Sjálfbærniupplýsingagjöf og strandaðar eignir Eva Margrét Ævarsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:31 Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga. Athyglin beinist nú einkum að loftslagstengdum áhættum en afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig leitt í ljós nýjar áhættur. Fjárfestar þurfa því að fá betri upplýsingar um sjálfbærniáhættur fyrirtækja, hvort regluleg áhættugreining eigi sér stað og hvernig fyrirtæki stýri þessari áhættu. Krafa um gegnsæi hefur aukist. Hvaða upplýsingar skipta máli? Sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja er nú einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru við mat á því hvort fjárfesta eigi í fyrirtæki. Þetta geta bæði verið upplýsingar sem fyrirtækin birta sjálf í sjálfbærniskýrslum en einnig upplýsingar sem aflað er með öðrum hætti. Mikilvægisgreiningum er beitt en þær eru nýttar til að skoða hvort fyrirtæki séu að vinna með og upplýsa um sjálfbærniþætti sem skipta máli fyrir starfsemi þess. Slíkar greiningar geta gefið góða mynd af því hvort fyrirtæki séu að leggja áherslu á þá þætti sem skipta máli í sjálfbærnivinnu þeirra og jafnvel hvort eignum í eignasafni þeirra bíði þau örlög að stranda – þ.e. verða verðlausar vegna tækniframfara. Núverandi framkvæmd Ýmis íslensk fyrirtæki hafa birt sjálfbærniupplýsingar á síðustu árum, mörg þeirra hafa hafið þá vinnu í tengslum við skyldu til að uppfylla ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sú skylda var leidd í lög í tengslum við innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu árið 2016. Ákvæðið er nokkuð opið og fyrirtækjum gefinn breiður rammi um upplýsingagjöfina. Ýmis viðmið og staðlar hafa þróast sem fyrirtæki hafa getað valið um til að nýta við upplýsingagjöf sína. Þannig hafa fyrirtæki hér á landi ýmist notað staðla Global Reporting Initiative (GRI), UFS viðmið Nasdaq og/eða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Enn fleiri viðmið og staðlar eru til og hafa verið í þróun síðustu ár og hafa t.d. meðmæli TCFD um upplýsingagjöf í tengslum við loftslagsmál verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Breytingar á upplýsingagjöf með nýjum reglum ESB Nýlega kynnti ESB drög að breytingum á tilskipuninni sem endurspegla auknar kröfur og breyttar áherslur. Helstu breytingar sem hin nýja tilskipun leggur til eru eftirfarandi: Fjölgun fyrirtækja sem falla undir reglurnar (úr 11.000 í 49.000 fyrirtæki). Innleitt er hugtakið tvöföld mikilvægisgreining. Það felur í sér að fyrirtæki skuli birta upplýsingar um hvernig sjálfbærniþættir geta haft áhrif á fyrirtækið (áhrif inn á við) og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skilja áhrif fyrirtækisins á umhverfi sitt og samfélag (áhrif út á við). Fyrirtæki skulu birta sjálfbærniupplýsingar í samræmi við nýja sjálfbærnistaðla ESB. EFRAG, Evrópsk ráðgjafarnefnd um reikningsskil, hefur hafið vinnu við gerð slíkra staðla. Hefur verið gefið út að stórum fyrirtækjum verði skylt að nýta staðlana við upplýsingagjöf sína. Tekið verður mið af þeim stöðlum sem fyrirtæki hafa verið að nýta, t.d. GRI, Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og meðmæli TCFD, en hinir nýju staðlar munu einnig nýta flokkunarreglugerð ESB (e. EU taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf í fjármálageiranum (báðar bíða innleiðingar hér á landi). Staðfesting (e. assurance) þriðja aðila á áreiðanleika upplýsinganna verður skylda. Enn á eftir að koma í ljós hversu ítarleg slík staðfesting verður og er almennt ekki reiknað með að hún sé jafn ítarleg og endurskoðun fjárhagslegra upplýsinga. Sjálfbærniupplýsingarnar skulu vera hluti af skýrslu stjórnar en ekki í sérstakri sjálfbærniskýrslu (eins og nú er heimilt). Sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar skulu því birtar á sama tíma. Upplýsingarnar skulu jafnframt vera vél-læsilegar (e. machine readable) og hægt að mata þær inn í evrópskan gagnagrunn (European Single Access point). Mikil vinna og samráð á sér nú stað við þróun og aðlögun reglnanna. Markmiðið er m.a. að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja þannig að fullnægjandi upplýsingar um sjálfbærniáhættur þeirra séu fyrir hendi, auðvelda samanburð slíkra upplýsinga og gera þær aðgengilegar. Höfundur leiðir ráðgjöf í sjálfbærni hjá LEX Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga. Athyglin beinist nú einkum að loftslagstengdum áhættum en afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig leitt í ljós nýjar áhættur. Fjárfestar þurfa því að fá betri upplýsingar um sjálfbærniáhættur fyrirtækja, hvort regluleg áhættugreining eigi sér stað og hvernig fyrirtæki stýri þessari áhættu. Krafa um gegnsæi hefur aukist. Hvaða upplýsingar skipta máli? Sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja er nú einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru við mat á því hvort fjárfesta eigi í fyrirtæki. Þetta geta bæði verið upplýsingar sem fyrirtækin birta sjálf í sjálfbærniskýrslum en einnig upplýsingar sem aflað er með öðrum hætti. Mikilvægisgreiningum er beitt en þær eru nýttar til að skoða hvort fyrirtæki séu að vinna með og upplýsa um sjálfbærniþætti sem skipta máli fyrir starfsemi þess. Slíkar greiningar geta gefið góða mynd af því hvort fyrirtæki séu að leggja áherslu á þá þætti sem skipta máli í sjálfbærnivinnu þeirra og jafnvel hvort eignum í eignasafni þeirra bíði þau örlög að stranda – þ.e. verða verðlausar vegna tækniframfara. Núverandi framkvæmd Ýmis íslensk fyrirtæki hafa birt sjálfbærniupplýsingar á síðustu árum, mörg þeirra hafa hafið þá vinnu í tengslum við skyldu til að uppfylla ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sú skylda var leidd í lög í tengslum við innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu árið 2016. Ákvæðið er nokkuð opið og fyrirtækjum gefinn breiður rammi um upplýsingagjöfina. Ýmis viðmið og staðlar hafa þróast sem fyrirtæki hafa getað valið um til að nýta við upplýsingagjöf sína. Þannig hafa fyrirtæki hér á landi ýmist notað staðla Global Reporting Initiative (GRI), UFS viðmið Nasdaq og/eða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Enn fleiri viðmið og staðlar eru til og hafa verið í þróun síðustu ár og hafa t.d. meðmæli TCFD um upplýsingagjöf í tengslum við loftslagsmál verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Breytingar á upplýsingagjöf með nýjum reglum ESB Nýlega kynnti ESB drög að breytingum á tilskipuninni sem endurspegla auknar kröfur og breyttar áherslur. Helstu breytingar sem hin nýja tilskipun leggur til eru eftirfarandi: Fjölgun fyrirtækja sem falla undir reglurnar (úr 11.000 í 49.000 fyrirtæki). Innleitt er hugtakið tvöföld mikilvægisgreining. Það felur í sér að fyrirtæki skuli birta upplýsingar um hvernig sjálfbærniþættir geta haft áhrif á fyrirtækið (áhrif inn á við) og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skilja áhrif fyrirtækisins á umhverfi sitt og samfélag (áhrif út á við). Fyrirtæki skulu birta sjálfbærniupplýsingar í samræmi við nýja sjálfbærnistaðla ESB. EFRAG, Evrópsk ráðgjafarnefnd um reikningsskil, hefur hafið vinnu við gerð slíkra staðla. Hefur verið gefið út að stórum fyrirtækjum verði skylt að nýta staðlana við upplýsingagjöf sína. Tekið verður mið af þeim stöðlum sem fyrirtæki hafa verið að nýta, t.d. GRI, Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og meðmæli TCFD, en hinir nýju staðlar munu einnig nýta flokkunarreglugerð ESB (e. EU taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf í fjármálageiranum (báðar bíða innleiðingar hér á landi). Staðfesting (e. assurance) þriðja aðila á áreiðanleika upplýsinganna verður skylda. Enn á eftir að koma í ljós hversu ítarleg slík staðfesting verður og er almennt ekki reiknað með að hún sé jafn ítarleg og endurskoðun fjárhagslegra upplýsinga. Sjálfbærniupplýsingarnar skulu vera hluti af skýrslu stjórnar en ekki í sérstakri sjálfbærniskýrslu (eins og nú er heimilt). Sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar skulu því birtar á sama tíma. Upplýsingarnar skulu jafnframt vera vél-læsilegar (e. machine readable) og hægt að mata þær inn í evrópskan gagnagrunn (European Single Access point). Mikil vinna og samráð á sér nú stað við þróun og aðlögun reglnanna. Markmiðið er m.a. að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja þannig að fullnægjandi upplýsingar um sjálfbærniáhættur þeirra séu fyrir hendi, auðvelda samanburð slíkra upplýsinga og gera þær aðgengilegar. Höfundur leiðir ráðgjöf í sjálfbærni hjá LEX Lögmannsstofu.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun