Sjálfbærniupplýsingagjöf og strandaðar eignir Eva Margrét Ævarsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:31 Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga. Athyglin beinist nú einkum að loftslagstengdum áhættum en afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig leitt í ljós nýjar áhættur. Fjárfestar þurfa því að fá betri upplýsingar um sjálfbærniáhættur fyrirtækja, hvort regluleg áhættugreining eigi sér stað og hvernig fyrirtæki stýri þessari áhættu. Krafa um gegnsæi hefur aukist. Hvaða upplýsingar skipta máli? Sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja er nú einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru við mat á því hvort fjárfesta eigi í fyrirtæki. Þetta geta bæði verið upplýsingar sem fyrirtækin birta sjálf í sjálfbærniskýrslum en einnig upplýsingar sem aflað er með öðrum hætti. Mikilvægisgreiningum er beitt en þær eru nýttar til að skoða hvort fyrirtæki séu að vinna með og upplýsa um sjálfbærniþætti sem skipta máli fyrir starfsemi þess. Slíkar greiningar geta gefið góða mynd af því hvort fyrirtæki séu að leggja áherslu á þá þætti sem skipta máli í sjálfbærnivinnu þeirra og jafnvel hvort eignum í eignasafni þeirra bíði þau örlög að stranda – þ.e. verða verðlausar vegna tækniframfara. Núverandi framkvæmd Ýmis íslensk fyrirtæki hafa birt sjálfbærniupplýsingar á síðustu árum, mörg þeirra hafa hafið þá vinnu í tengslum við skyldu til að uppfylla ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sú skylda var leidd í lög í tengslum við innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu árið 2016. Ákvæðið er nokkuð opið og fyrirtækjum gefinn breiður rammi um upplýsingagjöfina. Ýmis viðmið og staðlar hafa þróast sem fyrirtæki hafa getað valið um til að nýta við upplýsingagjöf sína. Þannig hafa fyrirtæki hér á landi ýmist notað staðla Global Reporting Initiative (GRI), UFS viðmið Nasdaq og/eða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Enn fleiri viðmið og staðlar eru til og hafa verið í þróun síðustu ár og hafa t.d. meðmæli TCFD um upplýsingagjöf í tengslum við loftslagsmál verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Breytingar á upplýsingagjöf með nýjum reglum ESB Nýlega kynnti ESB drög að breytingum á tilskipuninni sem endurspegla auknar kröfur og breyttar áherslur. Helstu breytingar sem hin nýja tilskipun leggur til eru eftirfarandi: Fjölgun fyrirtækja sem falla undir reglurnar (úr 11.000 í 49.000 fyrirtæki). Innleitt er hugtakið tvöföld mikilvægisgreining. Það felur í sér að fyrirtæki skuli birta upplýsingar um hvernig sjálfbærniþættir geta haft áhrif á fyrirtækið (áhrif inn á við) og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skilja áhrif fyrirtækisins á umhverfi sitt og samfélag (áhrif út á við). Fyrirtæki skulu birta sjálfbærniupplýsingar í samræmi við nýja sjálfbærnistaðla ESB. EFRAG, Evrópsk ráðgjafarnefnd um reikningsskil, hefur hafið vinnu við gerð slíkra staðla. Hefur verið gefið út að stórum fyrirtækjum verði skylt að nýta staðlana við upplýsingagjöf sína. Tekið verður mið af þeim stöðlum sem fyrirtæki hafa verið að nýta, t.d. GRI, Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og meðmæli TCFD, en hinir nýju staðlar munu einnig nýta flokkunarreglugerð ESB (e. EU taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf í fjármálageiranum (báðar bíða innleiðingar hér á landi). Staðfesting (e. assurance) þriðja aðila á áreiðanleika upplýsinganna verður skylda. Enn á eftir að koma í ljós hversu ítarleg slík staðfesting verður og er almennt ekki reiknað með að hún sé jafn ítarleg og endurskoðun fjárhagslegra upplýsinga. Sjálfbærniupplýsingarnar skulu vera hluti af skýrslu stjórnar en ekki í sérstakri sjálfbærniskýrslu (eins og nú er heimilt). Sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar skulu því birtar á sama tíma. Upplýsingarnar skulu jafnframt vera vél-læsilegar (e. machine readable) og hægt að mata þær inn í evrópskan gagnagrunn (European Single Access point). Mikil vinna og samráð á sér nú stað við þróun og aðlögun reglnanna. Markmiðið er m.a. að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja þannig að fullnægjandi upplýsingar um sjálfbærniáhættur þeirra séu fyrir hendi, auðvelda samanburð slíkra upplýsinga og gera þær aðgengilegar. Höfundur leiðir ráðgjöf í sjálfbærni hjá LEX Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga. Athyglin beinist nú einkum að loftslagstengdum áhættum en afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig leitt í ljós nýjar áhættur. Fjárfestar þurfa því að fá betri upplýsingar um sjálfbærniáhættur fyrirtækja, hvort regluleg áhættugreining eigi sér stað og hvernig fyrirtæki stýri þessari áhættu. Krafa um gegnsæi hefur aukist. Hvaða upplýsingar skipta máli? Sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja er nú einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru við mat á því hvort fjárfesta eigi í fyrirtæki. Þetta geta bæði verið upplýsingar sem fyrirtækin birta sjálf í sjálfbærniskýrslum en einnig upplýsingar sem aflað er með öðrum hætti. Mikilvægisgreiningum er beitt en þær eru nýttar til að skoða hvort fyrirtæki séu að vinna með og upplýsa um sjálfbærniþætti sem skipta máli fyrir starfsemi þess. Slíkar greiningar geta gefið góða mynd af því hvort fyrirtæki séu að leggja áherslu á þá þætti sem skipta máli í sjálfbærnivinnu þeirra og jafnvel hvort eignum í eignasafni þeirra bíði þau örlög að stranda – þ.e. verða verðlausar vegna tækniframfara. Núverandi framkvæmd Ýmis íslensk fyrirtæki hafa birt sjálfbærniupplýsingar á síðustu árum, mörg þeirra hafa hafið þá vinnu í tengslum við skyldu til að uppfylla ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sú skylda var leidd í lög í tengslum við innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu árið 2016. Ákvæðið er nokkuð opið og fyrirtækjum gefinn breiður rammi um upplýsingagjöfina. Ýmis viðmið og staðlar hafa þróast sem fyrirtæki hafa getað valið um til að nýta við upplýsingagjöf sína. Þannig hafa fyrirtæki hér á landi ýmist notað staðla Global Reporting Initiative (GRI), UFS viðmið Nasdaq og/eða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Enn fleiri viðmið og staðlar eru til og hafa verið í þróun síðustu ár og hafa t.d. meðmæli TCFD um upplýsingagjöf í tengslum við loftslagsmál verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Breytingar á upplýsingagjöf með nýjum reglum ESB Nýlega kynnti ESB drög að breytingum á tilskipuninni sem endurspegla auknar kröfur og breyttar áherslur. Helstu breytingar sem hin nýja tilskipun leggur til eru eftirfarandi: Fjölgun fyrirtækja sem falla undir reglurnar (úr 11.000 í 49.000 fyrirtæki). Innleitt er hugtakið tvöföld mikilvægisgreining. Það felur í sér að fyrirtæki skuli birta upplýsingar um hvernig sjálfbærniþættir geta haft áhrif á fyrirtækið (áhrif inn á við) og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skilja áhrif fyrirtækisins á umhverfi sitt og samfélag (áhrif út á við). Fyrirtæki skulu birta sjálfbærniupplýsingar í samræmi við nýja sjálfbærnistaðla ESB. EFRAG, Evrópsk ráðgjafarnefnd um reikningsskil, hefur hafið vinnu við gerð slíkra staðla. Hefur verið gefið út að stórum fyrirtækjum verði skylt að nýta staðlana við upplýsingagjöf sína. Tekið verður mið af þeim stöðlum sem fyrirtæki hafa verið að nýta, t.d. GRI, Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og meðmæli TCFD, en hinir nýju staðlar munu einnig nýta flokkunarreglugerð ESB (e. EU taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf í fjármálageiranum (báðar bíða innleiðingar hér á landi). Staðfesting (e. assurance) þriðja aðila á áreiðanleika upplýsinganna verður skylda. Enn á eftir að koma í ljós hversu ítarleg slík staðfesting verður og er almennt ekki reiknað með að hún sé jafn ítarleg og endurskoðun fjárhagslegra upplýsinga. Sjálfbærniupplýsingarnar skulu vera hluti af skýrslu stjórnar en ekki í sérstakri sjálfbærniskýrslu (eins og nú er heimilt). Sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar skulu því birtar á sama tíma. Upplýsingarnar skulu jafnframt vera vél-læsilegar (e. machine readable) og hægt að mata þær inn í evrópskan gagnagrunn (European Single Access point). Mikil vinna og samráð á sér nú stað við þróun og aðlögun reglnanna. Markmiðið er m.a. að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja þannig að fullnægjandi upplýsingar um sjálfbærniáhættur þeirra séu fyrir hendi, auðvelda samanburð slíkra upplýsinga og gera þær aðgengilegar. Höfundur leiðir ráðgjöf í sjálfbærni hjá LEX Lögmannsstofu.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar