Ögurstund í lífskjörum Drífa Snædal skrifar 22. október 2021 13:00 Núna er tímapunkturinn þar sem afdrifaríkustu ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar Covid-kreppunnar. Við sáum það í nýafstaðinni kosningabaráttu að sumir frambjóðendur lögðu áherslu á „að loka gatinu“, þ.e. að greiða hratt upp skuldir ríkisins. Aðrir vildu sýna þrautseigju og setja í forgang að vernda sameiginlegar eignir og velferðarkerfið. ASÍ varaði við því strax í upphafi fársins að þessi staða myndi koma upp og við þyrftum að sammælast um að vaxa út úr kreppunni í stað þess að auka álögur eða selja ríkiseigur. Sú áhersla sem verkalýðshreyfingin lagði á að vernda kaupmátt almennings í gegnum kreppuna hefur enda skilað sér með þeim hætti að samdrátturinn beit almenning minna en ella. Sú staðreynd varð svo aftur til þess að halda atvinnulífinu gangandi. Nú eru blikur á lofti: Hrávöruverð í heiminum fer hækkandi og dregið hefur úr framleiðslu ýmissa vara vegna sóttvarnaraðgerða. Við erum því stödd á ögurstundu. Vöruverð, verðbólga og vaxtahækkanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kjör almennings og gert það að verkum að launahækkanir framundan haldi ekki í við kaupmátt. Við það verður ekki unað og spjótin standa nú á stjórnvöldum að draga úr áhrifum á almenning. Í fyrsta lagi þá er óljóst hvaða áhrif vaxtahækkanir hafa í þessu árferði og eðlilega er uppi krafa um að halda vöxtum lágum. Í öðru lagi þá þurfa stjórnvöld að draga úr álögum á innfluttum nauðsynjavörum til að stemma stigu við verðbólgu og dýrtíð. Í þriðja lagi þá er það svo að þær hrávörur sem framleiddar eru hér á landi, fiskurinn og álið, hækka líka í verði. Við erum því enn og aftur í þeirri stöðu að krefjast þess að verðmætin sem skapast í framleiðslunni verði til hagsbóta fyrir samfélagið allt í gegnum sanngjarna skatta og auðlindagjöld. Um þetta hljóta stjórnarmyndunarviðræðurnar að fjalla um þessar mundir, enda um undirstöðu lífskjara næstu missera að ræða. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Núna er tímapunkturinn þar sem afdrifaríkustu ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar Covid-kreppunnar. Við sáum það í nýafstaðinni kosningabaráttu að sumir frambjóðendur lögðu áherslu á „að loka gatinu“, þ.e. að greiða hratt upp skuldir ríkisins. Aðrir vildu sýna þrautseigju og setja í forgang að vernda sameiginlegar eignir og velferðarkerfið. ASÍ varaði við því strax í upphafi fársins að þessi staða myndi koma upp og við þyrftum að sammælast um að vaxa út úr kreppunni í stað þess að auka álögur eða selja ríkiseigur. Sú áhersla sem verkalýðshreyfingin lagði á að vernda kaupmátt almennings í gegnum kreppuna hefur enda skilað sér með þeim hætti að samdrátturinn beit almenning minna en ella. Sú staðreynd varð svo aftur til þess að halda atvinnulífinu gangandi. Nú eru blikur á lofti: Hrávöruverð í heiminum fer hækkandi og dregið hefur úr framleiðslu ýmissa vara vegna sóttvarnaraðgerða. Við erum því stödd á ögurstundu. Vöruverð, verðbólga og vaxtahækkanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kjör almennings og gert það að verkum að launahækkanir framundan haldi ekki í við kaupmátt. Við það verður ekki unað og spjótin standa nú á stjórnvöldum að draga úr áhrifum á almenning. Í fyrsta lagi þá er óljóst hvaða áhrif vaxtahækkanir hafa í þessu árferði og eðlilega er uppi krafa um að halda vöxtum lágum. Í öðru lagi þá þurfa stjórnvöld að draga úr álögum á innfluttum nauðsynjavörum til að stemma stigu við verðbólgu og dýrtíð. Í þriðja lagi þá er það svo að þær hrávörur sem framleiddar eru hér á landi, fiskurinn og álið, hækka líka í verði. Við erum því enn og aftur í þeirri stöðu að krefjast þess að verðmætin sem skapast í framleiðslunni verði til hagsbóta fyrir samfélagið allt í gegnum sanngjarna skatta og auðlindagjöld. Um þetta hljóta stjórnarmyndunarviðræðurnar að fjalla um þessar mundir, enda um undirstöðu lífskjara næstu missera að ræða. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun