Fardagar sóknargjalda Vésteinn Valgarðsson skrifar 29. nóvember 2021 18:01 Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári eftir skráningunni á morgun. Ég skora á ykkur að fara t.d. inn á heimasíðu Þjóðskrár Íslands, skrá ykkur þar inn með rafrænum skilríkjum og finna trúfélagsskráninguna ykkar. Ef hún er eins og þið viljið hafa hana: fínt. Ef ekki, þá er núna rétti tíminn til að leiðrétta hana. Í gamla daga máttu vinnuhjú skipta um vist á fardögum. Í dag mega sóknarbörn skipta um trúfélag. Þessi athugun ætti ekki að taka ykkur meira en mínútu, og það þótt möguleg leiðrétting sé talin með. Ef þið eruð að hugsa um að velja ykkur nýtt trúar- eða lífsskoðunarfélag, þá er óneitanlega úr mörgu að velja: þau eru meira en fimmtíu. Lífsskoðunarfélög eru tiltöluleg nýlunda hér á landi. Þekktust er Siðmennt, fyrir siðrænan húmanisma og sínar borgaralegu athafnir. Mig langar þó til að vekja athygli á öðru félagi: DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju. Ég er forstöðumaður þess. DíaMat er líka trúlaust lífsskoðunarfélag, en það hefur ekki mikla áherslu á athafnir (þótt það sinni þeim ef þess er óskað) en meiri á að fólk láti verkin tala: Það skiptir miklu meira máli hvaða áhrif þið hafið á veröldina, heldur en hvernig þið útskýrið hana. DíaMat hefur frá stofnun látið drjúgan hluta sóknargjalda sinna renna til góðs málstaðar. Geðræktar- og uppeldismál hafa notið þess mest, enda teljum við að í gegn um þau valdeflist venjulegt fólk og verði þannig hæfara til að vinna að sinni eigin velferð, hvort heldur er í sameiningu eða eitt og sér. Sjáið nánar á heimasíðu okkar, www.diamat.is Félag okkar er ekki stórt, en það er nóg pláss fyrir nýja meðlimi. Farið á Þjóðskrá í dag ef þið viljið vera með. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári eftir skráningunni á morgun. Ég skora á ykkur að fara t.d. inn á heimasíðu Þjóðskrár Íslands, skrá ykkur þar inn með rafrænum skilríkjum og finna trúfélagsskráninguna ykkar. Ef hún er eins og þið viljið hafa hana: fínt. Ef ekki, þá er núna rétti tíminn til að leiðrétta hana. Í gamla daga máttu vinnuhjú skipta um vist á fardögum. Í dag mega sóknarbörn skipta um trúfélag. Þessi athugun ætti ekki að taka ykkur meira en mínútu, og það þótt möguleg leiðrétting sé talin með. Ef þið eruð að hugsa um að velja ykkur nýtt trúar- eða lífsskoðunarfélag, þá er óneitanlega úr mörgu að velja: þau eru meira en fimmtíu. Lífsskoðunarfélög eru tiltöluleg nýlunda hér á landi. Þekktust er Siðmennt, fyrir siðrænan húmanisma og sínar borgaralegu athafnir. Mig langar þó til að vekja athygli á öðru félagi: DíaMat – félagi um díalektíska efnishyggju. Ég er forstöðumaður þess. DíaMat er líka trúlaust lífsskoðunarfélag, en það hefur ekki mikla áherslu á athafnir (þótt það sinni þeim ef þess er óskað) en meiri á að fólk láti verkin tala: Það skiptir miklu meira máli hvaða áhrif þið hafið á veröldina, heldur en hvernig þið útskýrið hana. DíaMat hefur frá stofnun látið drjúgan hluta sóknargjalda sinna renna til góðs málstaðar. Geðræktar- og uppeldismál hafa notið þess mest, enda teljum við að í gegn um þau valdeflist venjulegt fólk og verði þannig hæfara til að vinna að sinni eigin velferð, hvort heldur er í sameiningu eða eitt og sér. Sjáið nánar á heimasíðu okkar, www.diamat.is Félag okkar er ekki stórt, en það er nóg pláss fyrir nýja meðlimi. Farið á Þjóðskrá í dag ef þið viljið vera með. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun