Ungmenni geta haft mikil áhrif Matthías Freyr Matthíasson skrifar 4. október 2021 14:00 Þekkir þú ungmenni sem vilja taka þátt í að vinna að mannréttindum barna? Nú þegar samfélagið hefur opnast að nýju eftir Covid-19 faraldurinn köllum við hjá Barnaheillum eftir ungu fólki til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum. Ungheill eru ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þar eru ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára og geta allir sem eru á þessum aldri gefið kost á sér í stjórn ráðsins. Hlutverk Ungheilla er meðal annars að vera til ráðgjafar í starfsemi Barnaheilla. Með þátttöku í ungmennaráðinu gefst ungmennum tækifæri til þess að hafa bein áhrif á málefni sem skipta þau máli. Er það gert með margvíslegum hætti líkt og með greinaskrifum, umsögnum um lagafrumvörp, samstarf við önnur ungmennaráð og félagasamtök og með því að setja þrýsting á stjórnvöld. Þeir sem taka þátt hafa ótal tækifæri til þess að kynnast nýjum málefnum, nýju fólki og jafnvel taka þátt í erlendu samstarfi. Fulltrúi Ungheilla situr stjórnarfundi Barnaheilla. Stjórn Ungheilla starfar eftir gildum og markmiðum Barnaheilla og er Barnasáttmálinn leiðarljós í öllum verkefnum og allri ákvörðunartöku samtakanna. Raddir og skoðanir ungmenna skipta gríðarlega miklu máli og það er mikill auður fyrir Barnaheill að hafa starfandi virkt og öflugt ungmennaráð, en það sem skiptir ekki minna máli eru áhrifin sem ungmennaráð getur haft á samfélagið í heildina með þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur. Þann 7. október næstkomandi fer fram aðalfundur Ungheilla á skrifstofu Barnaheilla, Fákafeni 9, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 19:00. Við hjá Barnaheillum hvetjum ungmenni til þess að mæta og hafa áhrif sem og þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn ungmennaráðsins. Nánari upplýsingar um Ungheill og Barnaheill má finna á heimasíðu samtakanna http://www.barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mannréttindi Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þekkir þú ungmenni sem vilja taka þátt í að vinna að mannréttindum barna? Nú þegar samfélagið hefur opnast að nýju eftir Covid-19 faraldurinn köllum við hjá Barnaheillum eftir ungu fólki til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum. Ungheill eru ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þar eru ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára og geta allir sem eru á þessum aldri gefið kost á sér í stjórn ráðsins. Hlutverk Ungheilla er meðal annars að vera til ráðgjafar í starfsemi Barnaheilla. Með þátttöku í ungmennaráðinu gefst ungmennum tækifæri til þess að hafa bein áhrif á málefni sem skipta þau máli. Er það gert með margvíslegum hætti líkt og með greinaskrifum, umsögnum um lagafrumvörp, samstarf við önnur ungmennaráð og félagasamtök og með því að setja þrýsting á stjórnvöld. Þeir sem taka þátt hafa ótal tækifæri til þess að kynnast nýjum málefnum, nýju fólki og jafnvel taka þátt í erlendu samstarfi. Fulltrúi Ungheilla situr stjórnarfundi Barnaheilla. Stjórn Ungheilla starfar eftir gildum og markmiðum Barnaheilla og er Barnasáttmálinn leiðarljós í öllum verkefnum og allri ákvörðunartöku samtakanna. Raddir og skoðanir ungmenna skipta gríðarlega miklu máli og það er mikill auður fyrir Barnaheill að hafa starfandi virkt og öflugt ungmennaráð, en það sem skiptir ekki minna máli eru áhrifin sem ungmennaráð getur haft á samfélagið í heildina með þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur. Þann 7. október næstkomandi fer fram aðalfundur Ungheilla á skrifstofu Barnaheilla, Fákafeni 9, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 19:00. Við hjá Barnaheillum hvetjum ungmenni til þess að mæta og hafa áhrif sem og þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn ungmennaráðsins. Nánari upplýsingar um Ungheill og Barnaheill má finna á heimasíðu samtakanna http://www.barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun