Handbolti

For­maður norska sam­bandsins smitaðist af kórónu­veirunni á lands­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það smituðust margir af leikmönnum og starfsmönnum Þóris Hergeirssonar í tengslum við þennan landsleik í Bærum.
Það smituðust margir af leikmönnum og starfsmönnum Þóris Hergeirssonar í tengslum við þennan landsleik í Bærum. Getty/Andre Weening

Í Noregi er komið kom upp kórónuveiru hópsmit sem tengist handboltalandsleik í Bærum á dögunum þar sem að norsku stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar mættu slóvenska landsliðinu.

Leikurinn fór fram 7. október síðastliðinn en 1526 áhorfendur voru á leiknum. Nú er talið að minnsta kosti 32 hafi smitast.

Einn af þeim smituðu er Kåre Geir Lio, formaður norska handboltasambandsins. Verdens Gang segir frá.

VG hafði áður greint frá því að sjö smit höfðu komið innan leikmanna eða starfsmanna norska landsliðsins.

„Ég veit ekki fyrir víst að ég hafi smitast á þessum leik en það er ekki ólíklegt,“ sagði Kåre Geir Lio, formaður norska sambandsins, við blaðamann Verdens Gang.

„Ég veiktist síðasta sunnudag og er búinn að vera með hita og beinverki í viku. Ég hef ekki fengið önnur einkenni en þau sem þú færð með venjulegri flensu,“ sagði Lio.

Lio er 68 ára gamall og hafði verið fullbólusettur.

„Að leikmönnum og starfsmönnum norska landsliðsins þá erum við komin með 32 staðfest smit. Sautján þeirra eru fólk frá Bærum. Það er samt ekki öruggt að við séum með yfirlit yfir öll smitin. Nú þurfum við bara að halda þessu niðri,“ sagði Fritz Leonard Nilsen, yfirlæknir í Bærum. Hann segir að nú þurfi allir að passa sig eins og áður í faraldrinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.