Velferðarþjónustan grípur boltann Björn Bjarki Þorsteinsson, María FJóla Harðardóttir og Sigurjón Norberg Kjærnested skrifa 30. nóvember 2021 20:46 Ný ríkisstjórn er tekin við völdum skipuð sömu flokkum og undanfarin fjögur ár. Að þessu sinni er víða nýtt fólk komið í brúna og nýtt skipurit hefur tekið gildi í stjórnarráðinu hvað ýmsa málaflokka varðar. Við forystufólk Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu óskum nýjum ráðherrum og alþingismönnum öllum til hamingju með að nýtt kjörtímabil sé hafið með öllum þeim áskorunum sem við blasa. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er horft til ýmissa mikilvægra þátta er varða velferð þjóðarinnar og stiklað á mörgum mikilvægum þáttum sem horfa á til á þeim vettvangi á næstu fjórum árum. Það var ánægjulegt fyrir okkur í velferðarþjónustunni að sjá í stjórnarsáttmála skýra framtíðarsýn og velvilja í garð okkar starfsemi. Nú er komið fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og er það von okkar að þegar þingið hefur lokið umfjöllun og breytingum á því, þá sjáist þar skýr og einbeittur vilji til að standa vel að rekstri fyrirtækja í velferðarþjónustu sem og að byggja upp til framtíðar. Hjartað í þeirri þjónustu sem við viljum veita er einstaklingurinn sjálfur. Hann á að hafa aðgang að samþættri þjónustu, heimahjúkrun og stuðningsþjónustu. Við fögnum því að í nýjum stjórnarsáttmála er tekið undir þessa nálgun. Eitt stærsta og mikilvægasta verkefnið er sjá þetta raungerast með því að koma í framkvæmd nýrri stefnu í málefnum aldraða. Við sem störfum í velferðarþjónustu vonum að þetta geti gerst hratt og örugglega í samræmi við það sem kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála. Ágætu ráðherrar og alþingismenn, við í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, erum nú sem fyrr til samstarfs og þjónustu reiðubúin, því saman getum við meira. Innan þeirra stofnana og fyrirtækja sem að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu standa, er mikill mannauður og sérþekking á viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins. Það er frá okkar fólki og fyrirtækjum sem lausnirnar og nýsköpunin í þessum málaflokki mun koma. Þannig berum við því miklar vonir til þess að fá að taka þátt í starfi og jafnvel leiða vinnu verkefnisstjórnar sem boðað er að skipuð verði til að koma verkefninu í framkvæmd. Með framsýnum stjórnarsáttmála hafið þið kastað boltanum. Fagfólkið í velferðarþjónustunni er tilbúið að grípa hann. Björn Bjarki er formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), María Fjóla er varaformaður stjórnar SFV og Sigurjón er framkvæmdastjóri SFV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn er tekin við völdum skipuð sömu flokkum og undanfarin fjögur ár. Að þessu sinni er víða nýtt fólk komið í brúna og nýtt skipurit hefur tekið gildi í stjórnarráðinu hvað ýmsa málaflokka varðar. Við forystufólk Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu óskum nýjum ráðherrum og alþingismönnum öllum til hamingju með að nýtt kjörtímabil sé hafið með öllum þeim áskorunum sem við blasa. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er horft til ýmissa mikilvægra þátta er varða velferð þjóðarinnar og stiklað á mörgum mikilvægum þáttum sem horfa á til á þeim vettvangi á næstu fjórum árum. Það var ánægjulegt fyrir okkur í velferðarþjónustunni að sjá í stjórnarsáttmála skýra framtíðarsýn og velvilja í garð okkar starfsemi. Nú er komið fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og er það von okkar að þegar þingið hefur lokið umfjöllun og breytingum á því, þá sjáist þar skýr og einbeittur vilji til að standa vel að rekstri fyrirtækja í velferðarþjónustu sem og að byggja upp til framtíðar. Hjartað í þeirri þjónustu sem við viljum veita er einstaklingurinn sjálfur. Hann á að hafa aðgang að samþættri þjónustu, heimahjúkrun og stuðningsþjónustu. Við fögnum því að í nýjum stjórnarsáttmála er tekið undir þessa nálgun. Eitt stærsta og mikilvægasta verkefnið er sjá þetta raungerast með því að koma í framkvæmd nýrri stefnu í málefnum aldraða. Við sem störfum í velferðarþjónustu vonum að þetta geti gerst hratt og örugglega í samræmi við það sem kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála. Ágætu ráðherrar og alþingismenn, við í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, erum nú sem fyrr til samstarfs og þjónustu reiðubúin, því saman getum við meira. Innan þeirra stofnana og fyrirtækja sem að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu standa, er mikill mannauður og sérþekking á viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins. Það er frá okkar fólki og fyrirtækjum sem lausnirnar og nýsköpunin í þessum málaflokki mun koma. Þannig berum við því miklar vonir til þess að fá að taka þátt í starfi og jafnvel leiða vinnu verkefnisstjórnar sem boðað er að skipuð verði til að koma verkefninu í framkvæmd. Með framsýnum stjórnarsáttmála hafið þið kastað boltanum. Fagfólkið í velferðarþjónustunni er tilbúið að grípa hann. Björn Bjarki er formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), María Fjóla er varaformaður stjórnar SFV og Sigurjón er framkvæmdastjóri SFV.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar