Egill og Ási höfðu þetta bara eins og þeir vildu Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2021 21:26 Gunnar Magnússon er með lið Aftureldingar í brekku en er bjartsýnn á framhaldið eftir áramót. vísir/daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ekki í vafa um hvað hefði skilað FH sigri í Mosfellsbæ í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. Egill Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru illa með heimamenn og skoruðu samtals 22 mörk í 31-26 sigri FH-inga. „Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Varnarlega náðum við bara ekki að stoppa Egil og Ása. Þeir höfðu þetta bara eins og þeir vildu. Við ætluðum að fara langt í Egil og reyna að ná honum, en einhvern veginn náðum við ekki taktinum þó að við höfum byrjað ágætlega. Við náðum bara ekki að stoppa þá tvo. Þeir voru erfiðir í kvöld,“ sagði Gunnar. FH náði frumkvæðinu seinni hluta fyrri hálfleiks, þegar Afturelding skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Phil Döhler hóf svo seinni hálfleik af krafti og FH náði að auka forskotið í fimm mörk. „Hann varði vel á þessum kafla. Sum færin voru alveg fín. En við misstum aðeins skipulagið sóknarlega líka. Við náðum því samt alveg þannig séð. Skoruðum 26 mörk og hann [Phil Döhler] var með um 35% markvörslu. En við stoppuðum þá bara ekki nógu vel varnarlega. Andri [Sigmarsson Scheving] varði alveg mörg góð skot en við náðum ekki að stoppa Ása og Egil,“ sagði Gunnar. „Þetta er það sem FH-ingarnir hafa. Reynda leikmenn sem eru rosalega stabílir. FH-ingar hafa þennan stöðugleika sem okkur vantar. Við erum mjög rokkandi í frammistöðu, en við höldum bara áfram. Stöðugleikinn kemur með tímanum,“ bætti þjálfarinn við. „Vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól“ Afturelding er nú sex stigum frá toppnum, með 10 stig eftir 10 leiki, og mun nær því að vera í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en toppsætið. Gunnar vonast til að hafa á öflugra liði að skipa eftir áramót þar sem menn á borð við Birki Benediktsson og Svein Andra Sveinsson verði komnir nær sínu besta: „Birkir er að koma eftir eins árs fjarveru og þarf tíma. Hann verður í toppstandi eftir áramót. Sama má segja um Svein Andra. Það er engin draumastaða að vera ekki með þá 100% heila í þessari lotu en við erum bara að gefa þeim tíma til að koma inn í þetta og það verður mikill styrkur þegar þessir tveir verða komnir í toppstand. Við vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól. Auðvitað viljum við betri frammistöðu og fleiri stig, og við viljum meina að við getum betur en þetta. Við erum ekkert sáttir með þetta. Eins og staðan er í dag erum við aðeins á eftir liðum eins og FH en við þurfum bara að spýta í lófana, leggja mikið á okkur og gera betur,“ sagði Gunnar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
„Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Varnarlega náðum við bara ekki að stoppa Egil og Ása. Þeir höfðu þetta bara eins og þeir vildu. Við ætluðum að fara langt í Egil og reyna að ná honum, en einhvern veginn náðum við ekki taktinum þó að við höfum byrjað ágætlega. Við náðum bara ekki að stoppa þá tvo. Þeir voru erfiðir í kvöld,“ sagði Gunnar. FH náði frumkvæðinu seinni hluta fyrri hálfleiks, þegar Afturelding skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Phil Döhler hóf svo seinni hálfleik af krafti og FH náði að auka forskotið í fimm mörk. „Hann varði vel á þessum kafla. Sum færin voru alveg fín. En við misstum aðeins skipulagið sóknarlega líka. Við náðum því samt alveg þannig séð. Skoruðum 26 mörk og hann [Phil Döhler] var með um 35% markvörslu. En við stoppuðum þá bara ekki nógu vel varnarlega. Andri [Sigmarsson Scheving] varði alveg mörg góð skot en við náðum ekki að stoppa Ása og Egil,“ sagði Gunnar. „Þetta er það sem FH-ingarnir hafa. Reynda leikmenn sem eru rosalega stabílir. FH-ingar hafa þennan stöðugleika sem okkur vantar. Við erum mjög rokkandi í frammistöðu, en við höldum bara áfram. Stöðugleikinn kemur með tímanum,“ bætti þjálfarinn við. „Vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól“ Afturelding er nú sex stigum frá toppnum, með 10 stig eftir 10 leiki, og mun nær því að vera í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en toppsætið. Gunnar vonast til að hafa á öflugra liði að skipa eftir áramót þar sem menn á borð við Birki Benediktsson og Svein Andra Sveinsson verði komnir nær sínu besta: „Birkir er að koma eftir eins árs fjarveru og þarf tíma. Hann verður í toppstandi eftir áramót. Sama má segja um Svein Andra. Það er engin draumastaða að vera ekki með þá 100% heila í þessari lotu en við erum bara að gefa þeim tíma til að koma inn í þetta og það verður mikill styrkur þegar þessir tveir verða komnir í toppstand. Við vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól. Auðvitað viljum við betri frammistöðu og fleiri stig, og við viljum meina að við getum betur en þetta. Við erum ekkert sáttir með þetta. Eins og staðan er í dag erum við aðeins á eftir liðum eins og FH en við þurfum bara að spýta í lófana, leggja mikið á okkur og gera betur,“ sagði Gunnar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira