Stuðningur við fjölskyldur fólks með heilabilun Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling. Það skiptir líka miklu að huga að fjölskyldu þeirra sem fá heilabilun því þau eru líka að uplifa nýjan veruleika. Mikilvægt er að nýta alla þá möguleika sem til eru til að styðja við lífsgæði fólks og vellíðan og að þjónusta samfélagsins aðlagi sig að þörfum fjölskyldna. Þjónustan heim Undanfarin ár hefur það verið stefna stjórnvalda að færa þjónustu sem fólk kann að þurfa á að halda þegar það eldist eða veikist í auknu mæli heim til fólks. Í Reykjavík er félagsleg stuðningsþjónusta og heimahjúkrun samþætt þannig að sem heildstæðust þjónusta skapist. Með nýjum reglum um stuðningsþjónustu sem samþykktar voru á dögunum mun mat á þjónustuþörf verða einstaklingsmiðaðra en markmiðið með því er að leggja til hliðar áður notaða matskvarða og meta frekar í samtali við notanda þjónustunnar hvað hann vil eða þarf. Auk stuðningsþjónustu þess er þjónusta á borð við matarsendingar, félagsstarf, akstur, endurhæfing og hjúkrunar og nú nýjast er teymi sem kallað er Selma. Það samanstendur af hjúkrunarfræðingum og læknum og hefur það að markmiði að efla heilbrigðisþjónustu heim til þeirra sem fá heimahjúkrun. Þetta hefur fækkað komum á bráðamóttöku og aukið lífsgæði fólks. Velferðartæknilausnir geta stutt við sjálfstætt líf og hefur Reykjavíkurborg verið að prófa sig áfram með slíkt í Velferðartæknismiðju. Aðstandandi Að vera náinn aðstandanadi manneskju með heilabilun krefst alltaf einhverra breytinga og það getur verið krefjandi verkefni eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Stundum er um að ræða algjöra kúvendingu, jafnvel þannig að maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns. Stefna Reykjavíkurborgar er að standa betur með þessum fjölskyldum þar og því munum við setja í gang tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem við metum hvernig viðð getum best gert það. Verkefnið gengur út á að sérstakir starfsmenn heimaþjónustu veita stuðning inni á heimilinu, eitt til tvö skipti í viku, í 2-3 klukkustundir í senn, t.d. um kvöld og helgar í samræmi við þarfir heimilisins umfram þá þjónustu sem annars er í boði. Um leið og einstaklingurinn sem er með heilabilun fær stuðning gefst aðstandendum kostur á að fara út af heimilinu og sinna sínu, því það er einfaldlega mikilvægt. Með því móti væri verið að mæta þörf sem áður hefur ekki verið hægt að mæta með markvissum hætti af heimaþjónustu. Þetta er mikilvægt skref sem við erum að stíga og ég er sannfærð um að það mun sanna mikilvægi sitt og festast í sessi. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Eldri borgarar Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling. Það skiptir líka miklu að huga að fjölskyldu þeirra sem fá heilabilun því þau eru líka að uplifa nýjan veruleika. Mikilvægt er að nýta alla þá möguleika sem til eru til að styðja við lífsgæði fólks og vellíðan og að þjónusta samfélagsins aðlagi sig að þörfum fjölskyldna. Þjónustan heim Undanfarin ár hefur það verið stefna stjórnvalda að færa þjónustu sem fólk kann að þurfa á að halda þegar það eldist eða veikist í auknu mæli heim til fólks. Í Reykjavík er félagsleg stuðningsþjónusta og heimahjúkrun samþætt þannig að sem heildstæðust þjónusta skapist. Með nýjum reglum um stuðningsþjónustu sem samþykktar voru á dögunum mun mat á þjónustuþörf verða einstaklingsmiðaðra en markmiðið með því er að leggja til hliðar áður notaða matskvarða og meta frekar í samtali við notanda þjónustunnar hvað hann vil eða þarf. Auk stuðningsþjónustu þess er þjónusta á borð við matarsendingar, félagsstarf, akstur, endurhæfing og hjúkrunar og nú nýjast er teymi sem kallað er Selma. Það samanstendur af hjúkrunarfræðingum og læknum og hefur það að markmiði að efla heilbrigðisþjónustu heim til þeirra sem fá heimahjúkrun. Þetta hefur fækkað komum á bráðamóttöku og aukið lífsgæði fólks. Velferðartæknilausnir geta stutt við sjálfstætt líf og hefur Reykjavíkurborg verið að prófa sig áfram með slíkt í Velferðartæknismiðju. Aðstandandi Að vera náinn aðstandanadi manneskju með heilabilun krefst alltaf einhverra breytinga og það getur verið krefjandi verkefni eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Stundum er um að ræða algjöra kúvendingu, jafnvel þannig að maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns. Stefna Reykjavíkurborgar er að standa betur með þessum fjölskyldum þar og því munum við setja í gang tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem við metum hvernig viðð getum best gert það. Verkefnið gengur út á að sérstakir starfsmenn heimaþjónustu veita stuðning inni á heimilinu, eitt til tvö skipti í viku, í 2-3 klukkustundir í senn, t.d. um kvöld og helgar í samræmi við þarfir heimilisins umfram þá þjónustu sem annars er í boði. Um leið og einstaklingurinn sem er með heilabilun fær stuðning gefst aðstandendum kostur á að fara út af heimilinu og sinna sínu, því það er einfaldlega mikilvægt. Með því móti væri verið að mæta þörf sem áður hefur ekki verið hægt að mæta með markvissum hætti af heimaþjónustu. Þetta er mikilvægt skref sem við erum að stíga og ég er sannfærð um að það mun sanna mikilvægi sitt og festast í sessi. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun