Viðskipti innlent

Nadine fer til Play

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nadine Guðrún Yaghi hefur starfað sem fréttamaður undanfarin sjö ár. Hún færir sig nú yfir í flugbransann.
Nadine Guðrún Yaghi hefur starfað sem fréttamaður undanfarin sjö ár. Hún færir sig nú yfir í flugbransann. Vísir/Vilhelm

Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar.

Undanfarin ár hefur Nadine vakið athygli fyrir rannsóknarverkefni, einkum í fréttaskýringaþættinum Kompás.

Nadine fékk blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku í mars á þessu ári fyrir að afhjúpa „umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningu á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins,“ eins og sagði í umsögn dómnefndar.

Nadine var sömuleiðis hluti af Kompás-teyminu sem fékk blaðamannaverðlaunin fyrir viðtal ársins árið áður. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur unnið sem fréttamaður í tæp sjö ár.

„Nadine hefur sem fréttamaður komið upp um mál sem hafa skipt miklu fyrir samfélagið. Hún hefur í störfum sínum sýnt fram á mikilvægi fjölmiðla við að koma upplýsingum á framfæri við almenning, oft í andstöðu við þá sem vilja að þær fari leynt,“ segir Þórir Guðmundsson ritstjóri fréttastofunnar.

„Við á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar munum sakna Nadine en jafnframt þakka ég henni fyrir afbragðssamstarf og óska hanni velfarnaðar í nýju starfi,“ segir Þórir.

„Nadine mun á þeim tíma sem hún á eftir á fréttastofunni að sjálfsögðu ekki taka að sér fréttamál sem varða Play, samkeppnisaðila þess eða ferðalög til útlanda yfirleitt.“

Hjá Play mun Nadine leiða verkefni á sviði almannatengsla og bera ábyrgð á því að móta samskiptastefnu fyrirtækisins, að sögn Play. Þá vinnur hún að fjárfestatengslum og markaðsherferðum félagsins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
1,64
24
390.773
SIMINN
1,63
12
546.925
ORIGO
1,49
14
564.722
ICESEA
1,31
2
889
HAGA
1,07
13
246.087

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-0,95
23
302.728
ICEAIR
-0,77
42
122.525
SVN
-0,4
11
165.277
BRIM
0
2
203
REGINN
0
1
30
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.