Fjöregg þjóðar er framtíð hennar Magnús Þór Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 07:30 Farsæld hverrar þjóðar býr í nútímanum og því samfélagi sem hún býr sér en fjöreggið er alltaf það hvernig grunnur er lagður til vaxtar í framtíðinni. L ykilfólk í því verkefni eru kennarar. Samfélagið hefur á síðustu misserum orðið enn frekar vart við mikilvægi kennarastarfsins enda hafa kennarar verið sannarlega réttnefnd framlínustétt sem ásamt fleirum stóðu vaktina, standa enn, í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Framlínustéttin kennarar varð auðvitað ekkert til í þeim slag. Íslenskir kennarar ólíkra skólagerða hafa alltaf verið lykilfólk í sínum samfélögum, bæði í heildina séð og ekki síður í hverju nærsamfélagi fyrir sig, og lagt hjarta sitt og sál í það verkefni að fræða nemendur sína og byggja þau upp sem einstaklinga. Leikskólinn byggir upp þroska barna í frumbernsku og sinnir afar mikilvægu hlutverki á mikilvægum mótunarárum þeirra, og þegar líður að útskrift þaðan hafa nemendur fengið undirbúning fyrir hefðbundnara nám. Leikskólinn er svo sannarlega fyrsta skólastigið og við þurfum að sýna fram á það í orði en ekki bara borði, viðurkenning í lögum 2008 virðist stundum lúta í lægra haldi fyrir endalausum þjónustukröfum um aukinn vistunartíma barna sem ganga langt fram úr eðlilegum kröfum um skólastarf. Þegar nemandinn kemur upp í grunnskólann er eðlileg krafa að hver einstaklingur fái að njóta sín hin og það sem hver einasti kennari leggur upp með í vinnu sinni. Metnaðarfullur kennari vill öllum sínum nemendum það besta og þegar hann fær þær bjargir sem nýtast til að mæta ólíkum þörfum nemenda þá skilar hann því gæðanámi sem er óskað. Því miður hefur vantað töluvert upp á að þær bjargir hafi fengið hljómgrunn á meðal þeirra sem sjá um að útdeila fjármagni til grunnskólans. Íslenskir framhaldsskólar hafa undanfarin ár tekið á móti stöðugt hærra hlutfalli íslenskra ungmenna og nú heyrir það til undantekninga ef að 16 ára einstaklingur hefur ekki nám í framhaldsskóla að hausti eftir grunnskólalok. Skólarnir hafa brugðist við því með aðdáunarverðum hætti, íslensk framhaldsskólaflóra er orðin ansi fjölbreytt og mikil áhersla lögð á framboð á námi við hæfi hvers og eins. Innan skólanna leggja kennarar og stjórnendur mikið á sig í þá átt að koma til móts við óskir nemenda þó svo sannarlega séu sóknarfæri þegar kemur að aukinni stoðþjónustu innan framhaldskólans. Einnig er hægt að gera betur þegar við horfum til hópastærða. Það þarf sérstaklega að horfa til þess hvernig hægt er að styðja við námsáfanga sem kalla á sérhæfingu sem leiðir til lítilla hópa, þeir hópar eiga undir högg að sækja í mörgum framhaldsskólum. Meðfram þessum skólagerðum þremur starfa tónlistarskólar og tónlistarkennarar, en tónlistarnám verður stöðugt vinsælla. Tónlistin er dásamleg leið til að virkja sköpunarkraft ungmenna og menningarhlutverk sem þarf að hlúa að, og margsannað að samstarf og samþætting skólastarfs í tónlistarskólum og hefðbundna skólakerfinu styður við heildstæðari þroska og menntun nemenda. Fagmennska íslenska tónlistarkennara er svo sannarlega til fyrirmyndar en við þurfum að búa þeim þær aðstæður sem auka veg kennslunnar, hvort sem horft er til húsnæðis fyrir kennsluna eða möguleikana til að sýna afrakstur námsins. Í öllum skólagerðum er lykilfólkið kennararnir. Framlínustarfsmennirnir sem fá það fjöregg í hendur að taka á móti ómálga einstaklingum inn í sína skóla og leiða viðkomandi á næstu áratugum í þá átt sem hver og einn þarf að feta í átt að því að hámarka sína hæfileika og takast að skólagöngu lokinni á við það verkefni að byggja upp líf sitt og þar með framtíðarsamfélag sitt og annarra. Það eru þessir einstaklingar sem eru fjöregg hvers samfélags og þeim er svo sannarlega búinn góður staður í höndum íslenskra kennara. Það kom okkur sem inni í kerfinu störfum því nákvæmlega ekkert á óvart að kennarastéttin stæði keik og heil undir því verkefni að vera skipað til framlínustarfa í Covid faraldrinum nú nýverið. Í framlínunni eru kennarar í essinu sínu, þar starfa þeir alla daga ársins með framtíð samfélagsins í höndunum. Þar höfum við staðið og munum standa áfram, stolt af verkefnum okkar og vinnustöðum. Á næstu árum eru miklir möguleikar fólgnir í því að styrkja enn starfsumhverfi íslenskra skóla og með kennara í lykilhlutverkum í því starfi munu gæði íslensks skólakerfis enn aukast. Við skulum hlúa vel að fjöregginu okkar. Það mun búa landinu okkar enn bjartari framtíð! Höfundur er frambjóðandi til formanns KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagasamtök Magnús Þór Jónsson Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Farsæld hverrar þjóðar býr í nútímanum og því samfélagi sem hún býr sér en fjöreggið er alltaf það hvernig grunnur er lagður til vaxtar í framtíðinni. L ykilfólk í því verkefni eru kennarar. Samfélagið hefur á síðustu misserum orðið enn frekar vart við mikilvægi kennarastarfsins enda hafa kennarar verið sannarlega réttnefnd framlínustétt sem ásamt fleirum stóðu vaktina, standa enn, í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Framlínustéttin kennarar varð auðvitað ekkert til í þeim slag. Íslenskir kennarar ólíkra skólagerða hafa alltaf verið lykilfólk í sínum samfélögum, bæði í heildina séð og ekki síður í hverju nærsamfélagi fyrir sig, og lagt hjarta sitt og sál í það verkefni að fræða nemendur sína og byggja þau upp sem einstaklinga. Leikskólinn byggir upp þroska barna í frumbernsku og sinnir afar mikilvægu hlutverki á mikilvægum mótunarárum þeirra, og þegar líður að útskrift þaðan hafa nemendur fengið undirbúning fyrir hefðbundnara nám. Leikskólinn er svo sannarlega fyrsta skólastigið og við þurfum að sýna fram á það í orði en ekki bara borði, viðurkenning í lögum 2008 virðist stundum lúta í lægra haldi fyrir endalausum þjónustukröfum um aukinn vistunartíma barna sem ganga langt fram úr eðlilegum kröfum um skólastarf. Þegar nemandinn kemur upp í grunnskólann er eðlileg krafa að hver einstaklingur fái að njóta sín hin og það sem hver einasti kennari leggur upp með í vinnu sinni. Metnaðarfullur kennari vill öllum sínum nemendum það besta og þegar hann fær þær bjargir sem nýtast til að mæta ólíkum þörfum nemenda þá skilar hann því gæðanámi sem er óskað. Því miður hefur vantað töluvert upp á að þær bjargir hafi fengið hljómgrunn á meðal þeirra sem sjá um að útdeila fjármagni til grunnskólans. Íslenskir framhaldsskólar hafa undanfarin ár tekið á móti stöðugt hærra hlutfalli íslenskra ungmenna og nú heyrir það til undantekninga ef að 16 ára einstaklingur hefur ekki nám í framhaldsskóla að hausti eftir grunnskólalok. Skólarnir hafa brugðist við því með aðdáunarverðum hætti, íslensk framhaldsskólaflóra er orðin ansi fjölbreytt og mikil áhersla lögð á framboð á námi við hæfi hvers og eins. Innan skólanna leggja kennarar og stjórnendur mikið á sig í þá átt að koma til móts við óskir nemenda þó svo sannarlega séu sóknarfæri þegar kemur að aukinni stoðþjónustu innan framhaldskólans. Einnig er hægt að gera betur þegar við horfum til hópastærða. Það þarf sérstaklega að horfa til þess hvernig hægt er að styðja við námsáfanga sem kalla á sérhæfingu sem leiðir til lítilla hópa, þeir hópar eiga undir högg að sækja í mörgum framhaldsskólum. Meðfram þessum skólagerðum þremur starfa tónlistarskólar og tónlistarkennarar, en tónlistarnám verður stöðugt vinsælla. Tónlistin er dásamleg leið til að virkja sköpunarkraft ungmenna og menningarhlutverk sem þarf að hlúa að, og margsannað að samstarf og samþætting skólastarfs í tónlistarskólum og hefðbundna skólakerfinu styður við heildstæðari þroska og menntun nemenda. Fagmennska íslenska tónlistarkennara er svo sannarlega til fyrirmyndar en við þurfum að búa þeim þær aðstæður sem auka veg kennslunnar, hvort sem horft er til húsnæðis fyrir kennsluna eða möguleikana til að sýna afrakstur námsins. Í öllum skólagerðum er lykilfólkið kennararnir. Framlínustarfsmennirnir sem fá það fjöregg í hendur að taka á móti ómálga einstaklingum inn í sína skóla og leiða viðkomandi á næstu áratugum í þá átt sem hver og einn þarf að feta í átt að því að hámarka sína hæfileika og takast að skólagöngu lokinni á við það verkefni að byggja upp líf sitt og þar með framtíðarsamfélag sitt og annarra. Það eru þessir einstaklingar sem eru fjöregg hvers samfélags og þeim er svo sannarlega búinn góður staður í höndum íslenskra kennara. Það kom okkur sem inni í kerfinu störfum því nákvæmlega ekkert á óvart að kennarastéttin stæði keik og heil undir því verkefni að vera skipað til framlínustarfa í Covid faraldrinum nú nýverið. Í framlínunni eru kennarar í essinu sínu, þar starfa þeir alla daga ársins með framtíð samfélagsins í höndunum. Þar höfum við staðið og munum standa áfram, stolt af verkefnum okkar og vinnustöðum. Á næstu árum eru miklir möguleikar fólgnir í því að styrkja enn starfsumhverfi íslenskra skóla og með kennara í lykilhlutverkum í því starfi munu gæði íslensks skólakerfis enn aukast. Við skulum hlúa vel að fjöregginu okkar. Það mun búa landinu okkar enn bjartari framtíð! Höfundur er frambjóðandi til formanns KÍ.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar