Hvað þarf til? Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 28. október 2021 11:31 Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Margar þessar sögur eiga það sameiginlegt að þolendur upplifa úrræðaleysi, hvort sem það er hjá lögreglunni eða á bráðamóttöku í kjölfar gruns um byrlun. Það er mikilvægt að tryggja hraða og vandaða rannsókn í kynferðisbrotamálum og það er ótrúlega sárt að sjá dómstóla neydda til þess að kveða upp vægari dóma vegna þess að rannsókn kynferðisbrota tekur of langan tíma. Byrlun er í raun frelsissvipting þar sem verið er að hindra frjálsa för viðkomandi með nauðung þar sem verið er að þvinga viðkomandi til að gera eitthvað sem ekki er vilji fyrir og brýtur verulega gegn ákvörðunarrétti viðkomandi yfir eigin líkama. Það er ljóst að slík brot brjóta gegn ákvæðum hegningarlaga. Þegar grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað er nauðsynlegt að ákveðið verklag fari í gang og til þess að bæta sönnunarstöðu brotaþola þarf verklag lögreglu og landspítala að vera hnökralaust til þess að tryggja megi sönnun í þeim málum líkt og dómsmálaráðherra hefur einnig réttilega bent á. Þegar komið er á bráðamóttöku og grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað vekur undrun að blóðsýni séu ekki send undantekningalaust frá bráðamóttöku Landspítalans á rannsóknarstofu Háskóla Íslands til að staðfestingar án þess að beiðni þar um komi beint frá lögreglu. Það verður ekki hjá því litið að byrlun ólyfjan í þeim tilgangi að misnota sér ástand viðkomandi með nauðgun sýnir einbeittann brotavilja Byrlun í þessum tilgangi er ekki ný af nálinni og virðist færast í aukana með sífellt kræfari aðferðum. Það er mikilvægt að endurskoða rannsóknaraðferðir og fyrstu viðbrögð lögreglu og landspítala þegar brotaþoli telur sér hafa verið byrlað. Samhliða þurfum við að taka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta sé að eiga sér stað frekar en að orkan fari öll í að segja að við konur þurfum að passa okkur og drykkina okkar betur þegar við förum út á lífið. Án gerenda eru ekki þolendur og við þurfum að byggja grunninn rétt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Næturlíf Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Margar þessar sögur eiga það sameiginlegt að þolendur upplifa úrræðaleysi, hvort sem það er hjá lögreglunni eða á bráðamóttöku í kjölfar gruns um byrlun. Það er mikilvægt að tryggja hraða og vandaða rannsókn í kynferðisbrotamálum og það er ótrúlega sárt að sjá dómstóla neydda til þess að kveða upp vægari dóma vegna þess að rannsókn kynferðisbrota tekur of langan tíma. Byrlun er í raun frelsissvipting þar sem verið er að hindra frjálsa för viðkomandi með nauðung þar sem verið er að þvinga viðkomandi til að gera eitthvað sem ekki er vilji fyrir og brýtur verulega gegn ákvörðunarrétti viðkomandi yfir eigin líkama. Það er ljóst að slík brot brjóta gegn ákvæðum hegningarlaga. Þegar grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað er nauðsynlegt að ákveðið verklag fari í gang og til þess að bæta sönnunarstöðu brotaþola þarf verklag lögreglu og landspítala að vera hnökralaust til þess að tryggja megi sönnun í þeim málum líkt og dómsmálaráðherra hefur einnig réttilega bent á. Þegar komið er á bráðamóttöku og grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað vekur undrun að blóðsýni séu ekki send undantekningalaust frá bráðamóttöku Landspítalans á rannsóknarstofu Háskóla Íslands til að staðfestingar án þess að beiðni þar um komi beint frá lögreglu. Það verður ekki hjá því litið að byrlun ólyfjan í þeim tilgangi að misnota sér ástand viðkomandi með nauðgun sýnir einbeittann brotavilja Byrlun í þessum tilgangi er ekki ný af nálinni og virðist færast í aukana með sífellt kræfari aðferðum. Það er mikilvægt að endurskoða rannsóknaraðferðir og fyrstu viðbrögð lögreglu og landspítala þegar brotaþoli telur sér hafa verið byrlað. Samhliða þurfum við að taka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta sé að eiga sér stað frekar en að orkan fari öll í að segja að við konur þurfum að passa okkur og drykkina okkar betur þegar við förum út á lífið. Án gerenda eru ekki þolendur og við þurfum að byggja grunninn rétt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar