Bjarni Magnússon: „Veit ekki hvort það var fyrir neðan þeirra virðingu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2021 21:49 Bjarni Magnússon var ósáttur við dómara kvöldsins, en tekur jákvæða punkta úr leiknum. vísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með baráttuna í sínum leikmönnum og segist taka jákvæða punkta út úr leiknum, þrátt fyrir 43 stiga tap gegn Villeunueve í Evrópubikarnum. „Ég tek bara jákvætt úr þessum leik. Fyrsti leikur á þessu sviði á móti sterkum andstæðingum. Auðvitað hefðum við getað betur hér og þar en þetta er bara fyrsti leikur og fyrsti leikur hjá nánast öllum í liðinu á þessu sviði. Nú vitum við hvert við erum komin. Núna er sviðskrekkurinn vonandi farinn og við reynum að gera betur næst,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn gegn Villeunueve. „Ég var ánægður með baráttuna, vorum að slást við stórar og sterkar stelpur inn í teig og ég var líka ánægður með hvernig við enduðum leikinn, vorum ekki að hengja haus, kláruðum þetta sterkt og fengum góðar körfur á lokakaflanum.“ Haukar voru lengi með 26 stig skoruð í leiknum en náðu að bæta við fimmtán stigum fyrir lok leiksins. „Þetta var orðin þreytt tala á töfluna, þessi 26 stig. Það var gott að geta bætt aðeins í undir lokin.“ Bjarni var spurður út í dómgæsluna og hann var ekki sáttur við frammistöðu dómarans. Haiden Palmer var hent út úr húsi þegar hún fékk tæknivillu en hún hafði áður fengið óíþróttamannslega villu. „Ég heyrði ekki af hverju hún fékk þessa tæknivillu og mér fannst óíþróttamannslega villan á mjög tæpu svæði. Ég var mjög ósáttur með dómarana í kvöld. Mér fannst þeir gefa gestunum of mikla virðingu og okkur ekki neina. Mér fannst þetta tríó sem við fengum hérna heim... ég veit ekki hvort það var fyrir neðan þeirra virðingu að koma til Íslands í Evrópukeppni en þau voru alllavega ekki bestu leikmennirnir á sviðinu í dag.“ Haukar mæta Tarbles eftir sex daga í Frakklandi. Bjarni var að lokum spurður út í það verkefni. „Mér líst mjög vel á það. Það eru fimm leikir eftir, þetta er bara ævintýri og allir í klúbbnum eru spenntir að taka þátt í þessu,“ sagði Bjarni. Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
„Ég tek bara jákvætt úr þessum leik. Fyrsti leikur á þessu sviði á móti sterkum andstæðingum. Auðvitað hefðum við getað betur hér og þar en þetta er bara fyrsti leikur og fyrsti leikur hjá nánast öllum í liðinu á þessu sviði. Nú vitum við hvert við erum komin. Núna er sviðskrekkurinn vonandi farinn og við reynum að gera betur næst,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn gegn Villeunueve. „Ég var ánægður með baráttuna, vorum að slást við stórar og sterkar stelpur inn í teig og ég var líka ánægður með hvernig við enduðum leikinn, vorum ekki að hengja haus, kláruðum þetta sterkt og fengum góðar körfur á lokakaflanum.“ Haukar voru lengi með 26 stig skoruð í leiknum en náðu að bæta við fimmtán stigum fyrir lok leiksins. „Þetta var orðin þreytt tala á töfluna, þessi 26 stig. Það var gott að geta bætt aðeins í undir lokin.“ Bjarni var spurður út í dómgæsluna og hann var ekki sáttur við frammistöðu dómarans. Haiden Palmer var hent út úr húsi þegar hún fékk tæknivillu en hún hafði áður fengið óíþróttamannslega villu. „Ég heyrði ekki af hverju hún fékk þessa tæknivillu og mér fannst óíþróttamannslega villan á mjög tæpu svæði. Ég var mjög ósáttur með dómarana í kvöld. Mér fannst þeir gefa gestunum of mikla virðingu og okkur ekki neina. Mér fannst þetta tríó sem við fengum hérna heim... ég veit ekki hvort það var fyrir neðan þeirra virðingu að koma til Íslands í Evrópukeppni en þau voru alllavega ekki bestu leikmennirnir á sviðinu í dag.“ Haukar mæta Tarbles eftir sex daga í Frakklandi. Bjarni var að lokum spurður út í það verkefni. „Mér líst mjög vel á það. Það eru fimm leikir eftir, þetta er bara ævintýri og allir í klúbbnum eru spenntir að taka þátt í þessu,“ sagði Bjarni.
Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira