Viðskipti innlent

Hall­mundur bætist í eig­enda­hópinn

Atli Ísleifsson skrifar
Hallmundur Albertsson.
Hallmundur Albertsson. Aðsend/Silla Páls

Hallmundur Albertsson hefur bæst í eigendahóp lögmannsstofunnar Deloitte Legal. Unnið hefur verið að stofnun stofunnar síðustu misserin og er hún með aðild að alþjóðlegu neti Deloitte Legal.

Í tilkynningu segir að Hallmundur sé með sérþekkingu á samkeppnisrétti og lögfræði sem tengist fjarskiptum og upplýsingatækni.

„Hallmundur hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður sl. 7 ár en var þar áður yfirlögfræðingur Símans. Á rúmlega 20 ára ferli sem lögmaður hefur Hallmundur byggt upp sérþekkingu sem er eftirsótt af fyrirtækjum og stofnunum. Þar ber helst að nefna samkeppnisrétt og ríkisstyrki, lögfræði sem tengist fjarskiptum, upplýsingatækni og nýsköpun, félagarétt og stjórnarhætti fyrirtækja auk þess að gæta hagsmuna viðskiptavina í ágreiningsmálum fyrir dómstólum og stjórnvöldum,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að hann hafi sótt menntun víða, lokið framhaldsnámi í samkeppnisrétti frá King‘s College í London, hafi stundað nám við Cambridge Háskóla á Englandi í upplýsingatæknirétti auk þess að hafa sótt sérhæfð námskeið við gerð verksamninga (FIDIC) og innleiðingu samkeppnisréttaráætlana. Hallmundur er ennfremur viðurkenndur stjórnarmaður frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti fyrirtækja við Háskóla Íslands og hefur lokið námi í sáttamiðlun.

Haraldur I. Birgisson og Guðbjörg Þorsteinsdóttir.Aðsend

Tvö þúsund lögmenn í áttatíu löndum

Síðustu misserin hefur verið unnið að stofnun stofunnar og hefur hún aðild að alþjóðlegu neti Deloitte Legal.

Í tilkynningu segir að um tvö þúsund lögmenn og lögfræðingar í yfir áttatíu löndum starfi hjá Deloitte Legal á heimsvísu.

„Staðbundin sérfræðiþekking, alþjóðleg reynsla og þrautreynd aðferðafræði gerir Deloitte Legal kleift að veita víðtæka þjónustu þvert á landamæri. Þá hefur Deloitte Legal á alþjóðavísu fjárfest umtalsvert í tæknitengdum lausnum sem munu koma til með að breyta því hvernig lögmannsstofur vinna í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.

Haraldur I. Birgisson er einn eigenda Deloitte Legal á Íslandi og framkvæmdastjóri. Guðbjörg Þorsteinsdóttir er stjórnarformaður stofunnar og einn eigenda.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.