Spilakassarnir blekkja Páll Heiðar Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 14:30 Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift. Sá sem hannar mest ávanabindandi spilakassann stendur sig best í sinni vinnu. Þeir eru byggðir upp á blekkingum og tálsýnum til að hafa af þér eins mikið fé og er mögulega hægt. Það er tilgangur og virkni þeirra. Skjár kassans lýsir ekki innri virkni hans, skjárinn er ekki að myndbirta það sem gerist innra með honum. Skjárinn er blekking. Þegar það virðist sem maður hafi „næstum unnið“ þá er það ekki svo heldur er markmiðið að láta þér líða þannig að „þetta sé alveg að koma“. Þú hefur enga stjórn á útkomunni, sama hvað þú gerir; sama hvort eða hvernig þú ýtir á skjáinn eftir að leikur er hafinn þá hefur það engin áhrif á útkomuna. Tilfinning um stjórnun er blekking. Líkurnar á vinningi eru ávallt þær sömu og þær eru þér ekki í hag. Tölvan reiknar einfaldlega tölu af handahófi með slembitölugjafa (e. random number generator) og það ákvarðar útkomuna í hvert sinn. Kassinn heldur ekki tölu um vinninga og tap, hann geymir ekki vinninga og er aldrei fullur eða tómur af peningum. Því hver leikur í kassanum er sjálfstæður leikur, óháður fyrri leikjum; það heitir „Sjálfstæði atburða“. Því færist maður aldrei nær vinningum, það er blekking. Hann er samt hannaður til að láta þig halda að þú getir með einhverju móti haft áhrif á útkomuna; það heitir „Tálsýnin um stjórn“. Fjárhættuspil eru ávallt sett upp út frá þessum tveimur reglum: Að hver leikur sé sjálfstæður atburður, óháður fyrri leikjum og að þú hafir enga stjórn á útkomunni. Annars væru það ekki fjárhættuspil og þá væri hægt að læra að græða á þeim. Þá væri skynsamlegt að stunda fjárhættuspil og naskur leikmaður gæti grætt á þeim með því að beita réttri aðferð. Það er hins vegar ekki svo, hönnuðir spilakassanna sjá til þess. Ef þú vilt hætta að spila: spilavandi@saa.is, s. 530-7600. Ef þú ert aðstandandi einstaklings með spilavanda: fjolskylda@saa.is, s. 530-7600. Fyrir aðstandendur yngri en 18 ára, sálfræðiþjónusta barna: s. 530-7600. Höfundur er sálfræðingur hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift. Sá sem hannar mest ávanabindandi spilakassann stendur sig best í sinni vinnu. Þeir eru byggðir upp á blekkingum og tálsýnum til að hafa af þér eins mikið fé og er mögulega hægt. Það er tilgangur og virkni þeirra. Skjár kassans lýsir ekki innri virkni hans, skjárinn er ekki að myndbirta það sem gerist innra með honum. Skjárinn er blekking. Þegar það virðist sem maður hafi „næstum unnið“ þá er það ekki svo heldur er markmiðið að láta þér líða þannig að „þetta sé alveg að koma“. Þú hefur enga stjórn á útkomunni, sama hvað þú gerir; sama hvort eða hvernig þú ýtir á skjáinn eftir að leikur er hafinn þá hefur það engin áhrif á útkomuna. Tilfinning um stjórnun er blekking. Líkurnar á vinningi eru ávallt þær sömu og þær eru þér ekki í hag. Tölvan reiknar einfaldlega tölu af handahófi með slembitölugjafa (e. random number generator) og það ákvarðar útkomuna í hvert sinn. Kassinn heldur ekki tölu um vinninga og tap, hann geymir ekki vinninga og er aldrei fullur eða tómur af peningum. Því hver leikur í kassanum er sjálfstæður leikur, óháður fyrri leikjum; það heitir „Sjálfstæði atburða“. Því færist maður aldrei nær vinningum, það er blekking. Hann er samt hannaður til að láta þig halda að þú getir með einhverju móti haft áhrif á útkomuna; það heitir „Tálsýnin um stjórn“. Fjárhættuspil eru ávallt sett upp út frá þessum tveimur reglum: Að hver leikur sé sjálfstæður atburður, óháður fyrri leikjum og að þú hafir enga stjórn á útkomunni. Annars væru það ekki fjárhættuspil og þá væri hægt að læra að græða á þeim. Þá væri skynsamlegt að stunda fjárhættuspil og naskur leikmaður gæti grætt á þeim með því að beita réttri aðferð. Það er hins vegar ekki svo, hönnuðir spilakassanna sjá til þess. Ef þú vilt hætta að spila: spilavandi@saa.is, s. 530-7600. Ef þú ert aðstandandi einstaklings með spilavanda: fjolskylda@saa.is, s. 530-7600. Fyrir aðstandendur yngri en 18 ára, sálfræðiþjónusta barna: s. 530-7600. Höfundur er sálfræðingur hjá SÁÁ.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar