Kirkjuþing rægir klerka Davíð Þór Jónsson skrifar 29. október 2021 15:05 Miðvikudaginn 27. október sl. birtist hreint makalaus grein í Fréttablaðinu þar sem er greint frá umræðum á Kirkjuþingi. Í grein þessari er að finna slíkan róg og dylgjur um siðferði og heilindi heillar stéttar að annars eins gerast varla dæmi. Alltjent minnist ég þess ekki að hafa fengið annan eins Júdasarkoss frá fólki sem ég hélt að væri með mér í liði. Málið snýst um gjaldtöku presta fyrir aukaverk. Fyrir kirkjuþingi lá tillaga um að fella niður öll gjöld fyrir aukaverk, sem prestar fóru fram á að yrði vísað frá. Það var nú allt og sumt tilefnið fyrir gífuryrðunum. Mér er sem ég sæi nokkra starfsstétt taka því þegjandi og hljóðalaust ef einhver samkoma, sem er ekki viðsemjendur þeirra í kjarasamningum, myndi taka sig til og ætla að ákveða einhliða að virða að engu gerða kjarasamninga og rýra laun stéttarinnar. Reyndar hef ég það á tilfinningunni að allar stéttir sem reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér gagnvart slíkri atlögu nyti almenns stuðnings og samúðar í þeirri viðleitni sinni. Um prestastéttina virðast því miður gilda einhverjar aðrar reglur. Þegar prestar standa vörð um kjör sín eru þeir bara gráðugir eiginhagsmunaseggir. En um hvað snýst málið? Aukaverk eru aukaverk Málið snýst um að prestar þiggja laun fyrir prestsverk sem þeir vinna utan hefðbundins vinnutíma. Þetta eru aðallega skírnir og hjónavígslur, sem yfirleitt fara fram á laugardögum – dögum sem öðrum kosti eru frídagar presta eins og flestra annarra sem ekki vinna vaktavinnu á óhefðbundnum tímum. Samkvæmt viðurkenndum reglum um vinnutíma í samræmi við styttingu vinnuvikunnar ber presti í 100% starfi að vinna 36 klukkustundir á viku. Þetta er auðvitað bara brandari sem prestar hafa í flimtingum sín á milli sem dæmi um skortinn á tengingu þeirra sem setja reglurnar við hinn lifandi raunveruleika þeirra sem starfa á akrinum, því það er óravegur frá því að þetta sé raunhæft. Hugsanlega ná prestar í 50% stöðu að takmarka tíma sinn við 36 klst. á viku. En segjum sem svo að prestur sem vinnur 36 klst. á viku sé beðinn að skíra barn í heimahúsi á laugardagseftirmiðdegi. Hvernig á hann þá að gera það án þess að fara yfir umsaminn vinnutíma? Á hann að bæta sér upp ólaunaða yfirvinnuna með því að taka sér frí í tvo tíma á virkum degi í vikunni á eftir? Hverju á hann þá að fórna? Helgistundinni á elliheimilinu? Á hann að aflýsa tveim sálgæsluviðtölum? Skírnin er alltaf ókeypis Það er sorglegt að lesa eins bágborinn sakramentisskilning hjá vígðum kirkjunnar þjóni eins og birtist í ummælum séra Gunnlaugs Garðarssonar um að með því að þiggja laun fyrir aukavinnu séu prestar komnir í „viðskiptasamband við Guð í samhengi heilags skírnarsakramentis.“ Nú veit ég ekki hvaða hátt séra Gunnlaugur hefur haft á þessu í sinni þjónustu, en hafi hann þegið greiðslu fyrir skírn sem slíka liggur við að ástæða sé til að spyrja hann hvað hann rukki altarisgesti um mikið fyrir brauðið og vínið – hitt sakramentið. Staðreyndin er sú að skírnin er alltaf ókeypis, enda skíra allir prestar (eftir því sem ég best veit) börn ókeypis. Það kostar ekkert að þiggja heilagt sakramenti. Hver sá sem kemur með barn í kirkju og ber það til skírnar í almennri guðsþjónstu fær barnið sitt skírt án þess að fyrir það sé borguð króna. Þetta er þjónusta sem kirkjan býður þeim sem þiggja hana fullkomlega að kostnaðarlausu. Til viðbótar við þessa þjónustu bjóða prestar fólki að skíra börn við sérstaka athöfn í heimahúsi eða kirkju. Fyrir það þiggja þeir greiðslu, sem er ekki borgun fyrir sakramentið (sem alltaf er ókeypis) heldur fyrir útkallið ... þ.e.a.s. fyrir u.þ.b. tveggja klst. fjarveru frá fjölskyldu sinni á frídegi. Atlaga að heimaskírninni Það er semsagt alls ekki verið “að borga fyrir það að taka manneskju inn í samfélag kirkjunnar eða samfélag trúaðra,” eins og nafngreindur kirkjuþingsfulltrúi lætur hafa eftir sér í umræddri grein í Fréttablaðinu. Kirkjuþingsfulltrúanum hefði reyndar verið í lófa lagið að kynna sér þá staðreynd í stað þess að afhjúpa með þessum hætti fullkomna vanþekkingu sína á því sem hann hafði svona eindregnar skoðanir á. En hver er svo þessi ógurlega greiðsla sem prestar eru svo gírugir að þiggja fyrir u.þ.b. tveggja klst. yfirvinnu á laugardegi? Hún er nákvæmlega 7.272 krónur. Í sjö ára starfstíð minni sem prestur hefur það aldrei borið við að fólki hafi blöskrað þessi fjárhæð. Með því að meina prestum að þiggja laun fyrir aukavinnu á frídögum – alltjent með þeim hætti sem tillagan sem lá fyrir Kirkjuþingi gerði ráð fyrir – tel ég nánast einsýnt að sú fallega, íslenska hefð sem heimaskírnir eru myndi leggjast af. Það væri ekki bætt þjónusta kirkjunnar við þá sem þiggja hana. Reyndar á ég erfitt með að ímynda mér að nokkur myndi fagna því ... nema Siðmennt. Þar á bæ veigra menn sér ekki við því að senda athafnastjóra í heimahús á laugardögum til að stýra nafngiftarathöfn og þiggja fyrir það greiðslu – sem ég leyfi mér að stórefa að sé lægri en sú sem prestar taka fyrir sinn tíma. Fimm prestar fyrir söngvara Í raun gildir hið sama um hjónavígslur og skírnir – nema hvað hjónavígslan er ekki heilagt sakramenti. Hjónavígslur fara yfirleitt fram á laugardögum og eru sérstakar athafnir sem krefjast töluvert meiri undirbúningsvinnu af hálfu prestsins en skírnarathöfn gerir. Ræða þarf við hjónaefnin, skrifa ávarp, ganga úr skugga um að öll vottorð og pappírar séu í lagi, fylla út skírslur og skila til Þjóðskrár. Samkvæmt minni reynslu er u.þ.b. hálfur vinnudagur á bak við hverja hjónavígslu. Ef prestur í 100% starfi vinnur 36 klst. í viku þar sem hann er ekki með hjónavígslu er hann m.ö.o. kominn í 112% vinnu í viku þar sem er ein hjónavígsla. Tillaga kirkjuþings gengur semsagt út á að prestur annað hvort gefi þessa vinnu sína, virði að vettugi vinnutímatilskipanirnar sem honum er gert að starfa eftir eða láti önnur skyldustörf sín sitja á hakanum til að geta komið hjónavígslunni að. Hver er hin ógurlega fjárhæð sem prestur þiggur fyrir þá hálfs dags aukavinnu sem fylgir einni hjónavígslu? Jú, hún er 13.505 kr. Enginn sem ég hef gift hefur kvartað undan þeirri fjárhæð. Reyndar sagði einn brúðguminn eftir að ég nefndi hana: „Já? Ég hefði getað fengið fimm presta fyrir söngvarann.“ Ég hef heyrt fólk kvarta undan einu og öðru hjá Þjóðkirkjunni. Þessi fjárhæð er ekki eitt af því. Líkræningjar Útfarir eru algerlega sér á parti hvað varðar aukaverk presta, bæði vegna þess að hér í Reykjavík eru þær á virkum dögum á hefðbundnum vinnutíma, en líka vegna þess að þar er um mun tímafrekari athöfn að ræða. Oft þarf að vera aðstandendum innanhandar við val á sálmum og flytjendum, ræða þarf við aðstandendur um ævi og persónu hins látna og skrifa minningarorð, sem tekur kannski 2 – 4 klst. og ég a.m.k. geri oftast heima hjá mér kvöldið fyrir athöfn, einfaldlega vegna þess að á skrifstofutíma er ég ekki aflögufær um tímann sem það tekur. Síðan er það útfararathöfnin sjálf, alloft í kjölfar kistulagningar og svo er gjarnan athöfn í kringum jarðsetningu í garði strax á eftir. Misjafnt er hve mikil vinna prests er að baki einni útfararathöfn þegar allt er tínt til en skv. minni reynslu og þeirra sem ég hef borið bækur mínar saman við er ekki óvarlegt að áætla að það séu að jafnaði 8 – 10 vinnustundir. Við sérlega voveifleg eða ótímabær andlát, þar sem mun meiri nærveru og sálgæslu er þörf, er þetta að sjálfsögðu margfalt meira – en þar verða skilin á milli aukavinnu og hefðbundinnar vinnuskyldu auðvitað óljós. Fyrir þessa vinnu þiggur prestur samtals 35.322 kr. Framan af mínum prestferli var það svo að þessi fjárhæð var greidd af kirkjugörðunum. Hinn látni hafði borgað fyrir þessa þjónustu með kirkjugarðsgjöldum sínum, en svo fór þannig að sjóðir kirkjugarðanna hættu að ráða við að greiða þetta þannig að þessari greiðslu var umyrðalaust velt yfir á hina látnu. Yfirleitt er það þannig að ef maður greiðir iðgjöld og er lofað einhverju fyrir þau, en iðgjöldin hætta að standa undir kostnaðinum við skuldbindingarnar, þá eru iðgjöldin hækkuð sem því nemur. Í þessu tilfelli var aftur á móti tekin sú ákvörðun að skera í staðinn einhliða niður það sem greitt var fyrir. Það hefur væntanlega þótt óhætt því þeir sem verið er að hlunnfara með þessu geta ekki andmælt þar sem þeir eru dánir. Þeir einu sem ég hef heyrt kvarta undan þessu eru prestar. Aukagreiðslur fyrir aukaverk Prestar eru ekki áfjáðir í að skrifa reikninga fyrir hvert viðvik sem þeir vinna og senda þeim sem þiggja þjónustu þeirra. En í því starfsumhverfi sem þeim er boðið er það því miður óhjákvæmlegt. Prestar hafa rætt sín á milli, einslega sem opinberlega, um breytingar á þessu fyrirkomulagi og vísað í því sambandi til þess sem tíðkast erlendis, t.d. í Noregi þar sem almenningur borgar ekki sérstaklega fyrir þessi aukaverk. Til að fella niður aukagreiðslur fyrir aukaverk presta þarf að gera annað af tvennu. Hugsanlega er einhver þriðja lausn möguleg, sem ég hef ekki komið auga á. Fyrri lausnin, sem ég sé, er að koma upp einhvers konar vaktafyrirkomulagi sambærilegu við það sem tíðkast í Noregi, þar sem prestar eru á útfara- og hjónavígsluvöktum í kirkjum og þeir sem þiggja þjónustuna fá bara þann prest sem er á vakt í þeirri kirkju það sinnið. Þannig yrði þessum verkum dreift jafnt á starfandi presta. Þess ber að geta að í Noregi er ekki boðið upp á skírnir í heimahúsum, það er alíslenskur siður. Þar eru börn aðeins skírð við almennar guðsþjónustur í kirkjum. Mér hugnast sú lausn illa. Ég held að ein dýrmætasta eign Þjóðkirkjunnar sé hið persónulega samband sóknarbarnsins við prestinn sinn. Ég held að það myndi skaða tilfinninguna fyrir nánd við kirkjuna að taka af fólki val um hvaða prestur annast athafnir við stórar stundir í lífi þess og við lífslok. Hugtakið „vakthafandi prestur“ er að mínum dómi eingöngu til þess fallið að stofnanavæða ímynd Þjóðkirkjunnar enn frekar og gera hana ópersónulega. Hinn kosturinn, sem mér líst betur á, er að koma upp einhvers konar sjóði sem greiðir prestum fyrir þessi verk. Hann þyrfti ekki einu sinni að vera neitt sérlega stór. Fróðir menn segja mér að í hann þyrftu að renna um 200 milljónir á ári til að hann stæði undir að greiða prestum fyrir öll aukaverk sem þeir vinna. Sjálfur hef ég þó engar forsendur til að leggja mat á þessa útreikninga. Atvinnurógur kirkjuþingsmanna Í öllu falli er ljóst að sú tillaga sem lögð var fyrir Kirkjuþing var mjög alvarlega vanhugsuð og bar annars vegar vott um fullkomið skilningsleysi flutningsmanna hennar á raunverulegu starfsumhverfi þeirra sem sinna kirkjulegri þjónustu úti á akrinum og tillagan hefði haft áhrif á og hins vegar um óhugnanlega vanþekkingu þeirra á sínu eigin valdsviði. Ráð mín til Kirkjuþingsmanna eru þessi: • Kynnið ykkur hvað til ykkar friðar heyrir áður en þið farið að ákveða eitthvað og álykta um hluti sem ekki heyra undir ykkur. • Kynnið ykkur raunveruleikann að baki þess sem þið eruð að fjalla um frekar en að gaspra bara þann popúlisma sem lætur best í eyrum þeirra sem vita ekkert um það sem þið eruð að tala um. • Látið það alfarið eiga sig að vega að heilindum og siðferði þeirra sem útskýra fyrir ykkur þær einföldu staðreyndir sem gera málflutning ykkar að því hrófatildri sem hann er. • Biðjið prestastéttinna eins og hún leggur sig afsökunar á þeim dylgjum og atvinnurógi sem nafngreindir kirkjuþingsmenn létu hafa eftir sér í umræddri grein í Fréttablaðinu. Þangað til Kirkjuþing hefur gert þetta er a.m.k. ljóst að traust mitt og margra annarra presta til Kirkjuþings er verulega skaddað og virðing okkar fyrir því og starfi þess engin. Höfundur er prestur í Laugarneskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Þjóðkirkjan Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 27. október sl. birtist hreint makalaus grein í Fréttablaðinu þar sem er greint frá umræðum á Kirkjuþingi. Í grein þessari er að finna slíkan róg og dylgjur um siðferði og heilindi heillar stéttar að annars eins gerast varla dæmi. Alltjent minnist ég þess ekki að hafa fengið annan eins Júdasarkoss frá fólki sem ég hélt að væri með mér í liði. Málið snýst um gjaldtöku presta fyrir aukaverk. Fyrir kirkjuþingi lá tillaga um að fella niður öll gjöld fyrir aukaverk, sem prestar fóru fram á að yrði vísað frá. Það var nú allt og sumt tilefnið fyrir gífuryrðunum. Mér er sem ég sæi nokkra starfsstétt taka því þegjandi og hljóðalaust ef einhver samkoma, sem er ekki viðsemjendur þeirra í kjarasamningum, myndi taka sig til og ætla að ákveða einhliða að virða að engu gerða kjarasamninga og rýra laun stéttarinnar. Reyndar hef ég það á tilfinningunni að allar stéttir sem reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér gagnvart slíkri atlögu nyti almenns stuðnings og samúðar í þeirri viðleitni sinni. Um prestastéttina virðast því miður gilda einhverjar aðrar reglur. Þegar prestar standa vörð um kjör sín eru þeir bara gráðugir eiginhagsmunaseggir. En um hvað snýst málið? Aukaverk eru aukaverk Málið snýst um að prestar þiggja laun fyrir prestsverk sem þeir vinna utan hefðbundins vinnutíma. Þetta eru aðallega skírnir og hjónavígslur, sem yfirleitt fara fram á laugardögum – dögum sem öðrum kosti eru frídagar presta eins og flestra annarra sem ekki vinna vaktavinnu á óhefðbundnum tímum. Samkvæmt viðurkenndum reglum um vinnutíma í samræmi við styttingu vinnuvikunnar ber presti í 100% starfi að vinna 36 klukkustundir á viku. Þetta er auðvitað bara brandari sem prestar hafa í flimtingum sín á milli sem dæmi um skortinn á tengingu þeirra sem setja reglurnar við hinn lifandi raunveruleika þeirra sem starfa á akrinum, því það er óravegur frá því að þetta sé raunhæft. Hugsanlega ná prestar í 50% stöðu að takmarka tíma sinn við 36 klst. á viku. En segjum sem svo að prestur sem vinnur 36 klst. á viku sé beðinn að skíra barn í heimahúsi á laugardagseftirmiðdegi. Hvernig á hann þá að gera það án þess að fara yfir umsaminn vinnutíma? Á hann að bæta sér upp ólaunaða yfirvinnuna með því að taka sér frí í tvo tíma á virkum degi í vikunni á eftir? Hverju á hann þá að fórna? Helgistundinni á elliheimilinu? Á hann að aflýsa tveim sálgæsluviðtölum? Skírnin er alltaf ókeypis Það er sorglegt að lesa eins bágborinn sakramentisskilning hjá vígðum kirkjunnar þjóni eins og birtist í ummælum séra Gunnlaugs Garðarssonar um að með því að þiggja laun fyrir aukavinnu séu prestar komnir í „viðskiptasamband við Guð í samhengi heilags skírnarsakramentis.“ Nú veit ég ekki hvaða hátt séra Gunnlaugur hefur haft á þessu í sinni þjónustu, en hafi hann þegið greiðslu fyrir skírn sem slíka liggur við að ástæða sé til að spyrja hann hvað hann rukki altarisgesti um mikið fyrir brauðið og vínið – hitt sakramentið. Staðreyndin er sú að skírnin er alltaf ókeypis, enda skíra allir prestar (eftir því sem ég best veit) börn ókeypis. Það kostar ekkert að þiggja heilagt sakramenti. Hver sá sem kemur með barn í kirkju og ber það til skírnar í almennri guðsþjónstu fær barnið sitt skírt án þess að fyrir það sé borguð króna. Þetta er þjónusta sem kirkjan býður þeim sem þiggja hana fullkomlega að kostnaðarlausu. Til viðbótar við þessa þjónustu bjóða prestar fólki að skíra börn við sérstaka athöfn í heimahúsi eða kirkju. Fyrir það þiggja þeir greiðslu, sem er ekki borgun fyrir sakramentið (sem alltaf er ókeypis) heldur fyrir útkallið ... þ.e.a.s. fyrir u.þ.b. tveggja klst. fjarveru frá fjölskyldu sinni á frídegi. Atlaga að heimaskírninni Það er semsagt alls ekki verið “að borga fyrir það að taka manneskju inn í samfélag kirkjunnar eða samfélag trúaðra,” eins og nafngreindur kirkjuþingsfulltrúi lætur hafa eftir sér í umræddri grein í Fréttablaðinu. Kirkjuþingsfulltrúanum hefði reyndar verið í lófa lagið að kynna sér þá staðreynd í stað þess að afhjúpa með þessum hætti fullkomna vanþekkingu sína á því sem hann hafði svona eindregnar skoðanir á. En hver er svo þessi ógurlega greiðsla sem prestar eru svo gírugir að þiggja fyrir u.þ.b. tveggja klst. yfirvinnu á laugardegi? Hún er nákvæmlega 7.272 krónur. Í sjö ára starfstíð minni sem prestur hefur það aldrei borið við að fólki hafi blöskrað þessi fjárhæð. Með því að meina prestum að þiggja laun fyrir aukavinnu á frídögum – alltjent með þeim hætti sem tillagan sem lá fyrir Kirkjuþingi gerði ráð fyrir – tel ég nánast einsýnt að sú fallega, íslenska hefð sem heimaskírnir eru myndi leggjast af. Það væri ekki bætt þjónusta kirkjunnar við þá sem þiggja hana. Reyndar á ég erfitt með að ímynda mér að nokkur myndi fagna því ... nema Siðmennt. Þar á bæ veigra menn sér ekki við því að senda athafnastjóra í heimahús á laugardögum til að stýra nafngiftarathöfn og þiggja fyrir það greiðslu – sem ég leyfi mér að stórefa að sé lægri en sú sem prestar taka fyrir sinn tíma. Fimm prestar fyrir söngvara Í raun gildir hið sama um hjónavígslur og skírnir – nema hvað hjónavígslan er ekki heilagt sakramenti. Hjónavígslur fara yfirleitt fram á laugardögum og eru sérstakar athafnir sem krefjast töluvert meiri undirbúningsvinnu af hálfu prestsins en skírnarathöfn gerir. Ræða þarf við hjónaefnin, skrifa ávarp, ganga úr skugga um að öll vottorð og pappírar séu í lagi, fylla út skírslur og skila til Þjóðskrár. Samkvæmt minni reynslu er u.þ.b. hálfur vinnudagur á bak við hverja hjónavígslu. Ef prestur í 100% starfi vinnur 36 klst. í viku þar sem hann er ekki með hjónavígslu er hann m.ö.o. kominn í 112% vinnu í viku þar sem er ein hjónavígsla. Tillaga kirkjuþings gengur semsagt út á að prestur annað hvort gefi þessa vinnu sína, virði að vettugi vinnutímatilskipanirnar sem honum er gert að starfa eftir eða láti önnur skyldustörf sín sitja á hakanum til að geta komið hjónavígslunni að. Hver er hin ógurlega fjárhæð sem prestur þiggur fyrir þá hálfs dags aukavinnu sem fylgir einni hjónavígslu? Jú, hún er 13.505 kr. Enginn sem ég hef gift hefur kvartað undan þeirri fjárhæð. Reyndar sagði einn brúðguminn eftir að ég nefndi hana: „Já? Ég hefði getað fengið fimm presta fyrir söngvarann.“ Ég hef heyrt fólk kvarta undan einu og öðru hjá Þjóðkirkjunni. Þessi fjárhæð er ekki eitt af því. Líkræningjar Útfarir eru algerlega sér á parti hvað varðar aukaverk presta, bæði vegna þess að hér í Reykjavík eru þær á virkum dögum á hefðbundnum vinnutíma, en líka vegna þess að þar er um mun tímafrekari athöfn að ræða. Oft þarf að vera aðstandendum innanhandar við val á sálmum og flytjendum, ræða þarf við aðstandendur um ævi og persónu hins látna og skrifa minningarorð, sem tekur kannski 2 – 4 klst. og ég a.m.k. geri oftast heima hjá mér kvöldið fyrir athöfn, einfaldlega vegna þess að á skrifstofutíma er ég ekki aflögufær um tímann sem það tekur. Síðan er það útfararathöfnin sjálf, alloft í kjölfar kistulagningar og svo er gjarnan athöfn í kringum jarðsetningu í garði strax á eftir. Misjafnt er hve mikil vinna prests er að baki einni útfararathöfn þegar allt er tínt til en skv. minni reynslu og þeirra sem ég hef borið bækur mínar saman við er ekki óvarlegt að áætla að það séu að jafnaði 8 – 10 vinnustundir. Við sérlega voveifleg eða ótímabær andlát, þar sem mun meiri nærveru og sálgæslu er þörf, er þetta að sjálfsögðu margfalt meira – en þar verða skilin á milli aukavinnu og hefðbundinnar vinnuskyldu auðvitað óljós. Fyrir þessa vinnu þiggur prestur samtals 35.322 kr. Framan af mínum prestferli var það svo að þessi fjárhæð var greidd af kirkjugörðunum. Hinn látni hafði borgað fyrir þessa þjónustu með kirkjugarðsgjöldum sínum, en svo fór þannig að sjóðir kirkjugarðanna hættu að ráða við að greiða þetta þannig að þessari greiðslu var umyrðalaust velt yfir á hina látnu. Yfirleitt er það þannig að ef maður greiðir iðgjöld og er lofað einhverju fyrir þau, en iðgjöldin hætta að standa undir kostnaðinum við skuldbindingarnar, þá eru iðgjöldin hækkuð sem því nemur. Í þessu tilfelli var aftur á móti tekin sú ákvörðun að skera í staðinn einhliða niður það sem greitt var fyrir. Það hefur væntanlega þótt óhætt því þeir sem verið er að hlunnfara með þessu geta ekki andmælt þar sem þeir eru dánir. Þeir einu sem ég hef heyrt kvarta undan þessu eru prestar. Aukagreiðslur fyrir aukaverk Prestar eru ekki áfjáðir í að skrifa reikninga fyrir hvert viðvik sem þeir vinna og senda þeim sem þiggja þjónustu þeirra. En í því starfsumhverfi sem þeim er boðið er það því miður óhjákvæmlegt. Prestar hafa rætt sín á milli, einslega sem opinberlega, um breytingar á þessu fyrirkomulagi og vísað í því sambandi til þess sem tíðkast erlendis, t.d. í Noregi þar sem almenningur borgar ekki sérstaklega fyrir þessi aukaverk. Til að fella niður aukagreiðslur fyrir aukaverk presta þarf að gera annað af tvennu. Hugsanlega er einhver þriðja lausn möguleg, sem ég hef ekki komið auga á. Fyrri lausnin, sem ég sé, er að koma upp einhvers konar vaktafyrirkomulagi sambærilegu við það sem tíðkast í Noregi, þar sem prestar eru á útfara- og hjónavígsluvöktum í kirkjum og þeir sem þiggja þjónustuna fá bara þann prest sem er á vakt í þeirri kirkju það sinnið. Þannig yrði þessum verkum dreift jafnt á starfandi presta. Þess ber að geta að í Noregi er ekki boðið upp á skírnir í heimahúsum, það er alíslenskur siður. Þar eru börn aðeins skírð við almennar guðsþjónustur í kirkjum. Mér hugnast sú lausn illa. Ég held að ein dýrmætasta eign Þjóðkirkjunnar sé hið persónulega samband sóknarbarnsins við prestinn sinn. Ég held að það myndi skaða tilfinninguna fyrir nánd við kirkjuna að taka af fólki val um hvaða prestur annast athafnir við stórar stundir í lífi þess og við lífslok. Hugtakið „vakthafandi prestur“ er að mínum dómi eingöngu til þess fallið að stofnanavæða ímynd Þjóðkirkjunnar enn frekar og gera hana ópersónulega. Hinn kosturinn, sem mér líst betur á, er að koma upp einhvers konar sjóði sem greiðir prestum fyrir þessi verk. Hann þyrfti ekki einu sinni að vera neitt sérlega stór. Fróðir menn segja mér að í hann þyrftu að renna um 200 milljónir á ári til að hann stæði undir að greiða prestum fyrir öll aukaverk sem þeir vinna. Sjálfur hef ég þó engar forsendur til að leggja mat á þessa útreikninga. Atvinnurógur kirkjuþingsmanna Í öllu falli er ljóst að sú tillaga sem lögð var fyrir Kirkjuþing var mjög alvarlega vanhugsuð og bar annars vegar vott um fullkomið skilningsleysi flutningsmanna hennar á raunverulegu starfsumhverfi þeirra sem sinna kirkjulegri þjónustu úti á akrinum og tillagan hefði haft áhrif á og hins vegar um óhugnanlega vanþekkingu þeirra á sínu eigin valdsviði. Ráð mín til Kirkjuþingsmanna eru þessi: • Kynnið ykkur hvað til ykkar friðar heyrir áður en þið farið að ákveða eitthvað og álykta um hluti sem ekki heyra undir ykkur. • Kynnið ykkur raunveruleikann að baki þess sem þið eruð að fjalla um frekar en að gaspra bara þann popúlisma sem lætur best í eyrum þeirra sem vita ekkert um það sem þið eruð að tala um. • Látið það alfarið eiga sig að vega að heilindum og siðferði þeirra sem útskýra fyrir ykkur þær einföldu staðreyndir sem gera málflutning ykkar að því hrófatildri sem hann er. • Biðjið prestastéttinna eins og hún leggur sig afsökunar á þeim dylgjum og atvinnurógi sem nafngreindir kirkjuþingsmenn létu hafa eftir sér í umræddri grein í Fréttablaðinu. Þangað til Kirkjuþing hefur gert þetta er a.m.k. ljóst að traust mitt og margra annarra presta til Kirkjuþings er verulega skaddað og virðing okkar fyrir því og starfi þess engin. Höfundur er prestur í Laugarneskirkju
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar