Hugsað um ójöfnuð og menntun Flosi Eiríksson skrifar 3. október 2021 19:31 Friðrik Jónsson, formaður BHM, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgunni í gær. Sjónarmið sem hann viðraði þar um launamun í landinu og hvernig hann væri réttlætanlegur vakti upp hjá mér ýmsar spurningar og vangaveltur. Fyrst kannski það sjónarmið að menntun, og þá væntanlega háskólamenntun, eigi skilyrðislaust að vera metin til launa. Eiginlega án þeirra starfs sem viðkomand gegnir. Annað er að þetta sjónarmið virðist grundvallast á þeirri hugsun að þeir sem hafa möguleika á að mennta sig séu að gera það fyrir okkur hin, fyrst og fremst, leggi á sig langt og strangt nám með tilheyrandi kostnaði, og þurfi að fá það „endurgreitt“ í formi launa, auk þess sem þau séu „svo óheppin“ að þau eru styttra á vinnumarkaði og því séu ævitekjur þeirra minni. Þriðji punkturinn er síðan að háskólamenntað fólk skili margfeldi út í samfélagið þegar það kemur aftur heim að loknu námi, og þau eigi að njóta þessi í launum. Það kom mér á óvart hversu þröngt sjónarhorn Friðriks var í þessu viðtali, og vissulega er hann að tala máli félagsmanna sinna en samt. Menntun er að verða sífellt fjölbreyttari, úreldist hraðar og fólk aflar sér hennar með fjölbreyttari hæti yfir lengri tíma. Í því speglast breytt samfélag og breyttir atvinnuhættir. Gamla hugmyndin um háskólamanninn sem kemur heim frá námi í útlöndum í gott starf á Íslandi, er kannski að úreldast, og alveg örugglega sú að þau ein skili margfeldi út í samfélagið. Það vekur líka upp býsna margar spurningar ef við ætlum fyrst og fremst að meta gildi starfa og framlags til samfélagsins eftir lengd háskólamenntunar – og það eigi bara að vera viðurkennt og sjálfsagt að þeir sem sem eru ófaglærðir og vinna til dæmis í umönnunarstörfum, mest konur, eigi að dragast enn frekar aftur í launakjörum. Það er reyndar alveg þvert á það sem markmiðið var í síðustu kjarasamningum, þar sem áhersla var lögð á að hækka lægstu launin umfram önnur. En auðvitað er gott að fá þetta sjónarmið BHM fram með svona afgerandi hætti nú í aðdraganda kjarassamninga. Það er líka skrýtið að heyra klifað á þessari ævitekjuklisju – að ófaglært fólk, sem oft hefur unnið vinnu sem er líkamlega erfið, sé sérstaklega heppið að hafa „fengið“ að vera svona lengi á vinnumarkaðanum, annað en það ,,fórnfúsa“ fólk sem átti kost á eða gat menntað sig. En hugum líka að því að mesta aukning örorku er hjá fólki sem hefur verið lengi í líkamlega erfiðum og einhæfum störfum. Í þessari framsetningu Friðriks endurspeglast líka hugsun og mat á gildi starfa og mikilvægi sem væri þarft að endurhugsa. Ég held að við eigum að stefna að því sameiginlega að fjölbreytt menntun, störf og reynsla sé metin að verðleikum og tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu á sem flestum sviðum. Til þess þurfum við mörg að þora að endurhugsa hugmyndir um gildi starfa, samhengið við menntun og framlag til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Vinnumarkaður Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Friðrik Jónsson, formaður BHM, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgunni í gær. Sjónarmið sem hann viðraði þar um launamun í landinu og hvernig hann væri réttlætanlegur vakti upp hjá mér ýmsar spurningar og vangaveltur. Fyrst kannski það sjónarmið að menntun, og þá væntanlega háskólamenntun, eigi skilyrðislaust að vera metin til launa. Eiginlega án þeirra starfs sem viðkomand gegnir. Annað er að þetta sjónarmið virðist grundvallast á þeirri hugsun að þeir sem hafa möguleika á að mennta sig séu að gera það fyrir okkur hin, fyrst og fremst, leggi á sig langt og strangt nám með tilheyrandi kostnaði, og þurfi að fá það „endurgreitt“ í formi launa, auk þess sem þau séu „svo óheppin“ að þau eru styttra á vinnumarkaði og því séu ævitekjur þeirra minni. Þriðji punkturinn er síðan að háskólamenntað fólk skili margfeldi út í samfélagið þegar það kemur aftur heim að loknu námi, og þau eigi að njóta þessi í launum. Það kom mér á óvart hversu þröngt sjónarhorn Friðriks var í þessu viðtali, og vissulega er hann að tala máli félagsmanna sinna en samt. Menntun er að verða sífellt fjölbreyttari, úreldist hraðar og fólk aflar sér hennar með fjölbreyttari hæti yfir lengri tíma. Í því speglast breytt samfélag og breyttir atvinnuhættir. Gamla hugmyndin um háskólamanninn sem kemur heim frá námi í útlöndum í gott starf á Íslandi, er kannski að úreldast, og alveg örugglega sú að þau ein skili margfeldi út í samfélagið. Það vekur líka upp býsna margar spurningar ef við ætlum fyrst og fremst að meta gildi starfa og framlags til samfélagsins eftir lengd háskólamenntunar – og það eigi bara að vera viðurkennt og sjálfsagt að þeir sem sem eru ófaglærðir og vinna til dæmis í umönnunarstörfum, mest konur, eigi að dragast enn frekar aftur í launakjörum. Það er reyndar alveg þvert á það sem markmiðið var í síðustu kjarasamningum, þar sem áhersla var lögð á að hækka lægstu launin umfram önnur. En auðvitað er gott að fá þetta sjónarmið BHM fram með svona afgerandi hætti nú í aðdraganda kjarassamninga. Það er líka skrýtið að heyra klifað á þessari ævitekjuklisju – að ófaglært fólk, sem oft hefur unnið vinnu sem er líkamlega erfið, sé sérstaklega heppið að hafa „fengið“ að vera svona lengi á vinnumarkaðanum, annað en það ,,fórnfúsa“ fólk sem átti kost á eða gat menntað sig. En hugum líka að því að mesta aukning örorku er hjá fólki sem hefur verið lengi í líkamlega erfiðum og einhæfum störfum. Í þessari framsetningu Friðriks endurspeglast líka hugsun og mat á gildi starfa og mikilvægi sem væri þarft að endurhugsa. Ég held að við eigum að stefna að því sameiginlega að fjölbreytt menntun, störf og reynsla sé metin að verðleikum og tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu á sem flestum sviðum. Til þess þurfum við mörg að þora að endurhugsa hugmyndir um gildi starfa, samhengið við menntun og framlag til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun