Körfubolti

Nýliðar Njarðvíkur áfram á flugi - Öruggur sigur Hauka í Grindavík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lovísa Björt Henningsdóttir.
Lovísa Björt Henningsdóttir. Vísir/Bára

Tveimur leikjum er nýlokið í Subway deild kvenna í körfubolta.

Í Grindavík voru Haukar í heimsókn og þar var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda þrátt fyrir góða byrjun heimakvenna en Grindavík leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta.

Þá tóku Haukakonur við sér og höfðu fjórtán stiga forystu í hálfleik. Fór að lokum svo að Haukar unnu 34 stiga sigur, 84-50.

Lovísa Björt Henningsdóttir fór mikinn í sóknarleik Hauka og gerði 29 stig en Robbi Ryan var stigahæst heimakvenna með sextán stig.

Nýliðarnir á flugi

Í Kópavogi var Njarðvík í heimsókn hjá Breiðabliki og þar hélt gott gengi nýliða Njarðvíkur áfram.

Leikurinn var jafn og spennandi en fór að lokum svo að Njarðvík vann tólf stiga sigur, 62-74.

Aliyah Collier hefur verið frábær í liði Njarðvíkur á tímabilinu og hélt því áfram í kvöld en hún skoraði 22 stig, tók 27 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar.

Chelsea Shumpert var atkvæðamest heimakvenna með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×