Fimm leiðir til að vinna bug á faraldursþreytu Ingrid Kuhlman skrifar 25. nóvember 2021 11:01 Þessa dagana glíma margir við heimsfaraldursþreytu. Við höfum þurft að búa við óvissu í bráðum tvö ár þar sem ýmist er verið að herða eða slaka á sóttvarnareglum, þar sem við höfum unnið heima og á vinnustaðnum í bland og þar sem margir hafa þurft að sæta sóttkví og einangrun. Viðbótarálag hefur skapast þar sem við þurfum að hlúa að heilsu og öryggi okkar auk þess sem mörgum áætlunum hefur þurft að breyta vegna faraldursins, bæði á vinnustað og í einkalífinu. Við höfum þurft að sýna seiglu og aðlögunarhæfni og erum kannski mörg orðin pínu vön þessu nýja lífi. Mismunandi gerðir faraldursþreytu Faraldursþreytan á sér margar birtingarmyndir. Hér fyrir neðan eru þrjár tegundir þreytu sem þú gætir verið að upplifa. Ákvörðunarþreyta Meðan á faraldrinum stendur geta einfaldar ákvarðanir eins og hvort við eigum að borða á veitingastað eða sækja mat verið flóknar. Við erum stöðugt að velta fyrir okkur hvort það sem við gerum sé öruggt, hvort við ættum t.d. að vera að hitta vini á kaffihúsi, og til hvaða ráðstafana við getum gripið til að draga úr hættunni á að smitast. Alvarleiki þessa hversdagslega vals íþyngir okkur og gerir okkur þreytt. Líkamleg þreyta Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir geta líka haft áhrif á líkamlega heilsu okkar. Streitan sem við erum að upplifa gæti haldið okkur vakandi á nóttunni eða gert okkur erfiðara fyrir að sofna. Þegar við erum of stressuð til að hlúa að okkur sjálfum neytum við oft matar eða áfengis til að líða betur. Þetta getur verið skammtímalausn en lætur okkur oft líða verr þegar fram líða stundir. Samúðarþreyta Þó að samúðarþreyta sé algeng meðal viðbragðsaðila og heilbrigðisstarfsmanna, sem eru í fremstu víglínu faraldursins, getum við öll upplifað hana. Þegar okkar eigin vellíðan er í húfi getur verið erfiðara að sýna öðrum samúð og setja okkur í spor þeirra. Fimm leiðir til að sigrast á heimsfaraldursþreytu Til eru einfaldar leiðir til að rífa sig upp, hlúa að sjálfum sér og finna hið góða á þessum krefjandi tímum. 1. Gakktu úr skugga um að grunnþörfum þínum sé fullnægt Á tímum sem þessum er mikilvægt að hlúa að sjálfum sér og tryggja nægan svefn, borða heilsusamlegan mat og stunda hreyfingu. Það þýðir hins vegar ekki að við þurfum að tileinka okkur fjöldann allan af heilbrigðum nýjum venjum í einu. Í stað þess að gjörbreyta svefnrútúninni er t.d. hægt að fara að sofa korteri fyrr en venjulega. Í stað þess að byrja að hamast í ræktinni fimm daga í viku er hægt að fara út í stuttan göngutúr í hádeginu eða gera léttar teygjuæfingar eftir morgunmatinn. 2. Finndu núvitundaræfingu sem hentar þér Að stunda núvitund er áhrifarík leið til að njóta og varðveita góðar stundir og þrauka í gegnum erfiðar stundir. Hægt er að stunda núvitund á margan hátt; það sem virkar fyrir suma virkar kannski ekki fyrir aðra. Sumum hentar að gera öndunaræfingar á meðan öðrum gengur betur að fylgjast með hugsnunum sínum, án þess að dæma þær eða taka afstöðu til þeirra. Það getur virkað vel að prófa mismunandi hugleiðslur og halda sig síðan við það sem lætur manni líða vel. 3. Skapaðu stöðugleika Heimsfaraldurinn hefur tekið frá okkur tilfinninguna um fyrirsjáanleika, stöðugleika og rútínu, sem er eitthvað sem við flest þrífumst á. Því er mikilvægt að við sköpum okkur sjálf ákveðna rútínu sem við höldum okkur við, sama hvað dynur á. Partur af rútínunni gæti verið að fara að sofa á ákveðnum tíma á hverju kvöldi, fara í göngutúr á hverjum morgni eða verja uppbyggilegum tíma með fjölskyldunni við kvöldmatarborðið. Vertu viss um að það sem þú gerir næri þig og veiti þér gleði. 4. Takmarkaðu fréttainntöku Á fyrstu vikum faraldursins sátu flestir límdir við sjónvarpið og biðu eftir nýjustu smittölum. Í dag leitum við hugsanlega frekar að upplýsingum um virkni bóluefna og mótefnamælingar. Margar fréttir eru neikvæðar og skapa með okkur vonleysistilfinningu. Eitt af því besta sem við getum gert til að verjast faraldursþreytu er að takmarka fréttainntöku, t.d. með því að ákveða hvenær, hvar og hve lengi við skoðum fréttamiðla. Einnig er mikilvægt að sannreyna fréttir þannig að við fáum staðreyndirnar í málinu en ekki villandi eða misvísandi upplýsingar. 5. Iðkaðu þakklæti Streita og óvissa gera okkur stundum erfitt fyrir að sjá björtu hliðarnar. Þar kemur þakklætið sterkt inn. Að iðka þakklæti er frábær leið til að bera kennsl á og meta hið góða í lífinu. Þakklætisiðkun vekur með okkur jákvæðar tilfinningar. Jafnvel þó að dagurinn hafi verið erfiður er alltaf hægt að finna eitthvað sem maður getur verið þakklátur fyrir. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og stjórnarmaður í Félagi um jákvæða sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilsa Ingrid Kuhlman Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Þessa dagana glíma margir við heimsfaraldursþreytu. Við höfum þurft að búa við óvissu í bráðum tvö ár þar sem ýmist er verið að herða eða slaka á sóttvarnareglum, þar sem við höfum unnið heima og á vinnustaðnum í bland og þar sem margir hafa þurft að sæta sóttkví og einangrun. Viðbótarálag hefur skapast þar sem við þurfum að hlúa að heilsu og öryggi okkar auk þess sem mörgum áætlunum hefur þurft að breyta vegna faraldursins, bæði á vinnustað og í einkalífinu. Við höfum þurft að sýna seiglu og aðlögunarhæfni og erum kannski mörg orðin pínu vön þessu nýja lífi. Mismunandi gerðir faraldursþreytu Faraldursþreytan á sér margar birtingarmyndir. Hér fyrir neðan eru þrjár tegundir þreytu sem þú gætir verið að upplifa. Ákvörðunarþreyta Meðan á faraldrinum stendur geta einfaldar ákvarðanir eins og hvort við eigum að borða á veitingastað eða sækja mat verið flóknar. Við erum stöðugt að velta fyrir okkur hvort það sem við gerum sé öruggt, hvort við ættum t.d. að vera að hitta vini á kaffihúsi, og til hvaða ráðstafana við getum gripið til að draga úr hættunni á að smitast. Alvarleiki þessa hversdagslega vals íþyngir okkur og gerir okkur þreytt. Líkamleg þreyta Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir geta líka haft áhrif á líkamlega heilsu okkar. Streitan sem við erum að upplifa gæti haldið okkur vakandi á nóttunni eða gert okkur erfiðara fyrir að sofna. Þegar við erum of stressuð til að hlúa að okkur sjálfum neytum við oft matar eða áfengis til að líða betur. Þetta getur verið skammtímalausn en lætur okkur oft líða verr þegar fram líða stundir. Samúðarþreyta Þó að samúðarþreyta sé algeng meðal viðbragðsaðila og heilbrigðisstarfsmanna, sem eru í fremstu víglínu faraldursins, getum við öll upplifað hana. Þegar okkar eigin vellíðan er í húfi getur verið erfiðara að sýna öðrum samúð og setja okkur í spor þeirra. Fimm leiðir til að sigrast á heimsfaraldursþreytu Til eru einfaldar leiðir til að rífa sig upp, hlúa að sjálfum sér og finna hið góða á þessum krefjandi tímum. 1. Gakktu úr skugga um að grunnþörfum þínum sé fullnægt Á tímum sem þessum er mikilvægt að hlúa að sjálfum sér og tryggja nægan svefn, borða heilsusamlegan mat og stunda hreyfingu. Það þýðir hins vegar ekki að við þurfum að tileinka okkur fjöldann allan af heilbrigðum nýjum venjum í einu. Í stað þess að gjörbreyta svefnrútúninni er t.d. hægt að fara að sofa korteri fyrr en venjulega. Í stað þess að byrja að hamast í ræktinni fimm daga í viku er hægt að fara út í stuttan göngutúr í hádeginu eða gera léttar teygjuæfingar eftir morgunmatinn. 2. Finndu núvitundaræfingu sem hentar þér Að stunda núvitund er áhrifarík leið til að njóta og varðveita góðar stundir og þrauka í gegnum erfiðar stundir. Hægt er að stunda núvitund á margan hátt; það sem virkar fyrir suma virkar kannski ekki fyrir aðra. Sumum hentar að gera öndunaræfingar á meðan öðrum gengur betur að fylgjast með hugsnunum sínum, án þess að dæma þær eða taka afstöðu til þeirra. Það getur virkað vel að prófa mismunandi hugleiðslur og halda sig síðan við það sem lætur manni líða vel. 3. Skapaðu stöðugleika Heimsfaraldurinn hefur tekið frá okkur tilfinninguna um fyrirsjáanleika, stöðugleika og rútínu, sem er eitthvað sem við flest þrífumst á. Því er mikilvægt að við sköpum okkur sjálf ákveðna rútínu sem við höldum okkur við, sama hvað dynur á. Partur af rútínunni gæti verið að fara að sofa á ákveðnum tíma á hverju kvöldi, fara í göngutúr á hverjum morgni eða verja uppbyggilegum tíma með fjölskyldunni við kvöldmatarborðið. Vertu viss um að það sem þú gerir næri þig og veiti þér gleði. 4. Takmarkaðu fréttainntöku Á fyrstu vikum faraldursins sátu flestir límdir við sjónvarpið og biðu eftir nýjustu smittölum. Í dag leitum við hugsanlega frekar að upplýsingum um virkni bóluefna og mótefnamælingar. Margar fréttir eru neikvæðar og skapa með okkur vonleysistilfinningu. Eitt af því besta sem við getum gert til að verjast faraldursþreytu er að takmarka fréttainntöku, t.d. með því að ákveða hvenær, hvar og hve lengi við skoðum fréttamiðla. Einnig er mikilvægt að sannreyna fréttir þannig að við fáum staðreyndirnar í málinu en ekki villandi eða misvísandi upplýsingar. 5. Iðkaðu þakklæti Streita og óvissa gera okkur stundum erfitt fyrir að sjá björtu hliðarnar. Þar kemur þakklætið sterkt inn. Að iðka þakklæti er frábær leið til að bera kennsl á og meta hið góða í lífinu. Þakklætisiðkun vekur með okkur jákvæðar tilfinningar. Jafnvel þó að dagurinn hafi verið erfiður er alltaf hægt að finna eitthvað sem maður getur verið þakklátur fyrir. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og stjórnarmaður í Félagi um jákvæða sálfræði.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun