Hærri lágmarkslaun þýða ekki færri störf Drífa Snædal skrifar 15. október 2021 11:30 Í vikunni voru nóbelsverðlaunin í hagfræði afhent þremur hagfræðingum sem hafa í rannsóknum sínum sýnt fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir ekki sjálfkrafa til færri starfa. Kenningar meginstraumshagfræðinnar hafa byggt á þeirri hugmynd að betrumbætur á stöðu láglaunafólks og þeirra sem þurfa á tryggingakerfum að halda muni koma í bakið á þessum sömu hópum og hafa slæmar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild sinni. Rannsóknir þremenninganna sýna fram á að svo er ekki og hafa þær nú hlotið æðstu viðurkenningu hagfræðinnar. Sérstaklega má nefna David Card sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á vinnumarkaðnum. Í rökstuðningi nefndarinnar er fjallað um tímamótarannsókn hans og Alan B. Krueger á áhrifum hækkunar lágmarkslauna og rannsókn hans á áhrifum fjölgunar aðflutts fólks á vinnumarkaðinn. Þar er staðfesting á því sem verkalýðshreyfingin hefur löngum haldið fram; að hækkun lágmarkslauna þýðir ekki endilega færri störf heldur styður slík hækkun við hagkerfið í heild. Sömuleiðis sýna rannsóknir að þau sem fyrir eru á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi fólk sem elst upp í viðkomandi landi, geta haft hag af því að fleiri flytji til landsins og taki þátt á vinnumarkaðnum. Þessi lífseiga hugmynd um að útlendingar „steli störfum“ og leiði til atvinnuleysis og lægri launa á því ekki við rök að styðjast. Hér á landi getum við staðfest að þetta sé raunin. Að auki hefur Card rannsakað áhrif skólagöngu á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og komist að raun um góður aðbúnaður og góð kennsla eru afar stórir áhrifavaldar á framtíðarmöguleika fólks á vinnumarkaði. Þetta er einnig staðfest í kringum okkur þar sem stór og öflug, opinber menntakerfi þar sem allir hafa jafna möguleika leiða til meiri hagsældar og betri almennra lífsgæða en önnur menntakerfi. Það sem vekur líka athygli við þessa verðlaunaútnefningu er að hún boðar vonandi nýja tíma í hagfræði enda er verið að skora ýmislegt sem við höfum litið á sem náttúrulögmál á hólm þessa dagana. Þar má nefna hvað hefur áhrif á verðbólgu, samspil launa og verðbólgu, eðli ríkisfjármála og hvernig má beita þeim í kreppum og svo mætti lengi telja. Það vekur því athygli að í sömu viku bárust einnig kunnugleg viðvörunarorð úr Seðlabankanum, sem varar líkt og oft áður við launahækkunum. Hins vegar mælist engin sérstök launadrifin verðbólga, heldur er verðbólga há sökum þess að húsnæðisverð hefur fengið að hækka í hæstu hæðir og of seint hefur verið brugðist við þróuninni. Þessi ákvörðun nóbelsverðlaunaakademíunnar er vonandi liður í því að vinda ofan af löngu úreltum hugmyndum um nauðsyn þess að halda launum niðri. Þær hugmyndir hafa reynst skaðlegar um heim allan og kostað milljónir lífsviðurværið og dregið úr lífsgæðum þorra almennings. Þessar hugmyndir lifa víða góðu lífi hér á landi í dag því miður, en nú er kominn tími á uppfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni voru nóbelsverðlaunin í hagfræði afhent þremur hagfræðingum sem hafa í rannsóknum sínum sýnt fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir ekki sjálfkrafa til færri starfa. Kenningar meginstraumshagfræðinnar hafa byggt á þeirri hugmynd að betrumbætur á stöðu láglaunafólks og þeirra sem þurfa á tryggingakerfum að halda muni koma í bakið á þessum sömu hópum og hafa slæmar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild sinni. Rannsóknir þremenninganna sýna fram á að svo er ekki og hafa þær nú hlotið æðstu viðurkenningu hagfræðinnar. Sérstaklega má nefna David Card sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á vinnumarkaðnum. Í rökstuðningi nefndarinnar er fjallað um tímamótarannsókn hans og Alan B. Krueger á áhrifum hækkunar lágmarkslauna og rannsókn hans á áhrifum fjölgunar aðflutts fólks á vinnumarkaðinn. Þar er staðfesting á því sem verkalýðshreyfingin hefur löngum haldið fram; að hækkun lágmarkslauna þýðir ekki endilega færri störf heldur styður slík hækkun við hagkerfið í heild. Sömuleiðis sýna rannsóknir að þau sem fyrir eru á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi fólk sem elst upp í viðkomandi landi, geta haft hag af því að fleiri flytji til landsins og taki þátt á vinnumarkaðnum. Þessi lífseiga hugmynd um að útlendingar „steli störfum“ og leiði til atvinnuleysis og lægri launa á því ekki við rök að styðjast. Hér á landi getum við staðfest að þetta sé raunin. Að auki hefur Card rannsakað áhrif skólagöngu á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og komist að raun um góður aðbúnaður og góð kennsla eru afar stórir áhrifavaldar á framtíðarmöguleika fólks á vinnumarkaði. Þetta er einnig staðfest í kringum okkur þar sem stór og öflug, opinber menntakerfi þar sem allir hafa jafna möguleika leiða til meiri hagsældar og betri almennra lífsgæða en önnur menntakerfi. Það sem vekur líka athygli við þessa verðlaunaútnefningu er að hún boðar vonandi nýja tíma í hagfræði enda er verið að skora ýmislegt sem við höfum litið á sem náttúrulögmál á hólm þessa dagana. Þar má nefna hvað hefur áhrif á verðbólgu, samspil launa og verðbólgu, eðli ríkisfjármála og hvernig má beita þeim í kreppum og svo mætti lengi telja. Það vekur því athygli að í sömu viku bárust einnig kunnugleg viðvörunarorð úr Seðlabankanum, sem varar líkt og oft áður við launahækkunum. Hins vegar mælist engin sérstök launadrifin verðbólga, heldur er verðbólga há sökum þess að húsnæðisverð hefur fengið að hækka í hæstu hæðir og of seint hefur verið brugðist við þróuninni. Þessi ákvörðun nóbelsverðlaunaakademíunnar er vonandi liður í því að vinda ofan af löngu úreltum hugmyndum um nauðsyn þess að halda launum niðri. Þær hugmyndir hafa reynst skaðlegar um heim allan og kostað milljónir lífsviðurværið og dregið úr lífsgæðum þorra almennings. Þessar hugmyndir lifa víða góðu lífi hér á landi í dag því miður, en nú er kominn tími á uppfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar