Eina með Gaupa: Bjargvættur handboltans í Eyjum veðjaði á heimafólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 11:30 Magnús Bragason ræðir við Gaupa en til hægri fagna Eyjamenn einum af mörgum titlum liðsins á síðustu árum. Samsett/S2 Sport&Daníel Guðjón Guðmundsson verður með reglulegan dagskrárlið í Seinni bylgjunni í vetur og í gær var frumsýnd nýjasta Eina innslagið hans Gaupa þar sem hann ræddi við Magnús Bragason, hótelstjóra og bjargvætt handboltans í Vestmannaeyjum. „ÍBV er eina stórveldið í handboltanum utan Stór-Reykjavíkursvæðsins. Það eru fáir sem vita að árið 2008 átti að leggja handboltann í Eyjum niður,“ sagði Guðjón Guðmundsson og kynnti til leiks manninn sem kom í veg fyrir að handboltinn í Vestmannaeyjum yrði lagður niður. „Magnús var formaður handknattleiksdeildar ÍBV frá 1997 til 2003 og aftur fékk hann deildina í fangið árið 2008 með tæpar fimmtíu milljónir í mínus og þá vildu menn leggja handboltann í Vestmannaeyjum niður,“ sagði Guðjón. Klippa: Seinni bylgjan: Eina og bjargvætturinn í Eyjum „Það var slæm staða og nógu erfitt er að reka handboltann fyrir hvað þá að draga svona háa skuld með sér. Við komum saman nokkur sem höfðum starfað í handboltanum áður og tókum ákvörðun um að keyra þetta áfram en á öðrum forsendum,“ sagði Magnús Bragason í viðtali við Gaupa. „Við keyrðum á heimamönnum og vissum að árangurinn myndi fara eitthvað niður. Það tókst vel, reksturinn jafnaði sig fljótt og við náðum betri árangri þar en við áttum von á. Við keyrðum á heimamönnum sem urðu svo uppistaðan að þessu gullaldarliði sem kom seinna,“ sagði Magnús. „Það gerðust svo margir hlutir sem komu okkur á óvart. Það voru allir tilbúnir að hjálpast að og það vissu allir að við værum í þessu erfiða verkefni. Við fengum styrki frá fyrirtækjum sem höfðu ekki gefið okkur styrki áður,“ sagði Magnús. 2013 komst ÍBV upp í efstu deild á ný og strax árið eftir varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Eyjamenn fagna bikarmeistaratitli sínum árið 2020. Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson lyfta bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Þetta hvarflaði ekki að okkur þegar við vorum að fara í þessa vegferð. Þegar við erum þarna niðri og taka þessi erfiðu ár þá fjölgaði stuðningsmönnum. Það fjölgaði í Krókódílunum, stuðningsmannafélaginu okkar sem við höfðum stofnað 2003. Allar afar og ömmur, pabbar og mömmur, eltu heimafólkið á leiki. Það varð einhver kraftur til, skapaðist neisti sem við lifum enn á,“ sagði Magnús. Frá því að Magnús steig frá borði árið 2011 hefur ÍBV unnið átta stóra titla og starfið í Vestmannaeyjum blómstrar. Það má sjá allt viðtalið og alla umfjöllun Gaupa um björgunarafrek handboltans í Eyjum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„ÍBV er eina stórveldið í handboltanum utan Stór-Reykjavíkursvæðsins. Það eru fáir sem vita að árið 2008 átti að leggja handboltann í Eyjum niður,“ sagði Guðjón Guðmundsson og kynnti til leiks manninn sem kom í veg fyrir að handboltinn í Vestmannaeyjum yrði lagður niður. „Magnús var formaður handknattleiksdeildar ÍBV frá 1997 til 2003 og aftur fékk hann deildina í fangið árið 2008 með tæpar fimmtíu milljónir í mínus og þá vildu menn leggja handboltann í Vestmannaeyjum niður,“ sagði Guðjón. Klippa: Seinni bylgjan: Eina og bjargvætturinn í Eyjum „Það var slæm staða og nógu erfitt er að reka handboltann fyrir hvað þá að draga svona háa skuld með sér. Við komum saman nokkur sem höfðum starfað í handboltanum áður og tókum ákvörðun um að keyra þetta áfram en á öðrum forsendum,“ sagði Magnús Bragason í viðtali við Gaupa. „Við keyrðum á heimamönnum og vissum að árangurinn myndi fara eitthvað niður. Það tókst vel, reksturinn jafnaði sig fljótt og við náðum betri árangri þar en við áttum von á. Við keyrðum á heimamönnum sem urðu svo uppistaðan að þessu gullaldarliði sem kom seinna,“ sagði Magnús. „Það gerðust svo margir hlutir sem komu okkur á óvart. Það voru allir tilbúnir að hjálpast að og það vissu allir að við værum í þessu erfiða verkefni. Við fengum styrki frá fyrirtækjum sem höfðu ekki gefið okkur styrki áður,“ sagði Magnús. 2013 komst ÍBV upp í efstu deild á ný og strax árið eftir varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Eyjamenn fagna bikarmeistaratitli sínum árið 2020. Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson lyfta bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Þetta hvarflaði ekki að okkur þegar við vorum að fara í þessa vegferð. Þegar við erum þarna niðri og taka þessi erfiðu ár þá fjölgaði stuðningsmönnum. Það fjölgaði í Krókódílunum, stuðningsmannafélaginu okkar sem við höfðum stofnað 2003. Allar afar og ömmur, pabbar og mömmur, eltu heimafólkið á leiki. Það varð einhver kraftur til, skapaðist neisti sem við lifum enn á,“ sagði Magnús. Frá því að Magnús steig frá borði árið 2011 hefur ÍBV unnið átta stóra titla og starfið í Vestmannaeyjum blómstrar. Það má sjá allt viðtalið og alla umfjöllun Gaupa um björgunarafrek handboltans í Eyjum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira