Viðskipti innlent

Arion banki hækkar vextina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka. Vísir/EinarÁrna

Inn- og útlánsvextir hjá Arion banka munu hækka frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum og vísað til nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hefur þegar hækkað vexti.

Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,15 prósentustig og verða 3,89%. Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir hækka um 0,15 prósentustig og verða 4,64%.

Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,15 prósentustig og verða 5,05%. Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,25 prósentustig. Kjörvextir bílalána hækka um 0,15 prósentustig og verða 5,45%

Breytilegir óverðtryggðir innlánavextir hækka ýmist um allt að 0,25 prósentustig eða haldast óbreyttir en vextir á t.d. veltureikningum haldast óbreyttir. Vextir verðtryggðra íbúðalána og verðtryggðir kjörvextir haldast óbreyttir.

Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.

Landsbankinn hefur þegar tilkynnt um vaxtahækkanir og má reikna með því að Íslandsbanki geri slíkt hið sama, sé litið til fyrri viðbragða bankanna.


Tengdar fréttir

Seðla­bankinn hækkar enn stýri­vexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.