Leikjavísir

Spila til sigurs í Battlefield áður en stelpurnar herja á Verdansk

Samúel Karl Ólason skrifar
244564014_10158101915991651_2491215187058931114_n

Það verður tvöfallt streymi hjá GameTíví í kvöld. Fyrst munu strákanir fá þýska Battlefield-spilarann Captum til liðs við sig og spila betun af Battlefield 2042, sem opnaði í morgun.

Captum hefur unnið við framleiðslu Battlefield 2042 og ætlar að fara með strákunum yfir leikinn og reyna að leiða þá til sigurs.

Útsending þeirra hefst klukkan sjö í kvöld.

Eftir það munu stelpurnar í Babe Patrol fara til Verdansk og skjóta mann og annnan.

Eins og áður segir, þá hefst útsending strákanna klukkan sjö í kvöld og stelpurnar taka við klukkan níu. Hægt er að fylgjast með streyminu á Twitch-síðu GameTíví og í spilururnum hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.