Hvað þarf til? Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 28. október 2021 11:31 Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Margar þessar sögur eiga það sameiginlegt að þolendur upplifa úrræðaleysi, hvort sem það er hjá lögreglunni eða á bráðamóttöku í kjölfar gruns um byrlun. Það er mikilvægt að tryggja hraða og vandaða rannsókn í kynferðisbrotamálum og það er ótrúlega sárt að sjá dómstóla neydda til þess að kveða upp vægari dóma vegna þess að rannsókn kynferðisbrota tekur of langan tíma. Byrlun er í raun frelsissvipting þar sem verið er að hindra frjálsa för viðkomandi með nauðung þar sem verið er að þvinga viðkomandi til að gera eitthvað sem ekki er vilji fyrir og brýtur verulega gegn ákvörðunarrétti viðkomandi yfir eigin líkama. Það er ljóst að slík brot brjóta gegn ákvæðum hegningarlaga. Þegar grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað er nauðsynlegt að ákveðið verklag fari í gang og til þess að bæta sönnunarstöðu brotaþola þarf verklag lögreglu og landspítala að vera hnökralaust til þess að tryggja megi sönnun í þeim málum líkt og dómsmálaráðherra hefur einnig réttilega bent á. Þegar komið er á bráðamóttöku og grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað vekur undrun að blóðsýni séu ekki send undantekningalaust frá bráðamóttöku Landspítalans á rannsóknarstofu Háskóla Íslands til að staðfestingar án þess að beiðni þar um komi beint frá lögreglu. Það verður ekki hjá því litið að byrlun ólyfjan í þeim tilgangi að misnota sér ástand viðkomandi með nauðgun sýnir einbeittann brotavilja Byrlun í þessum tilgangi er ekki ný af nálinni og virðist færast í aukana með sífellt kræfari aðferðum. Það er mikilvægt að endurskoða rannsóknaraðferðir og fyrstu viðbrögð lögreglu og landspítala þegar brotaþoli telur sér hafa verið byrlað. Samhliða þurfum við að taka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta sé að eiga sér stað frekar en að orkan fari öll í að segja að við konur þurfum að passa okkur og drykkina okkar betur þegar við förum út á lífið. Án gerenda eru ekki þolendur og við þurfum að byggja grunninn rétt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Næturlíf Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Margar þessar sögur eiga það sameiginlegt að þolendur upplifa úrræðaleysi, hvort sem það er hjá lögreglunni eða á bráðamóttöku í kjölfar gruns um byrlun. Það er mikilvægt að tryggja hraða og vandaða rannsókn í kynferðisbrotamálum og það er ótrúlega sárt að sjá dómstóla neydda til þess að kveða upp vægari dóma vegna þess að rannsókn kynferðisbrota tekur of langan tíma. Byrlun er í raun frelsissvipting þar sem verið er að hindra frjálsa för viðkomandi með nauðung þar sem verið er að þvinga viðkomandi til að gera eitthvað sem ekki er vilji fyrir og brýtur verulega gegn ákvörðunarrétti viðkomandi yfir eigin líkama. Það er ljóst að slík brot brjóta gegn ákvæðum hegningarlaga. Þegar grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað er nauðsynlegt að ákveðið verklag fari í gang og til þess að bæta sönnunarstöðu brotaþola þarf verklag lögreglu og landspítala að vera hnökralaust til þess að tryggja megi sönnun í þeim málum líkt og dómsmálaráðherra hefur einnig réttilega bent á. Þegar komið er á bráðamóttöku og grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað vekur undrun að blóðsýni séu ekki send undantekningalaust frá bráðamóttöku Landspítalans á rannsóknarstofu Háskóla Íslands til að staðfestingar án þess að beiðni þar um komi beint frá lögreglu. Það verður ekki hjá því litið að byrlun ólyfjan í þeim tilgangi að misnota sér ástand viðkomandi með nauðgun sýnir einbeittann brotavilja Byrlun í þessum tilgangi er ekki ný af nálinni og virðist færast í aukana með sífellt kræfari aðferðum. Það er mikilvægt að endurskoða rannsóknaraðferðir og fyrstu viðbrögð lögreglu og landspítala þegar brotaþoli telur sér hafa verið byrlað. Samhliða þurfum við að taka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta sé að eiga sér stað frekar en að orkan fari öll í að segja að við konur þurfum að passa okkur og drykkina okkar betur þegar við förum út á lífið. Án gerenda eru ekki þolendur og við þurfum að byggja grunninn rétt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun