Orkuskipti – stóra tækifærið fyrir Ísland Ingólfur Guðmundsson skrifar 27. október 2021 08:01 Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Mörg Evrópuríki styðja rausnarlega við fjárfestingu og nýsköpun á sviði orkuskipta. Markmiðið er ekki aðeins að draga úr loftslagsvánni heldur einnig að skapa útflutningstekjur og verðmæt störf. Íslendingar, leiðandi þjóð í nýtingu vatnsafls og jarðvarma, eru eftirbátar grannríkjanna í stuðningi við nýsköpun og markaðssetningu grænna lausna. Danir ætla sér leiðandi hlutverk í orkuskiptum og líta á það sem tækifæri til að stórauka útflutningstekjur. Nýlega samþykkti danska þingið 17 milljarða króna framlag til sex verkefna á sviði grænnar orku. Þá eru stjórnvöld að vinna að sameiningu opinberra sjóða sem styrkja verkefni á sviði grænnar tækni. Fjárfestingageta þeirra verður 500 milljarðar króna fram til 2030. Sterkur stuðningur á heimamarkaði veitir dönskum fyrirtækjum ótvírætt samkeppnisforskot. Carbon Recycling International (CRI) er íslenskt hátæknifyrirtæki og hefur undanfarin 15 ár þróað og innleitt tækni til að nýta græna raforku til sjálfbærrar framleiðslu hráefna fyrir iðnað og grænt eldsneyti á skip og bíla. Nú hefur CRI landað fyrstu stóru verkefnunum erlendis. Með slíkri tækni geta Íslendingar orðið leiðandi í lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. En sterk staða á alþjóðlegum markaði fyrir grænar lausnir, næst ekki nema að nýsköpunarfyrirtæki geti treyst á stuðning hins opinbera og sterkan heimamarkað. Til að styðja við vöxt eftirspurnar innanlands og skapa atvinnu á sviði grænna lausna, þurfa íslensk stjórnvöld að hraða orkuskiptum með hvötum í skattkerfinu, auknu fjármagni og áherslu á loftslagsmál í opinberum innkaupum. Síðan 2009 hafa notendur eldsneytis á sjó og landi greitt ríkissjóði kolefnisgjald sem ætlað var að hvetja til orkuskipta. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema nú 44.000 milljónum króna en lítið bólar á auknu fjármagni til þróunar og innleiðingar grænni lausna fyrir sjávarútveg og samgöngur. Eftir áratug orða en minni aðgerða, hlýtur næsta ríkisstjórn að spýta í lófana. Með auknum opinberum stuðningi getur íslenskur grænn iðnaður keppt á alþjóðlegum markaði og orðið öflug stoð í hagkerfinu. Valið stendur milli þess að vera leiðandi eða fylgjandi í grænu byltingunni. Loftslagsvandinn er skýr en sóknarfærin blasa einnig við. Höfundur er forstjóri CRI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Mörg Evrópuríki styðja rausnarlega við fjárfestingu og nýsköpun á sviði orkuskipta. Markmiðið er ekki aðeins að draga úr loftslagsvánni heldur einnig að skapa útflutningstekjur og verðmæt störf. Íslendingar, leiðandi þjóð í nýtingu vatnsafls og jarðvarma, eru eftirbátar grannríkjanna í stuðningi við nýsköpun og markaðssetningu grænna lausna. Danir ætla sér leiðandi hlutverk í orkuskiptum og líta á það sem tækifæri til að stórauka útflutningstekjur. Nýlega samþykkti danska þingið 17 milljarða króna framlag til sex verkefna á sviði grænnar orku. Þá eru stjórnvöld að vinna að sameiningu opinberra sjóða sem styrkja verkefni á sviði grænnar tækni. Fjárfestingageta þeirra verður 500 milljarðar króna fram til 2030. Sterkur stuðningur á heimamarkaði veitir dönskum fyrirtækjum ótvírætt samkeppnisforskot. Carbon Recycling International (CRI) er íslenskt hátæknifyrirtæki og hefur undanfarin 15 ár þróað og innleitt tækni til að nýta græna raforku til sjálfbærrar framleiðslu hráefna fyrir iðnað og grænt eldsneyti á skip og bíla. Nú hefur CRI landað fyrstu stóru verkefnunum erlendis. Með slíkri tækni geta Íslendingar orðið leiðandi í lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. En sterk staða á alþjóðlegum markaði fyrir grænar lausnir, næst ekki nema að nýsköpunarfyrirtæki geti treyst á stuðning hins opinbera og sterkan heimamarkað. Til að styðja við vöxt eftirspurnar innanlands og skapa atvinnu á sviði grænna lausna, þurfa íslensk stjórnvöld að hraða orkuskiptum með hvötum í skattkerfinu, auknu fjármagni og áherslu á loftslagsmál í opinberum innkaupum. Síðan 2009 hafa notendur eldsneytis á sjó og landi greitt ríkissjóði kolefnisgjald sem ætlað var að hvetja til orkuskipta. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema nú 44.000 milljónum króna en lítið bólar á auknu fjármagni til þróunar og innleiðingar grænni lausna fyrir sjávarútveg og samgöngur. Eftir áratug orða en minni aðgerða, hlýtur næsta ríkisstjórn að spýta í lófana. Með auknum opinberum stuðningi getur íslenskur grænn iðnaður keppt á alþjóðlegum markaði og orðið öflug stoð í hagkerfinu. Valið stendur milli þess að vera leiðandi eða fylgjandi í grænu byltingunni. Loftslagsvandinn er skýr en sóknarfærin blasa einnig við. Höfundur er forstjóri CRI.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun