Viðskipti erlent

Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrjú fyrirtæki og þrjár kynningar í næstu viku.
Þrjú fyrirtæki og þrjár kynningar í næstu viku. EPA

Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð.

Apple byrjar á mánudaginn í næstu viku. Þá heldur fyrirtækið kynningu sem nefnist Unleashed. Greg Joswiak, markaðsstjóri Apple opinberaði kynninguna á Twitter í gær.

The Verge segir að Apple muni væntanlega kynna nýjar tölvur og mögulega ný heyrnartól.

Google ætlar að kynna nýja Pixel-farsíma á þriðjudaginn í næstu viku. Fyrirtækið opinberaði nýverið tilvist Pixel 5A og Pixel 6 en svo virðist sem starfsmenn Google hafi meira um á að segja.

Kynning Google kallas Pixel Fall Launch og hefur fyrirtækið gert sérstaka síðu fyrir það.

Upplýsingum um búnað beggja símana hefur þegar verið lekið á netið. Gizmodo fór yfir þær upplýsingar og þar á meðal það að símarnir eiga báðir að vera með 50 mp aðalmyndavélar.

Samsung, tæknirisinn frá Suður-Kóreu, boðaði svo í nótt til kynningar á miðvikudaginn í næstu viku. Sú kynning ber titilinn Galaxy Unpacked Part 2, eins og sjá má í kynningunni hér að ofan.

Nokkur óvissa ríkir meðal tækniblaðamanna ytra sem eru ekki vissir um hvað til standi að sýna á kynningu Samsung. Ólíklegt þyki að nýir símar verði kynntir og með tilliti til „part 2“ hluta nafns kynningarinnar þykir tækniblaðamönnum líklegra að Samsung ætli að kynna nýjungar í tengslum við tæki sem eru þegar í sölu.

Mögulega verði nýir litir síma kynntir og breytingar á hugbúnaði í símum Samsung.

Uppfært: Fyrri fyrirsögn fréttarinnar var Tæknirisarnir keppast eitthvað næstu viku. Þetta var vinnutitill sem hefur verið breytt.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
6,03
52
332.190
ICEAIR
3,25
239
770.350
LEQ
1,46
2
1.138
ICESEA
1,22
6
179.280
ORIGO
0,81
8
49.987

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-3,12
12
38.328
REGINN
-2,65
5
46.100
EIM
-2,07
6
142.688
FESTI
-1,83
10
608.417
REITIR
-1,83
6
64.185
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.