Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Sonja Bjarnadóttir Backman skrifar 4. október 2021 11:00 Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. Niðurstaða dómsins var sú að uppsagnir Bláfugls á félagsmönnum FÍA voru dæmdar ólögmætar. Dómurinn er fordæmisgefandi bæði fyrir flugmenn og alla launþega landsins sem vinna eftir kjarasamningum og er mikilvægur sigur í baráttu stéttarfélaga, eftirlitsaðila og stjórnvalda gegn bæði gerviverktöku og félagslegum undirboðum. Aðgerðir Bláfugls fólu í sér alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum tilverurétti stéttarfélaga. Þá hefur dómurinn vakið athygli víða út fyrir landsteinana en mörg lönd í Evrópu eiga í sömu baráttu við gerviverktöku flugmanna og félagsleg undirboð flugfélaga. Forsaga málsins er sú að í desember 2020 sagði Bláfugl upp öllum flugmönnum sem störfuðu eftir kjarasamningi félagsins við FÍA, ellefu talsins, en þegar til uppsagnanna kom var félagið í miðjum kjarasamningsviðræðum um nýjan kjarasamning. Rétt áður en til uppsagna kom hafði félagið ráðið tíu nýja flugmenn til starfa, að sögn sem sjálfstætt starfandi verktaka, í gegnum erlenda starfsmannaleigu, á helmingi lægri launum en kjarasamningur kveður á um. Taka skal fram að Bláfugl er íslenskur lögaðili og starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis. Taldi FÍA ljóst að umræddar uppsagnir á meðan kjarasamningsviðræður voru í lögmæltu ferli hafi sýnt viðleitni Bláfugls til að komast hjá því að gera nýjan kjarasamning við stefnanda en slíkt fer gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Félagsdómur féllst á rök FÍA fyrir ólögmæti uppsagnanna og taldi ljóst að þær hafi verið liður í því að hafa áhrif á kjaradeilu milli aðila málsins sem unnið var að því að leysa með formlegum hætti. Kjarasamningar halda gildi þar til samið er á ný Það hlýtur að teljast afar varhugavert að Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda og forsvarar stærstu fyrirtækja landsins, líti svo á að þegar kjarasamningar renni út þurfi ekki að starfa eftir þeim. Niðurstaða Félagsdóms var mjög skýr varðandi þetta og tók fram að í íslenskum vinnumarkaðsrétti hafi verið gengið út frá því að sú regla gildi að þegar kjarasamningur rennur út eða honum er sagt upp gildi ákvæði um réttindi og skyldu samningsaðila í meginatriðum áfram þar til samningar nást á nýjan leik. Lagði dómurinn þannig einnig til grundvallar að forgangsréttarákvæði kjarasamningsins haldi gildi sínu þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður. Í kjarasamningi deiluaðila er skýrt kveðið á um forgang félagsmanna FÍA að umræddum störfum Bláfugls fram yfir rétt „sjálfstætt starfandi verktaka“ til starfanna. Niðurstaða Félagsdóms er þannig samhljóma dómi Landsréttar frá því í vor um gildi kjarasamninga og forgangsréttarákvæðis flugmanna til vinnu en sá úrskurður varðaði lögbannskröfu Bláfugls á lögmætar verkfallsaðgerðir FÍA sem var hafnað frá sýslumanni upp í Landsrétt. Íslensk fyrirtæki eiga að fara eftir lögum íslensks vinnumarkaðar Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki fari að lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar og virði gildandi kjarasamninga. Bláfugl hefur gefið út að það muni eingöngu ráða til sín „sjálfstætt starfandi verktaka“ í gegnum erlenda starfsmannaleigu og brjóta þannig gegn ákvæðum kjarasamnings sem kveða á um forgang félagsmanna FÍA til starfa hjá félaginu. Ef íslensk fyrirtæki komast upp með háttsemi sem þessa er spurning hvaða stétt verður næst. Nú þegar dómur liggur fyrir hlýtur það að vera í höndum framkvæmdavalds að sjá til þess að farið verði eftir honum og taka fast á málum ef félagið og samtökin ætla ekki að fylgja niðurstöðu dóms. Við hljótum að gera þá kröfu í því réttarríki sem við lifum í að hér sé lögum og reglum fylgt. Sjálfstætt starfandi flugmenn eru gerviverktakar Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Verktakarnir sinna störfum á flugvélum við hlið flugmanna sem eru í ráðningarsambandi á grundvelli kjarasamnings aðila. Þeir fá báðir greidd reglubundin og föst laun, eru skuldbundnir til þess að inna vinnuna sjálfir af hendi og eftir sama vaktafyrirkomulagi, þeir lúta boðvaldi Bláfugls um það hvenær þeir eiga að mæta til vinnu, hvert þeir eigi að fljúga og klæðast eins einkennisbúningi sem þeir fá úthlutað frá vinnuveitanda. Verktakaflugmenn mæta augljóslega ekki með eigin tæki, tól og vinnuaðstöðu og geta ekki unnið verkið þegar þeim hentar. Enginn munur er því á störfum flugmanna sem starfa sem verktakar eða samkvæmt kjarasamningi annar en sá að verktakarnir njóta lægri kjara og ekki þeirra réttinda sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga, s.s. veikinda- og orlofsréttar. Slíkir gerviverktakar eru í eðli sínu þannig í launþegasambandi en ekki verktakasambandi og eiga að fá laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. Niðurstaða dómsins var sú að uppsagnir Bláfugls á félagsmönnum FÍA voru dæmdar ólögmætar. Dómurinn er fordæmisgefandi bæði fyrir flugmenn og alla launþega landsins sem vinna eftir kjarasamningum og er mikilvægur sigur í baráttu stéttarfélaga, eftirlitsaðila og stjórnvalda gegn bæði gerviverktöku og félagslegum undirboðum. Aðgerðir Bláfugls fólu í sér alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum tilverurétti stéttarfélaga. Þá hefur dómurinn vakið athygli víða út fyrir landsteinana en mörg lönd í Evrópu eiga í sömu baráttu við gerviverktöku flugmanna og félagsleg undirboð flugfélaga. Forsaga málsins er sú að í desember 2020 sagði Bláfugl upp öllum flugmönnum sem störfuðu eftir kjarasamningi félagsins við FÍA, ellefu talsins, en þegar til uppsagnanna kom var félagið í miðjum kjarasamningsviðræðum um nýjan kjarasamning. Rétt áður en til uppsagna kom hafði félagið ráðið tíu nýja flugmenn til starfa, að sögn sem sjálfstætt starfandi verktaka, í gegnum erlenda starfsmannaleigu, á helmingi lægri launum en kjarasamningur kveður á um. Taka skal fram að Bláfugl er íslenskur lögaðili og starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis. Taldi FÍA ljóst að umræddar uppsagnir á meðan kjarasamningsviðræður voru í lögmæltu ferli hafi sýnt viðleitni Bláfugls til að komast hjá því að gera nýjan kjarasamning við stefnanda en slíkt fer gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Félagsdómur féllst á rök FÍA fyrir ólögmæti uppsagnanna og taldi ljóst að þær hafi verið liður í því að hafa áhrif á kjaradeilu milli aðila málsins sem unnið var að því að leysa með formlegum hætti. Kjarasamningar halda gildi þar til samið er á ný Það hlýtur að teljast afar varhugavert að Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda og forsvarar stærstu fyrirtækja landsins, líti svo á að þegar kjarasamningar renni út þurfi ekki að starfa eftir þeim. Niðurstaða Félagsdóms var mjög skýr varðandi þetta og tók fram að í íslenskum vinnumarkaðsrétti hafi verið gengið út frá því að sú regla gildi að þegar kjarasamningur rennur út eða honum er sagt upp gildi ákvæði um réttindi og skyldu samningsaðila í meginatriðum áfram þar til samningar nást á nýjan leik. Lagði dómurinn þannig einnig til grundvallar að forgangsréttarákvæði kjarasamningsins haldi gildi sínu þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður. Í kjarasamningi deiluaðila er skýrt kveðið á um forgang félagsmanna FÍA að umræddum störfum Bláfugls fram yfir rétt „sjálfstætt starfandi verktaka“ til starfanna. Niðurstaða Félagsdóms er þannig samhljóma dómi Landsréttar frá því í vor um gildi kjarasamninga og forgangsréttarákvæðis flugmanna til vinnu en sá úrskurður varðaði lögbannskröfu Bláfugls á lögmætar verkfallsaðgerðir FÍA sem var hafnað frá sýslumanni upp í Landsrétt. Íslensk fyrirtæki eiga að fara eftir lögum íslensks vinnumarkaðar Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki fari að lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar og virði gildandi kjarasamninga. Bláfugl hefur gefið út að það muni eingöngu ráða til sín „sjálfstætt starfandi verktaka“ í gegnum erlenda starfsmannaleigu og brjóta þannig gegn ákvæðum kjarasamnings sem kveða á um forgang félagsmanna FÍA til starfa hjá félaginu. Ef íslensk fyrirtæki komast upp með háttsemi sem þessa er spurning hvaða stétt verður næst. Nú þegar dómur liggur fyrir hlýtur það að vera í höndum framkvæmdavalds að sjá til þess að farið verði eftir honum og taka fast á málum ef félagið og samtökin ætla ekki að fylgja niðurstöðu dóms. Við hljótum að gera þá kröfu í því réttarríki sem við lifum í að hér sé lögum og reglum fylgt. Sjálfstætt starfandi flugmenn eru gerviverktakar Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Verktakarnir sinna störfum á flugvélum við hlið flugmanna sem eru í ráðningarsambandi á grundvelli kjarasamnings aðila. Þeir fá báðir greidd reglubundin og föst laun, eru skuldbundnir til þess að inna vinnuna sjálfir af hendi og eftir sama vaktafyrirkomulagi, þeir lúta boðvaldi Bláfugls um það hvenær þeir eiga að mæta til vinnu, hvert þeir eigi að fljúga og klæðast eins einkennisbúningi sem þeir fá úthlutað frá vinnuveitanda. Verktakaflugmenn mæta augljóslega ekki með eigin tæki, tól og vinnuaðstöðu og geta ekki unnið verkið þegar þeim hentar. Enginn munur er því á störfum flugmanna sem starfa sem verktakar eða samkvæmt kjarasamningi annar en sá að verktakarnir njóta lægri kjara og ekki þeirra réttinda sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga, s.s. veikinda- og orlofsréttar. Slíkir gerviverktakar eru í eðli sínu þannig í launþegasambandi en ekki verktakasambandi og eiga að fá laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun