Óumbeðin verkstjórn afþökkuð Gauti Jóhannesson skrifar 18. október 2021 10:30 Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hefðu orðið fyrir valinu við fyrstu úthlutun úr Fiskeldissjóði. Heildarfjárhæð úthlutunar var um 100 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem sótt var um 240 milljónir króna alls. Þrír styrkir fóru til Vestfjarða samtals um 34 milljónir og tveir til Austfjarða samtals rúmar 70 milljónir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki allir sáttir með þessa fyrstu úthlutun. Bent hefur verið á að innborganir í sjóðinn á síðasta ári hafi að megninu til komið frá sunnanverðum Vestfjörðum og því skjóti skökku við hve hátt hlutfall styrkja fari austur. Jafnframt endurspegli úthlutunin aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að allt frá því að drög að reglugerð um fiskeldissjóð birtust í Samráðsgátt í lok árs 2019 hafa sveitarfélögin gert alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið og raunar gjaldtöku af fiskeldisstarfsemi í heild sinni. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem unnin var í samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga dags. 8. janúar 2020 segir: “Í upphafi telur Samband íslenskra sveitarfélaga óhjákvæmilegt að halda því til haga að við setningu laga um gjaldtöku af fiskeldi lagðist það ásamt Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga eindregið gegn þeirri leið að stofna sérstakan sjóð til að ráðstafa hluta tekna ríkisins af gjaldtöku á fiskeldisstarfsemi. Á allan hátt væri eðlilegra að sveitarfélögin fengju í sinn hlut beina hlutdeild í tekjum af slíkri starfsemi til að standa undir nauðsynlegri innviðauppbyggingu.” Í ljósi þeirra stjórnarmyndunarviðræðna sem nú eiga sér stað er gott til þess að vita að samkvæmt kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er mikilvægt að: “…regluverk um fiskeldi verði endurskoðað til að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Skipting þeirra tekna milli ríkis og sveitarfélaga verði sanngjörn.” Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í ágúst segir ennfremur: “Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs og gefur aukin tækifæri til verðmætasköpunar. Skoðað verði með hvaða hætti megi auka beina hlutdeild sveitarfélaga að tekjum í greininni.” Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísað er í hér að fram segir einnig: “Að áliti sambandsins er það fyrirkomulag að úthluta fjármunum til sveitarfélaga í gegnum Fiskeldissjóð einungis tímabundið ástand og stefna beri að því að sveitarfélög fái sem fyrst beinar tekjur af fiskeldisstarfseminni.” Af áherslum meirihluta stjórnarflokkanna að dæma hafa sveitarfélögin sem um ræðir engu að kvíða. Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Kjörnum fulltrúum á Vestfjörðum, Austfjörðum og mögulega við Eyjafjörð er fyllilega treystandi til að vega og meta hvar uppbyggingar er þörf innan þeirra sveitarfélaga og afþakka óumbeðna verkstjórn í þeim efnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Fiskeldi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hefðu orðið fyrir valinu við fyrstu úthlutun úr Fiskeldissjóði. Heildarfjárhæð úthlutunar var um 100 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem sótt var um 240 milljónir króna alls. Þrír styrkir fóru til Vestfjarða samtals um 34 milljónir og tveir til Austfjarða samtals rúmar 70 milljónir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki allir sáttir með þessa fyrstu úthlutun. Bent hefur verið á að innborganir í sjóðinn á síðasta ári hafi að megninu til komið frá sunnanverðum Vestfjörðum og því skjóti skökku við hve hátt hlutfall styrkja fari austur. Jafnframt endurspegli úthlutunin aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að allt frá því að drög að reglugerð um fiskeldissjóð birtust í Samráðsgátt í lok árs 2019 hafa sveitarfélögin gert alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið og raunar gjaldtöku af fiskeldisstarfsemi í heild sinni. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem unnin var í samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga dags. 8. janúar 2020 segir: “Í upphafi telur Samband íslenskra sveitarfélaga óhjákvæmilegt að halda því til haga að við setningu laga um gjaldtöku af fiskeldi lagðist það ásamt Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga eindregið gegn þeirri leið að stofna sérstakan sjóð til að ráðstafa hluta tekna ríkisins af gjaldtöku á fiskeldisstarfsemi. Á allan hátt væri eðlilegra að sveitarfélögin fengju í sinn hlut beina hlutdeild í tekjum af slíkri starfsemi til að standa undir nauðsynlegri innviðauppbyggingu.” Í ljósi þeirra stjórnarmyndunarviðræðna sem nú eiga sér stað er gott til þess að vita að samkvæmt kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er mikilvægt að: “…regluverk um fiskeldi verði endurskoðað til að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Skipting þeirra tekna milli ríkis og sveitarfélaga verði sanngjörn.” Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í ágúst segir ennfremur: “Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs og gefur aukin tækifæri til verðmætasköpunar. Skoðað verði með hvaða hætti megi auka beina hlutdeild sveitarfélaga að tekjum í greininni.” Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísað er í hér að fram segir einnig: “Að áliti sambandsins er það fyrirkomulag að úthluta fjármunum til sveitarfélaga í gegnum Fiskeldissjóð einungis tímabundið ástand og stefna beri að því að sveitarfélög fái sem fyrst beinar tekjur af fiskeldisstarfseminni.” Af áherslum meirihluta stjórnarflokkanna að dæma hafa sveitarfélögin sem um ræðir engu að kvíða. Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Kjörnum fulltrúum á Vestfjörðum, Austfjörðum og mögulega við Eyjafjörð er fyllilega treystandi til að vega og meta hvar uppbyggingar er þörf innan þeirra sveitarfélaga og afþakka óumbeðna verkstjórn í þeim efnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun