Ráðgjöf um misþyrmingu lífríkis Íslands? Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. október 2021 18:28 Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur mörgum góðum og gegnum mönnum á að skipa, sérfræðingum á sviði náttúru- og vistfræði, en hlutverk hennar er, að fylgjast með þróun íslenzka lífríkisins og leiðbeina stjórnvöldum um vernd þess og viðhald. Hluti þessarar ráðgjafar er tillögugerð um veiðar villtra dýra, en öll villt dýr voru friðuð, góðu heilli, með lögum nr. 64/1994, eða fyrir 25 árum. Þessa dagana er umræðan um undanþágu frá friðun rjúpunnar í deiglu, en þrátt fyrir það, að rjúpan hafi verið friðuð í 25 ár, og þrátt fyrir það, að þá þegar var búið að útrýma 80-90% rjúpnastofnsins, þá hefur NÍ mælt með því, að undanþága væri veitt frá friðun, og veiðar leyfðar, í 23 ár, af þeim 25, sem rjúpan hefði átt að njóta friðunar skv. lögum. Skýringin er fyrir unndirrituðum sú, annars vegar, að veiðimenn, sem litlar eða engar tilfinningar bera fyrir villtum dýrum - og virðast hafa af því mikla ánægju, að stunda sitt blóðsport - hafa þrýst hart á með það, að vikið væri frá lögbundinni friðun, til þess, að þeir gætu stundað það, sem ég kalla óiðju sína. Hins vegar, virðist skýringin á því, að aftur og aftur hafa friðunarlög verið vanvirt, og mælt með veiðum, vera sú, að veiðimenn sjálfir hafa gegnt lykilhlutverkum bæði í NÍ og Umhverfisstofnun (UST), sem saman fara með ráðgjöf um undanþágu frá friðun og veiðistjórnun. Helzti sérfræðingur NÍ um rjúpnamál, sem hefur haft mest að segja um það, hvort fuglinn væri friðaður skv. lögum, eða undanþága veitt til veiða, er sjálfur rjúpnaveiðimaður. Það sama mun gilda um forstjóra NÍ; hann hefur sjálfur stundað rjúpnaveiðar. Á sama hátt er það svo, að sá maður, sem var helzti sérfræðingur UST í veiðum villtra dýra, og gaf þar að nokkru tóninn um langt árabil, er nú orðinn formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvíss, sem gefur til kynna, að hann sjálfur hafi stundað blóðsportið, kannske ótæpilega, í gegnum tíðina. Það er ýmislegt skrýtið, sem gerist í okkar litla þjóðfélagi, en mitt mat er, að það gæti vart gerzt meðal annarra siðmenntaðra þjóða, að þeir menn, sem eiga að hafa það meginhlutverk, að tryggja vernd og viðhald lífríkisins, tryggja velferð og afkomu villtra dýra, séu sjálfir virkir veiðimenn. Ég þekki ýmsa góða menn, sem eru veiðimenn, á líka nána vini meðal þeirra, en þeirra tilfinnigalíf er, í þessu tilliti, annað, en okkar dýravina; þeir hafa litlar eða engar tilfinningar fyrir dýrum, og líta á þau sem sjálfsagða bráð; veiðar sem sport og skemmtun, sem þeir eigi fullan rétt á. Villtdýr séu nánast fædd í þenna heim, til að gera þeim kleift að elta þau og drepa. Kikkið ráði. Tilfinningin fyrir villtum dýrum og rétti þeirra til velferðar og lífs við núllið. Forráðamenn NÍ, líka formaður Skotvíss, virka sem vænir menn, góðir drengir, almennt talað, en gagnvart dýrum hafa þeir litlar tilfinningar. Því er með öllu óhæft, að þeir ráði ferðinni, þegar línur eru lagðar um það, hvort lögbundinn friðun gildi, eða undanþága sé veitt til veiða. Skv. talningu NÍ var vor- eða varpstofn rjúpu í vor 69 þúsund fuglar. Reiknað er með, að 179 þúsund ungar hafi bætzt við í sumar, þannig, að haust- eða veiðistofn, með 6 mánaða ungum, sé 248 þúsund fuglar. Er þetta minnsti og veikasti stofninn frá upphafi talninga 1995 Skv. gögnum NÍ. Til samanburðar má nefna, að NÍ hefur sjálf gefið út, að rjúpur í landinu, á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið allt að 5 milljónum fuglum. Engu að síður mæla forráðamenn NÍ með, að friðun rjúpu sé enn og aftur virt að vettugi, og, að veiðar verði leyfðar á 20 þúsund fuglum, sem skiptist eiga á 5 þúsund veiðimenn. Mælt er með, að hver veiðimaður fái að veiða 4 rjúpur. Allir, sem eitthvað vita um rjúpnaveiðar og neyzlu fuglsins, vita, hins vegar, að það fer enginn veiðimaður til fjalla til að veiða 4 rjúpur. Uppgefin meðalveiði á veiðimann, skv. gögnum UST sjálfrar, síðustu 16 árin, er 12 fuglar á veiðimann. Þetta er sjá fjöldi, sem sem veiðimenn gefa upp, ef þeir gefa yfir höfuð eitthvað upp. Þeir, sem til þekkja, munu vita, að almenn veiði veiðimanna er 15-20 fuglar, eða fjórum til fimm sinnum meiri, en NÍ reiknar með. Eru þeir þá ótaldir, sem kunna að veiða án leyfa, t.a.m. bændur og landeigendur, sem veiða á eigin jörðum, og telja lífríkið þar sína eign, eins og fiskinn í vötnum og ám. Verði UST og umhverfisráðherra við ráðgjöf NÍ um veiðar, nú í nóvember, tel ég, að stjórnvöld séu að gefa grænt ljós á enn eina misþyrmingu hins fábrotna og fátæklega íslenzka lífríkis. Rjúpan er nú þegar á válista NÍ um „tegundir í yfirvofandi útrýmingarhætt“. Þetta yrði þá kannske síðasta sóknin og loka sigur veiðimanna. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur mörgum góðum og gegnum mönnum á að skipa, sérfræðingum á sviði náttúru- og vistfræði, en hlutverk hennar er, að fylgjast með þróun íslenzka lífríkisins og leiðbeina stjórnvöldum um vernd þess og viðhald. Hluti þessarar ráðgjafar er tillögugerð um veiðar villtra dýra, en öll villt dýr voru friðuð, góðu heilli, með lögum nr. 64/1994, eða fyrir 25 árum. Þessa dagana er umræðan um undanþágu frá friðun rjúpunnar í deiglu, en þrátt fyrir það, að rjúpan hafi verið friðuð í 25 ár, og þrátt fyrir það, að þá þegar var búið að útrýma 80-90% rjúpnastofnsins, þá hefur NÍ mælt með því, að undanþága væri veitt frá friðun, og veiðar leyfðar, í 23 ár, af þeim 25, sem rjúpan hefði átt að njóta friðunar skv. lögum. Skýringin er fyrir unndirrituðum sú, annars vegar, að veiðimenn, sem litlar eða engar tilfinningar bera fyrir villtum dýrum - og virðast hafa af því mikla ánægju, að stunda sitt blóðsport - hafa þrýst hart á með það, að vikið væri frá lögbundinni friðun, til þess, að þeir gætu stundað það, sem ég kalla óiðju sína. Hins vegar, virðist skýringin á því, að aftur og aftur hafa friðunarlög verið vanvirt, og mælt með veiðum, vera sú, að veiðimenn sjálfir hafa gegnt lykilhlutverkum bæði í NÍ og Umhverfisstofnun (UST), sem saman fara með ráðgjöf um undanþágu frá friðun og veiðistjórnun. Helzti sérfræðingur NÍ um rjúpnamál, sem hefur haft mest að segja um það, hvort fuglinn væri friðaður skv. lögum, eða undanþága veitt til veiða, er sjálfur rjúpnaveiðimaður. Það sama mun gilda um forstjóra NÍ; hann hefur sjálfur stundað rjúpnaveiðar. Á sama hátt er það svo, að sá maður, sem var helzti sérfræðingur UST í veiðum villtra dýra, og gaf þar að nokkru tóninn um langt árabil, er nú orðinn formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvíss, sem gefur til kynna, að hann sjálfur hafi stundað blóðsportið, kannske ótæpilega, í gegnum tíðina. Það er ýmislegt skrýtið, sem gerist í okkar litla þjóðfélagi, en mitt mat er, að það gæti vart gerzt meðal annarra siðmenntaðra þjóða, að þeir menn, sem eiga að hafa það meginhlutverk, að tryggja vernd og viðhald lífríkisins, tryggja velferð og afkomu villtra dýra, séu sjálfir virkir veiðimenn. Ég þekki ýmsa góða menn, sem eru veiðimenn, á líka nána vini meðal þeirra, en þeirra tilfinnigalíf er, í þessu tilliti, annað, en okkar dýravina; þeir hafa litlar eða engar tilfinningar fyrir dýrum, og líta á þau sem sjálfsagða bráð; veiðar sem sport og skemmtun, sem þeir eigi fullan rétt á. Villtdýr séu nánast fædd í þenna heim, til að gera þeim kleift að elta þau og drepa. Kikkið ráði. Tilfinningin fyrir villtum dýrum og rétti þeirra til velferðar og lífs við núllið. Forráðamenn NÍ, líka formaður Skotvíss, virka sem vænir menn, góðir drengir, almennt talað, en gagnvart dýrum hafa þeir litlar tilfinningar. Því er með öllu óhæft, að þeir ráði ferðinni, þegar línur eru lagðar um það, hvort lögbundinn friðun gildi, eða undanþága sé veitt til veiða. Skv. talningu NÍ var vor- eða varpstofn rjúpu í vor 69 þúsund fuglar. Reiknað er með, að 179 þúsund ungar hafi bætzt við í sumar, þannig, að haust- eða veiðistofn, með 6 mánaða ungum, sé 248 þúsund fuglar. Er þetta minnsti og veikasti stofninn frá upphafi talninga 1995 Skv. gögnum NÍ. Til samanburðar má nefna, að NÍ hefur sjálf gefið út, að rjúpur í landinu, á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið allt að 5 milljónum fuglum. Engu að síður mæla forráðamenn NÍ með, að friðun rjúpu sé enn og aftur virt að vettugi, og, að veiðar verði leyfðar á 20 þúsund fuglum, sem skiptist eiga á 5 þúsund veiðimenn. Mælt er með, að hver veiðimaður fái að veiða 4 rjúpur. Allir, sem eitthvað vita um rjúpnaveiðar og neyzlu fuglsins, vita, hins vegar, að það fer enginn veiðimaður til fjalla til að veiða 4 rjúpur. Uppgefin meðalveiði á veiðimann, skv. gögnum UST sjálfrar, síðustu 16 árin, er 12 fuglar á veiðimann. Þetta er sjá fjöldi, sem sem veiðimenn gefa upp, ef þeir gefa yfir höfuð eitthvað upp. Þeir, sem til þekkja, munu vita, að almenn veiði veiðimanna er 15-20 fuglar, eða fjórum til fimm sinnum meiri, en NÍ reiknar með. Eru þeir þá ótaldir, sem kunna að veiða án leyfa, t.a.m. bændur og landeigendur, sem veiða á eigin jörðum, og telja lífríkið þar sína eign, eins og fiskinn í vötnum og ám. Verði UST og umhverfisráðherra við ráðgjöf NÍ um veiðar, nú í nóvember, tel ég, að stjórnvöld séu að gefa grænt ljós á enn eina misþyrmingu hins fábrotna og fátæklega íslenzka lífríkis. Rjúpan er nú þegar á válista NÍ um „tegundir í yfirvofandi útrýmingarhætt“. Þetta yrði þá kannske síðasta sóknin og loka sigur veiðimanna. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar