Tækifærin eru í Fjarðabyggð: Uppbygging á grænum orkugarði á Reyðarfirði Jón Björn Hákonarson skrifar 8. október 2021 15:01 Nýlega var haldinn á Reyðarfirði fjölmennur íbúafundur vegna hugmynda sem uppi hafa verið um uppbyggingu á grænum orkugarði í Fjarðabyggð þar sem höfuðáhersla verður lögð á framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði. Í júlí sl. var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og danska fjárfestingarsjóðsins CIP um að kanna fýsileika þess að hefja slíkt verkefni á Reyðarfirði. Um er að ræða stórt og mjög spennandi verkefni sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið einhuga um að vinna að. En hvað þýðir uppbygging á grænum orkugarði og hvað felst í því fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og landið allt ef því er að skipta? Risavaxið verkefni orkuskipta er framundan Framundan er risavaxið verkefni á Íslandi og heiminum öllum sem varðaer snýr að orkuskiptum. Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og hætta brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur orðið til þess að heimurinn allur leitar nú lausna til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhvefisvæna orkugjafa og finna hagkvæmar lausnir til framleiðslu þeirra. Hluti af þessu er t.a.m. sú mikla fjölgun sem orðið hefur á rafbílum að undaförnu, tækni þeirra hefur fleytt fram á allra síðustu árum og rafmagnsbílar eru að ryðja sér til rúms sem ákjósanlegur kostur fyrir almenning. En rafmagn mun ekki henta sem orkugjafi á öllum sviðum. Í ýmsum stærri tækjum s.s. í flutningabílum, skipum og flugvélum, þarf að finna aðrar lausnir og þar kemur vetni sterkt inn sem fýsilegur orkugjafi enda ein hreinasta afurð sem völ er á. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Grænir orkugarðar skapa tækifæri – það er okkar að nýta þau Það er ekki tilviljun að Fjarðabyggð sé einn af þeim kostum sem horft er til þegar valin er staðsetning fyrir svona verkefni. Horft hefur verið til þess hve öflugir innviðir sveitarfélagsins eru, hvort sem horft er til hafnarmannvirkja, vatnsveitu eða annarra þátta. Þá býr samfélagið okkar vel að því að íbúar eru vanir að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu. Við höfum gert það áður og gerðum það vel. Fjarðabyggð býr vel því til staðar eru í sveitarfélaginu fjöldi öfluga og framsækinna fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir því verkefni sem orkuskipti eru. Að undanförnu hefur átt sér stað samtal við mörg af stærstu fyrirtækjum á svæðinu og þeim kynntir þeir möguleikar sem í því felast að í Fjarðabyggð byggist upp grænn orkugarður. Ég hef fulla trú á að Fjarðabyggð eigi góða möguleika á að verða í fremstu röð þeirra staða þar sem framleiðsla og notkun á grænum orkugjöfum fer fram. Það rennir enn frekari stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er fyrir ásamt því að fjölbreytt störf munu skapast. Á það bæði við um uppbygginguna sem þarf að fara í og þau störf sem til verða við framleiðsluna sjálfa, sem og störf í þeim fyrirtækjum sem geta nýtt sér hliðarafurðirnar. Stefna Fjarðabyggðar er að verða miðstöð framleiðslu grænnrar orku á Íslandi og leggja þannig sitt af mörkum í því risavaxna verkefni sem bíður okkar allra varðandi orkuskipti. Tækifærin fyrir Fjarðabyggð í þessu verkefni eru fjölmörg – við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau þegar þau gefast. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Orkumál Jón Björn Hákonarson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var haldinn á Reyðarfirði fjölmennur íbúafundur vegna hugmynda sem uppi hafa verið um uppbyggingu á grænum orkugarði í Fjarðabyggð þar sem höfuðáhersla verður lögð á framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði. Í júlí sl. var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og danska fjárfestingarsjóðsins CIP um að kanna fýsileika þess að hefja slíkt verkefni á Reyðarfirði. Um er að ræða stórt og mjög spennandi verkefni sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið einhuga um að vinna að. En hvað þýðir uppbygging á grænum orkugarði og hvað felst í því fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og landið allt ef því er að skipta? Risavaxið verkefni orkuskipta er framundan Framundan er risavaxið verkefni á Íslandi og heiminum öllum sem varðaer snýr að orkuskiptum. Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og hætta brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur orðið til þess að heimurinn allur leitar nú lausna til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhvefisvæna orkugjafa og finna hagkvæmar lausnir til framleiðslu þeirra. Hluti af þessu er t.a.m. sú mikla fjölgun sem orðið hefur á rafbílum að undaförnu, tækni þeirra hefur fleytt fram á allra síðustu árum og rafmagnsbílar eru að ryðja sér til rúms sem ákjósanlegur kostur fyrir almenning. En rafmagn mun ekki henta sem orkugjafi á öllum sviðum. Í ýmsum stærri tækjum s.s. í flutningabílum, skipum og flugvélum, þarf að finna aðrar lausnir og þar kemur vetni sterkt inn sem fýsilegur orkugjafi enda ein hreinasta afurð sem völ er á. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Grænir orkugarðar skapa tækifæri – það er okkar að nýta þau Það er ekki tilviljun að Fjarðabyggð sé einn af þeim kostum sem horft er til þegar valin er staðsetning fyrir svona verkefni. Horft hefur verið til þess hve öflugir innviðir sveitarfélagsins eru, hvort sem horft er til hafnarmannvirkja, vatnsveitu eða annarra þátta. Þá býr samfélagið okkar vel að því að íbúar eru vanir að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu. Við höfum gert það áður og gerðum það vel. Fjarðabyggð býr vel því til staðar eru í sveitarfélaginu fjöldi öfluga og framsækinna fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir því verkefni sem orkuskipti eru. Að undanförnu hefur átt sér stað samtal við mörg af stærstu fyrirtækjum á svæðinu og þeim kynntir þeir möguleikar sem í því felast að í Fjarðabyggð byggist upp grænn orkugarður. Ég hef fulla trú á að Fjarðabyggð eigi góða möguleika á að verða í fremstu röð þeirra staða þar sem framleiðsla og notkun á grænum orkugjöfum fer fram. Það rennir enn frekari stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er fyrir ásamt því að fjölbreytt störf munu skapast. Á það bæði við um uppbygginguna sem þarf að fara í og þau störf sem til verða við framleiðsluna sjálfa, sem og störf í þeim fyrirtækjum sem geta nýtt sér hliðarafurðirnar. Stefna Fjarðabyggðar er að verða miðstöð framleiðslu grænnrar orku á Íslandi og leggja þannig sitt af mörkum í því risavaxna verkefni sem bíður okkar allra varðandi orkuskipti. Tækifærin fyrir Fjarðabyggð í þessu verkefni eru fjölmörg – við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau þegar þau gefast. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun