Friðhelgi bólusettra Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2021 14:00 Í vikunni bárust fréttir af þeirri ráðstöfun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að kalla eftir bólusetningarvottorði frá þeim sem ætla að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar. Að sögn formanns hennar er það gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sjálfboðaliðar smitist af hinni umtöluðu veiru. Af augljósum ástæðum eru það einungis bólusettir sem framvísa upplýsingum um bólusetningu. Um skoðun nefndarinnar á þeim upplýsingum gilda ótvírætt lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Í þessari stuttu grein rekur höfundur ástæður þess að ráðstöfun nefndarinnar samræmist ekki persónuverndarlögum. Heimild í persónuverndarlögum þarf að vera til staðar Til þess að skoðun á vottorðum einstaklinga geti farið fram þarf heimild í persónuverndarlögum að vera til staðar. Slík heimild getur til dæmis verið samþykki einstaklinga eða að hagsmunir annarra vegi það þungt að rétt þykir að ganga á friðhelgi annarra einstaklinga. Eflaust munu flestir sem leggja leið sína í úthlutunarstöð nefndarinnar sýna bólusetningarvottorðið án vandkvæða, þ.e. samþykkja að sýna það. Samþykkið myndi þó ekki standast kröfur persónuverndarlaga, enda er bólusetningarvottorðið skilyrði fyrir komu á úthlutunarstöðina og er þá um þvingað samþykki að ræða. Til skoðunar kæmu þá hagsmunir annarra, en líkt og áður er rakið hefur formaður nefndarinnar vísað til þeirrar hættu að sjálfboðaliðar smitist við störf sín. Ekki verður um það deilt að markmiðið er málefnalegt og lögmætt. Á móti kemur að ráðstöfunin, þ.e. að skoða vottorð bólusettra, þarf að vera nauðsynleg til þess að ná því markmiði, þ.e. að tryggja heilsu sjálfboðaliða. Hættan af bólusettum einstaklingum er líka til staðar Sóttvarnalæknir minntist á þá staðreynd á dögunum að bylgjan sem nú geisar er ekki drifin áfram af óbólusettum einstaklingum. Taldi hann forsendur til að mismuna einstaklingum ekki vera til staðar, enda smita bólusettir út frá sér líkt og þeir sem eru óbólusettir. Af því leiðir að hættunni fyrir sjálfboðaliða Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur verður ekki afstýrt þótt þangað komi einungis bólusettir einstaklingar. Skoðun nefndarinnar á bólusetningarvottorðum er því ekki nauðsynleg ráðstöfun og telst með sömu rökum ólögmæt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust fréttir af þeirri ráðstöfun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að kalla eftir bólusetningarvottorði frá þeim sem ætla að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar. Að sögn formanns hennar er það gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sjálfboðaliðar smitist af hinni umtöluðu veiru. Af augljósum ástæðum eru það einungis bólusettir sem framvísa upplýsingum um bólusetningu. Um skoðun nefndarinnar á þeim upplýsingum gilda ótvírætt lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Í þessari stuttu grein rekur höfundur ástæður þess að ráðstöfun nefndarinnar samræmist ekki persónuverndarlögum. Heimild í persónuverndarlögum þarf að vera til staðar Til þess að skoðun á vottorðum einstaklinga geti farið fram þarf heimild í persónuverndarlögum að vera til staðar. Slík heimild getur til dæmis verið samþykki einstaklinga eða að hagsmunir annarra vegi það þungt að rétt þykir að ganga á friðhelgi annarra einstaklinga. Eflaust munu flestir sem leggja leið sína í úthlutunarstöð nefndarinnar sýna bólusetningarvottorðið án vandkvæða, þ.e. samþykkja að sýna það. Samþykkið myndi þó ekki standast kröfur persónuverndarlaga, enda er bólusetningarvottorðið skilyrði fyrir komu á úthlutunarstöðina og er þá um þvingað samþykki að ræða. Til skoðunar kæmu þá hagsmunir annarra, en líkt og áður er rakið hefur formaður nefndarinnar vísað til þeirrar hættu að sjálfboðaliðar smitist við störf sín. Ekki verður um það deilt að markmiðið er málefnalegt og lögmætt. Á móti kemur að ráðstöfunin, þ.e. að skoða vottorð bólusettra, þarf að vera nauðsynleg til þess að ná því markmiði, þ.e. að tryggja heilsu sjálfboðaliða. Hættan af bólusettum einstaklingum er líka til staðar Sóttvarnalæknir minntist á þá staðreynd á dögunum að bylgjan sem nú geisar er ekki drifin áfram af óbólusettum einstaklingum. Taldi hann forsendur til að mismuna einstaklingum ekki vera til staðar, enda smita bólusettir út frá sér líkt og þeir sem eru óbólusettir. Af því leiðir að hættunni fyrir sjálfboðaliða Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur verður ekki afstýrt þótt þangað komi einungis bólusettir einstaklingar. Skoðun nefndarinnar á bólusetningarvottorðum er því ekki nauðsynleg ráðstöfun og telst með sömu rökum ólögmæt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar