Viðskipti innlent

Birgir fer til Play

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birgir Olgeirsson hefur meðal annars verið í fréttaskýringaþættinum Kompás og stýrt Pallborðinu á Vísi.
Birgir Olgeirsson hefur meðal annars verið í fréttaskýringaþættinum Kompás og stýrt Pallborðinu á Vísi. vísir/ragnar

Birgir Olgeirsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play.

Birgir er með þrettán ára reynslu úr fjölmiðlum og hefur síðustu sex ár starfað á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þar hefur hann meðal annars getið sér gott orð í fréttaskýringaþættinum Kompás. Hann lætur af störfum um mánaðarmótin.

Í sínu nýja starfi mun Birgir meðal annars sjá um að kynna Play á erlendum mörkuðum, sjá um samskipti við almannatengslastofur og fjölmiðla ásamt því að taka þátt í markaðsstarfi félagsins.


Tengdar fréttir

Nadine fer til Play

Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.