Viðskipti innlent

Ráðin til VÍS eftir sau­tján ár hjá Icelandair

Atli Ísleifsson skrifar
Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir.
Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir. VÍS/Saga Sigurðardóttir

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS.

Í tilkynningu frá VÍS segir að Ingibjörg Ásdís hafi viðamikla þekkingu á sölu, þjónustustjórnun og þjónustuupplifun. Hún hafi undanfarin ár starfað sem forstöðumaður þjónustu og notendaupplifana hjá Icelandair. Hún hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2004. 

„Ingibjörg hefur víðtæka reynslu af fjölbreyttum verkefnum hjá Icelandair ─ og hefur tekið þátt í að leiða flugfélagið í gegnum víðtækar breytingar. Fyrst í starfi sínu sem forstöðumaður Icelandair Saga Club, stærsta tryggðarkerfis á Íslandi, og nú síðast sem forstöðumaður þjónustu og notendaupplifana. Ingibjörg hefur einnig starfað sem svæðisstjóri Icelandair þar sem hún bar ábyrgð á sölu og markaðsstarfi hér á landi.

Ingibjörg kennir námskeiðið „Leiðtogi í þjónustu og upplifunum“ hjá Akademias þar sem kastljósinu er beint að þjónustustjórnun og þjónustuupplifunum. Ingibjörg er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.

Ingibjörg Ásdís hefur störf hjá VÍS um miðjan nóvember,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×