Handbolti

Svava og Sigurlaug hita upp fyrir stórleikinn í Safamýrinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karen Knútsdóttir í baráttu við Mariam Eradze í leik Fram og Vals í Coca Cola-bikarnum fyrr í haust.
Karen Knútsdóttir í baráttu við Mariam Eradze í leik Fram og Vals í Coca Cola-bikarnum fyrr í haust. vísir/vilhelm

Svava Kristín Grétarsdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir hituðu upp fyrir 6. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í aukaþætti Seinni bylgjunnar.

Allir fjórir leikirnir í 6. umferðinni fara fram á morgun. Stórleikur umferðarinnar verður í Safamýrinni þar sem Fram tekur á móti Val. Þarna mætast liðin í 1. og 2. sæti Olís-deildarinnar og þau lið sem hafa verið þau sterkustu hér á landi undanfarin ár, eða þar til KA/Þór skaust fram á sjónarsviðið í fyrra.

Fram er á toppi deildarinnar með níu stig en Valur í 2. sætinu með átta stig. Valskonur eru með fullt hús stiga og eiga leik til góða á Fram.

Leikur Fram og Vals hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur Hauka og ÍBV sem hefst klukkan 14:00 verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 6. umferð Olís-deildar kvenna

Haukar hafa byrjað tímabilið vel og eru í 4. sæti deildarinnar með fimm stig. Á meðan er ÍBV í sjöunda og næstneðsta sætinu með fjögur stig.

Í fyrsta leik dagsins, klukkan 13:30, tekur HK á móti Stjörnunni. HK gerði jafntefli við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í síðustu umferð á meðan Stjarnan sótti sigur til Vestmannaeyja.

Klukkan 16:00 mætast svo KA/Þór og botnlið Aftureldingar. Akureyringar eru í 3. sæti deildarinnar með sjö stig en Mosfellingar bíða enn eftir sínu fyrsta stigi.

Leikirnir í 6. umferðinni.stöð 2 sport

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.