Metum störf kvenna til launa! Tatjana Latinovic og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 24. október 2021 11:31 Í haust birtust nýjar tölur frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka hér á Íslandi. Munurinn á heildarlaunum kvenna og karla er nú 22,8% og hefur minnkað töluvert frá árinu á undan þegar samsvarandi munur var 24,9%. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að við á Íslandi séum smám saman að uppræta kynbundið kjaramisrétti. En þetta er einnig skelfileg staðreynd, að við búum í samfélagi þar sem helmingur þjóðarinnar býr enn við landlægt og rótgróið misrétti. Kynbundin skipting vinnumarkaðar skýrir að miklu leyti launamun sem enn er til staðar og okkur mun ekki takast að uppræta hann fyrr en sátt næst um mikilvægi svokallaða „kvennastarfa“. Við búum enn í samfélagi þar sem störf kvenna eru minna metin en störf karla, þar sem framlag kvenna til samfélagsins er enn talið minna virði en framlag karla. Heimsfaraldur COVID-19 hefur dregið fram mikilvægi umönnunar, fræðslu og þjónustu, starfsgreina þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þegar litið er á dreifingu launa eftir starfsgreinum kemur í ljós að þessi störf eru minna metin til launa en önnur, svo framleiðsla eða byggingarstarfsemi. Við sem samfélag þurfum að meta heildstætt virði ólíkra starfa og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf. Kvenréttindafélag Íslands styður heilshugar við áætlanir til að leiðrétta skakkt verðmætamat samfélagsins sem lagðar voru fram í haust í skýrslu forsætisráðherra. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þurfum við ekki aðeins verkfæri og verkferla, heldur samstilltan vilja og kraft. Konur hafa gengið úr vinnu sex sinnum síðustu hálfa öldina til að mótmæla landlægu kjaramisrétti kynjanna hér á landi, á kvennafrídegi 1975, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Kvenréttindafélag Íslands minnir á kröfur kvenna sem lesnar voru upp á baráttufundi á Arnarhóli þann 24. október 2018: Jafnréttismál eru hagsmunir okkar allra, ekki bara kvenna. Breytum menningunni og hugarfarinu, saman! Stöndum saman og höfum hátt! Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Kjarajafnrétti STRAX! Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í haust birtust nýjar tölur frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka hér á Íslandi. Munurinn á heildarlaunum kvenna og karla er nú 22,8% og hefur minnkað töluvert frá árinu á undan þegar samsvarandi munur var 24,9%. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að við á Íslandi séum smám saman að uppræta kynbundið kjaramisrétti. En þetta er einnig skelfileg staðreynd, að við búum í samfélagi þar sem helmingur þjóðarinnar býr enn við landlægt og rótgróið misrétti. Kynbundin skipting vinnumarkaðar skýrir að miklu leyti launamun sem enn er til staðar og okkur mun ekki takast að uppræta hann fyrr en sátt næst um mikilvægi svokallaða „kvennastarfa“. Við búum enn í samfélagi þar sem störf kvenna eru minna metin en störf karla, þar sem framlag kvenna til samfélagsins er enn talið minna virði en framlag karla. Heimsfaraldur COVID-19 hefur dregið fram mikilvægi umönnunar, fræðslu og þjónustu, starfsgreina þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þegar litið er á dreifingu launa eftir starfsgreinum kemur í ljós að þessi störf eru minna metin til launa en önnur, svo framleiðsla eða byggingarstarfsemi. Við sem samfélag þurfum að meta heildstætt virði ólíkra starfa og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf. Kvenréttindafélag Íslands styður heilshugar við áætlanir til að leiðrétta skakkt verðmætamat samfélagsins sem lagðar voru fram í haust í skýrslu forsætisráðherra. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þurfum við ekki aðeins verkfæri og verkferla, heldur samstilltan vilja og kraft. Konur hafa gengið úr vinnu sex sinnum síðustu hálfa öldina til að mótmæla landlægu kjaramisrétti kynjanna hér á landi, á kvennafrídegi 1975, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Kvenréttindafélag Íslands minnir á kröfur kvenna sem lesnar voru upp á baráttufundi á Arnarhóli þann 24. október 2018: Jafnréttismál eru hagsmunir okkar allra, ekki bara kvenna. Breytum menningunni og hugarfarinu, saman! Stöndum saman og höfum hátt! Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Kjarajafnrétti STRAX! Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun