Menning

Þekktur slagara­smiður fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Leslie Bricusse varð níutíu ára gamall.
Leslie Bricusse varð níutíu ára gamall. Getty

Breski lagasmiðurinn og leikskáldið Leslie Bricusse, sem kom að gerð ótal þekktra laga úr heimi kvikmynda og söngleikja, er látinn. Hann lést í Saint-Paul-de-Vence í Frakklandi í gær.

Bricusse skrifaði textann við James Bond-lögin Goldfinger og You Only Live Twice og samdi lög í kvikmyndum á borð við Willy Wonka og súkkulaðiverksmiðjunni, Hook, Dolittle lækni og Superman.

Hann var mikils virtur innan heimi kvikmyndanna og fékk meðal annars Óskarsverðlaun fyrir lagið Talk to the Animals í myndinni Dolittle lækni árið 1967 og sömuleiðis tónlistina við Victor/Victoria árið 1982.

Vinkona Bricusse, leikkonan Joan Collins, minnist Bricusse á Instagram og kallar hann einn af „stærstu lagasmiðum okkar tíma“.

Leslie Bricusse varð níutíu ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×