Sjálfbærniupplýsingagjöf og strandaðar eignir Eva Margrét Ævarsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:31 Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga. Athyglin beinist nú einkum að loftslagstengdum áhættum en afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig leitt í ljós nýjar áhættur. Fjárfestar þurfa því að fá betri upplýsingar um sjálfbærniáhættur fyrirtækja, hvort regluleg áhættugreining eigi sér stað og hvernig fyrirtæki stýri þessari áhættu. Krafa um gegnsæi hefur aukist. Hvaða upplýsingar skipta máli? Sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja er nú einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru við mat á því hvort fjárfesta eigi í fyrirtæki. Þetta geta bæði verið upplýsingar sem fyrirtækin birta sjálf í sjálfbærniskýrslum en einnig upplýsingar sem aflað er með öðrum hætti. Mikilvægisgreiningum er beitt en þær eru nýttar til að skoða hvort fyrirtæki séu að vinna með og upplýsa um sjálfbærniþætti sem skipta máli fyrir starfsemi þess. Slíkar greiningar geta gefið góða mynd af því hvort fyrirtæki séu að leggja áherslu á þá þætti sem skipta máli í sjálfbærnivinnu þeirra og jafnvel hvort eignum í eignasafni þeirra bíði þau örlög að stranda – þ.e. verða verðlausar vegna tækniframfara. Núverandi framkvæmd Ýmis íslensk fyrirtæki hafa birt sjálfbærniupplýsingar á síðustu árum, mörg þeirra hafa hafið þá vinnu í tengslum við skyldu til að uppfylla ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sú skylda var leidd í lög í tengslum við innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu árið 2016. Ákvæðið er nokkuð opið og fyrirtækjum gefinn breiður rammi um upplýsingagjöfina. Ýmis viðmið og staðlar hafa þróast sem fyrirtæki hafa getað valið um til að nýta við upplýsingagjöf sína. Þannig hafa fyrirtæki hér á landi ýmist notað staðla Global Reporting Initiative (GRI), UFS viðmið Nasdaq og/eða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Enn fleiri viðmið og staðlar eru til og hafa verið í þróun síðustu ár og hafa t.d. meðmæli TCFD um upplýsingagjöf í tengslum við loftslagsmál verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Breytingar á upplýsingagjöf með nýjum reglum ESB Nýlega kynnti ESB drög að breytingum á tilskipuninni sem endurspegla auknar kröfur og breyttar áherslur. Helstu breytingar sem hin nýja tilskipun leggur til eru eftirfarandi: Fjölgun fyrirtækja sem falla undir reglurnar (úr 11.000 í 49.000 fyrirtæki). Innleitt er hugtakið tvöföld mikilvægisgreining. Það felur í sér að fyrirtæki skuli birta upplýsingar um hvernig sjálfbærniþættir geta haft áhrif á fyrirtækið (áhrif inn á við) og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skilja áhrif fyrirtækisins á umhverfi sitt og samfélag (áhrif út á við). Fyrirtæki skulu birta sjálfbærniupplýsingar í samræmi við nýja sjálfbærnistaðla ESB. EFRAG, Evrópsk ráðgjafarnefnd um reikningsskil, hefur hafið vinnu við gerð slíkra staðla. Hefur verið gefið út að stórum fyrirtækjum verði skylt að nýta staðlana við upplýsingagjöf sína. Tekið verður mið af þeim stöðlum sem fyrirtæki hafa verið að nýta, t.d. GRI, Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og meðmæli TCFD, en hinir nýju staðlar munu einnig nýta flokkunarreglugerð ESB (e. EU taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf í fjármálageiranum (báðar bíða innleiðingar hér á landi). Staðfesting (e. assurance) þriðja aðila á áreiðanleika upplýsinganna verður skylda. Enn á eftir að koma í ljós hversu ítarleg slík staðfesting verður og er almennt ekki reiknað með að hún sé jafn ítarleg og endurskoðun fjárhagslegra upplýsinga. Sjálfbærniupplýsingarnar skulu vera hluti af skýrslu stjórnar en ekki í sérstakri sjálfbærniskýrslu (eins og nú er heimilt). Sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar skulu því birtar á sama tíma. Upplýsingarnar skulu jafnframt vera vél-læsilegar (e. machine readable) og hægt að mata þær inn í evrópskan gagnagrunn (European Single Access point). Mikil vinna og samráð á sér nú stað við þróun og aðlögun reglnanna. Markmiðið er m.a. að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja þannig að fullnægjandi upplýsingar um sjálfbærniáhættur þeirra séu fyrir hendi, auðvelda samanburð slíkra upplýsinga og gera þær aðgengilegar. Höfundur leiðir ráðgjöf í sjálfbærni hjá LEX Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga. Athyglin beinist nú einkum að loftslagstengdum áhættum en afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig leitt í ljós nýjar áhættur. Fjárfestar þurfa því að fá betri upplýsingar um sjálfbærniáhættur fyrirtækja, hvort regluleg áhættugreining eigi sér stað og hvernig fyrirtæki stýri þessari áhættu. Krafa um gegnsæi hefur aukist. Hvaða upplýsingar skipta máli? Sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja er nú einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru við mat á því hvort fjárfesta eigi í fyrirtæki. Þetta geta bæði verið upplýsingar sem fyrirtækin birta sjálf í sjálfbærniskýrslum en einnig upplýsingar sem aflað er með öðrum hætti. Mikilvægisgreiningum er beitt en þær eru nýttar til að skoða hvort fyrirtæki séu að vinna með og upplýsa um sjálfbærniþætti sem skipta máli fyrir starfsemi þess. Slíkar greiningar geta gefið góða mynd af því hvort fyrirtæki séu að leggja áherslu á þá þætti sem skipta máli í sjálfbærnivinnu þeirra og jafnvel hvort eignum í eignasafni þeirra bíði þau örlög að stranda – þ.e. verða verðlausar vegna tækniframfara. Núverandi framkvæmd Ýmis íslensk fyrirtæki hafa birt sjálfbærniupplýsingar á síðustu árum, mörg þeirra hafa hafið þá vinnu í tengslum við skyldu til að uppfylla ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sú skylda var leidd í lög í tengslum við innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu árið 2016. Ákvæðið er nokkuð opið og fyrirtækjum gefinn breiður rammi um upplýsingagjöfina. Ýmis viðmið og staðlar hafa þróast sem fyrirtæki hafa getað valið um til að nýta við upplýsingagjöf sína. Þannig hafa fyrirtæki hér á landi ýmist notað staðla Global Reporting Initiative (GRI), UFS viðmið Nasdaq og/eða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Enn fleiri viðmið og staðlar eru til og hafa verið í þróun síðustu ár og hafa t.d. meðmæli TCFD um upplýsingagjöf í tengslum við loftslagsmál verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Breytingar á upplýsingagjöf með nýjum reglum ESB Nýlega kynnti ESB drög að breytingum á tilskipuninni sem endurspegla auknar kröfur og breyttar áherslur. Helstu breytingar sem hin nýja tilskipun leggur til eru eftirfarandi: Fjölgun fyrirtækja sem falla undir reglurnar (úr 11.000 í 49.000 fyrirtæki). Innleitt er hugtakið tvöföld mikilvægisgreining. Það felur í sér að fyrirtæki skuli birta upplýsingar um hvernig sjálfbærniþættir geta haft áhrif á fyrirtækið (áhrif inn á við) og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skilja áhrif fyrirtækisins á umhverfi sitt og samfélag (áhrif út á við). Fyrirtæki skulu birta sjálfbærniupplýsingar í samræmi við nýja sjálfbærnistaðla ESB. EFRAG, Evrópsk ráðgjafarnefnd um reikningsskil, hefur hafið vinnu við gerð slíkra staðla. Hefur verið gefið út að stórum fyrirtækjum verði skylt að nýta staðlana við upplýsingagjöf sína. Tekið verður mið af þeim stöðlum sem fyrirtæki hafa verið að nýta, t.d. GRI, Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og meðmæli TCFD, en hinir nýju staðlar munu einnig nýta flokkunarreglugerð ESB (e. EU taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf í fjármálageiranum (báðar bíða innleiðingar hér á landi). Staðfesting (e. assurance) þriðja aðila á áreiðanleika upplýsinganna verður skylda. Enn á eftir að koma í ljós hversu ítarleg slík staðfesting verður og er almennt ekki reiknað með að hún sé jafn ítarleg og endurskoðun fjárhagslegra upplýsinga. Sjálfbærniupplýsingarnar skulu vera hluti af skýrslu stjórnar en ekki í sérstakri sjálfbærniskýrslu (eins og nú er heimilt). Sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar skulu því birtar á sama tíma. Upplýsingarnar skulu jafnframt vera vél-læsilegar (e. machine readable) og hægt að mata þær inn í evrópskan gagnagrunn (European Single Access point). Mikil vinna og samráð á sér nú stað við þróun og aðlögun reglnanna. Markmiðið er m.a. að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja þannig að fullnægjandi upplýsingar um sjálfbærniáhættur þeirra séu fyrir hendi, auðvelda samanburð slíkra upplýsinga og gera þær aðgengilegar. Höfundur leiðir ráðgjöf í sjálfbærni hjá LEX Lögmannsstofu.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun