflaust flest heyrt sögur af gagnsemi reykskynjara, eins og til dæmis þegar reykskynjari vakti fimm manna fjölskyldu þegar eldur logaði í kertaskreytingu í stofunni. Þeim tókst að slökkva eldinn en nokkrar skemmdir urðu á innbúi af reyk, eldi og sóti. Skaðinn hefði þó getað orðið mun meiri ef ekki hefði verið fyrir reykskynjarann sem hrökk í gang. Reykskynjarar eru einfalt, ódýrt og áhrifaríkt öryggistæki. Tilvalið er að nýta dag reykskynjarans til að huga að einu helsta öryggistæki heimilisins og skapa þannig hugarró um hátíðarnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar