Sýnum verðmætasköpun í (hug)verki! Einar Mäntylä og Jón Gunnarsson skrifa 28. október 2021 11:01 Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi? Betri, stærri, stöndugri fyrirtæki Í nýlegri skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um hugverkavernd og árangur yfir 1200 fyrirtækja í Evrópu kemur fram að fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru með að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en önnur fyrirtæki. Jafnframt borga þessi fyrirtæki að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki. Þegar einungis eru skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki, sem á við um 99% fyrirtækja á Íslandi í dag, eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri á starfsmann en önnur fyrirtæki. Verndun hugverka hjálpar einnig fyrirtækjum að vaxa og dafna. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá 2019 eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem vernda hugverkin sín 26% líklegri en önnur fyrirtæki til að ná örum vexti og 109% líklegri til að ná örum vexti í kjölfar nýinnlagðrar einkaleyfaumsóknar. Þessi fyrirtæki skila augljóslega meiri skatttekjum á mann til samfélagsins. Hvernig verða velferðar- og skólakerfi framtíðarinnar fjármögnuð? Hvernig fyrirtæki vilt þú reka? Hjá hvernig fyrirtæki vilt þú vinna? Hugverkavernd er í raun sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Og þar getum við gert miklu betur. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en tölurnar eru sláandi. Hugverk eru helstu verðmæti fyrirtækja í dag, ekki steinsteypa eða tæki. Þau sem standa vörð um verðmætin sín eru betur í stakk búin til að laða að sér fjárfesta, koma að samstarfi á sviði nýsköpunar og koma hugmynd sinni á markað. Fyrirtæki sem sinna hugverkavernd eru einfaldlega verðmætari. Verndun hugverka hjálpar þeim ekki aðeins að koma nýsköpunarhugmynd í loftið, heldur getur nýst sem bein tekjulind. Allt þetta getur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri, skapa tekjur og borga hærri laun. Mikilvæg forsenda fyrir vexti Marels, Össurar og lyfjageirans er sívirk og vakandi hugverkavernd. Arðbærari fjárfesting Carnegie fjárfestingarbankinn hefur gert áhugaverða greiningu sem sýnir að þau fyrirtæki sem eru virkust í að sinna vörumerkja- og einkaleyfavernd skara framúr sem fjárfestingarkostur í dönsku kauphöllinni. Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð, eins og berlega kemur fram í skýrslu Carnegie, heldur eru arðbærustu fyrirtækin þau sem stöðugt bæta í hugverkasafnið sitt en það endurspeglar einmitt árangur rannsóknar- og þróunarstarfs. Gaman er að nefna að Össur, sem heldur upp á 50 ár afmæli sitt í ár, heldur sér síungum með hugverkavernd og skorar hátt í nýsköpun í samanburði við dönsku fyrirtækin. Með hugverkavernd skilgreinum við þekkingu, hugvit og uppfinningar einstaklinga, starfsmanna og vísindamanna og meðhöndlum þau sem verðmæti. Öflugur nýsköpunar- og hugverkaiðnaður sem byggir á vernduðum hugverkum er þannig öllum til hagsbóta. Þetta eru líka fyrirtækin sem skapa eftirsóknarverð, vel launuð störf þar sem afraksturinn eru verðmæti. Samkeppnisforskot íslenskra fyrirtækja mun seint byggja á því að bjóða lægri kostnað, t.d. í launum, húsnæði eða aðföngum. Samkeppnishæfni okkar, tækifæri og framtíðar atvinnuvegir hljóta alltaf að liggja í hugviti, hugverkum, ímynd og orðspori, hveim sér góðan getur. Slíkt má vernda með hugverkaréttindum eins og einkaleyfum, skráðum vörumerkjum og hönnun. Hugvitið í askana Við stöndum á tímamótum þar sem þetta hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hugvitið sem verður í askana látið. Þær stórkostlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða aðeins tæklaðar með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og orkuskiptum. Á sama tíma getur hugverkaiðnaður orðið ein stærsta útflutningsgreinin svo lengi sem haldið sé rétt utan um verðmætin og þekkinguna sem þar skapast. Hugverkastofan og Auðna starfa að því sameiginlega markmiði að aðstoða íslenska aðila við hugverkavernd og verðmætasköpun til að hér rísi blómlegur og gróskumikill þekkingariðnaður. Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.Jón Gunnarsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Nýsköpun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi? Betri, stærri, stöndugri fyrirtæki Í nýlegri skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um hugverkavernd og árangur yfir 1200 fyrirtækja í Evrópu kemur fram að fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru með að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en önnur fyrirtæki. Jafnframt borga þessi fyrirtæki að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki. Þegar einungis eru skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki, sem á við um 99% fyrirtækja á Íslandi í dag, eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri á starfsmann en önnur fyrirtæki. Verndun hugverka hjálpar einnig fyrirtækjum að vaxa og dafna. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá 2019 eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem vernda hugverkin sín 26% líklegri en önnur fyrirtæki til að ná örum vexti og 109% líklegri til að ná örum vexti í kjölfar nýinnlagðrar einkaleyfaumsóknar. Þessi fyrirtæki skila augljóslega meiri skatttekjum á mann til samfélagsins. Hvernig verða velferðar- og skólakerfi framtíðarinnar fjármögnuð? Hvernig fyrirtæki vilt þú reka? Hjá hvernig fyrirtæki vilt þú vinna? Hugverkavernd er í raun sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Og þar getum við gert miklu betur. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en tölurnar eru sláandi. Hugverk eru helstu verðmæti fyrirtækja í dag, ekki steinsteypa eða tæki. Þau sem standa vörð um verðmætin sín eru betur í stakk búin til að laða að sér fjárfesta, koma að samstarfi á sviði nýsköpunar og koma hugmynd sinni á markað. Fyrirtæki sem sinna hugverkavernd eru einfaldlega verðmætari. Verndun hugverka hjálpar þeim ekki aðeins að koma nýsköpunarhugmynd í loftið, heldur getur nýst sem bein tekjulind. Allt þetta getur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri, skapa tekjur og borga hærri laun. Mikilvæg forsenda fyrir vexti Marels, Össurar og lyfjageirans er sívirk og vakandi hugverkavernd. Arðbærari fjárfesting Carnegie fjárfestingarbankinn hefur gert áhugaverða greiningu sem sýnir að þau fyrirtæki sem eru virkust í að sinna vörumerkja- og einkaleyfavernd skara framúr sem fjárfestingarkostur í dönsku kauphöllinni. Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð, eins og berlega kemur fram í skýrslu Carnegie, heldur eru arðbærustu fyrirtækin þau sem stöðugt bæta í hugverkasafnið sitt en það endurspeglar einmitt árangur rannsóknar- og þróunarstarfs. Gaman er að nefna að Össur, sem heldur upp á 50 ár afmæli sitt í ár, heldur sér síungum með hugverkavernd og skorar hátt í nýsköpun í samanburði við dönsku fyrirtækin. Með hugverkavernd skilgreinum við þekkingu, hugvit og uppfinningar einstaklinga, starfsmanna og vísindamanna og meðhöndlum þau sem verðmæti. Öflugur nýsköpunar- og hugverkaiðnaður sem byggir á vernduðum hugverkum er þannig öllum til hagsbóta. Þetta eru líka fyrirtækin sem skapa eftirsóknarverð, vel launuð störf þar sem afraksturinn eru verðmæti. Samkeppnisforskot íslenskra fyrirtækja mun seint byggja á því að bjóða lægri kostnað, t.d. í launum, húsnæði eða aðföngum. Samkeppnishæfni okkar, tækifæri og framtíðar atvinnuvegir hljóta alltaf að liggja í hugviti, hugverkum, ímynd og orðspori, hveim sér góðan getur. Slíkt má vernda með hugverkaréttindum eins og einkaleyfum, skráðum vörumerkjum og hönnun. Hugvitið í askana Við stöndum á tímamótum þar sem þetta hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hugvitið sem verður í askana látið. Þær stórkostlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða aðeins tæklaðar með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og orkuskiptum. Á sama tíma getur hugverkaiðnaður orðið ein stærsta útflutningsgreinin svo lengi sem haldið sé rétt utan um verðmætin og þekkinguna sem þar skapast. Hugverkastofan og Auðna starfa að því sameiginlega markmiði að aðstoða íslenska aðila við hugverkavernd og verðmætasköpun til að hér rísi blómlegur og gróskumikill þekkingariðnaður. Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.Jón Gunnarsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun