Heimsmarkmiðin

Þroskahjálp í Malaví: Vilja auka samfélagsþáttöku fatlaðra í Mangochi

Heimsljós
Frá hægri, Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongwe, Sara Dögg Svanhildardóttir og Anna Lára Steindal frá Landsamtökum Þroskahjálpar ásamt sérkennslukennurum við Koche Primary School í Mangochi héraði í Malaví.
Frá hægri, Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongwe, Sara Dögg Svanhildardóttir og Anna Lára Steindal frá Landsamtökum Þroskahjálpar ásamt sérkennslukennurum við Koche Primary School í Mangochi héraði í Malaví.

Þroskahjálp fékk nýverið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að styðja við menntun og samfélagsþátttöku fatlaðra barna í Mangochi héraði í Malaví, samstarfshéraði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.

„Með heimsókn og nýju verkefni Þroskahjálpar í Mangochi héraði er bundin von við að hægt verði að auka framgang í málefnum fatlaðra í héraðinu en fatlað fólk í Malaví býr við einhverjar erfiðustu aðstæður sem hugsast getur. Fötluð börn eru gjarnan geymd heima, oft falin fyrir utanaðkomandi og fá ekki nær alltaf að fara í skóla, enda skólar alls vanbúnir að taka á móti þeim. Vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 hefur haft og mun hafa á efnahag þjóða má telja víst að staða fatlaðs fólks verði enn erfiðari þar eins og í öðrum,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe en fulltrúar landssamtakanna Þroskahjálpar og sendiráðsins hafa undanfarna viku heimsótt grunnskóla og leikskóla víðsvegar um Mangochi hérað í Malaví.

Þroskahjálp fékk nýverið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að styðja við menntun og samfélagsþátttöku fatlaðra barna í Mangochi héraði í Malaví, samstarfshéraði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Markmið verkefnisins er að auka möguleika fatlaðra barna til náms og þátttöku í samfélaginu og vinna að vitundarvakningu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en stjórnvöld í Malaví gerðust aðili að samningnum árið 2009.

Sendiráð Íslands í Lilongwe aðstoðaði starfsmenn Þroskahjálpar við skipulagningu funda og heimsókna í Lilongwe og Mangochi ásamt því að kynna starfsemi Íslands og héraðsyfirvalda í málefnum fatlaðra barna í Mangochi.

„Menntun er ein af meginstoðum við eflingu grunnþjónustu í Mangochi héraði í gegnum tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands og Malaví. Markmiðið er að efla grunnmenntun barna við 12 samstarfsskóla sem einnig felur í sér að bæta aðgengi fatlaðra barna að námstækifærum. Frá 2012 hefur Ísland í samstarfi við héraðsstjórnina Mangochi þjálfað ellefu kennara í sérkennslu fatlaðra barna en kennararnir styðja við um það bil 250 börn með sérþarfir í tveimur skólanna. Tólf salerni, eitt við hvern samstarfsskóla, hafa einnig verið reist en salernin eru sérstaklega útbúin fyrir fötluð börn,“ segir Inga Dóra.

Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×