Slæm nettenging og rafmagni slær út í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 23:31 Heimsmeistaramótið í League of Legends fer fram í Laugardalshöll og hefst þann 5. október. Vísir/Vilhelm Nokkrir leikmenn sem taka þátt á heimsmeistaramótinu í League of Legends, sem fram fer í Laugardalshöll í næsta mánuði, hafa kvartað yfir slæmri nettenginu og að í sumum tilfellum slái rafmagni út á meðan að undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi á hóteli liðanna hér á landi. Liðin sem taka þátt í mótinu eru mætt til landsins, en ef marka má Twitter-reikninga nokkurra leikmanna hefur undirbúningurinn ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þeir Elyoya og Humanoid, sem leika fyrir MAD Lions og Odoamne, sem leikur fyrir Rogue, hafa allir talað um að hótelið sem þeir gista á bjóði þeim ekki upp á nægilega góða nettengingu, og að í sumum tilfellum hafi rafmagni einfaldlega slegið út. Þurfa að æfa á hótelherbergjum Þrátt fyrir það að slakað hafi verið á sóttvarnarreglum hér á landi, eru gríðarlega miklar ráðsstafanir í gildi í kringum mótið. Því hafa liðin þurft að æfa inni á hótelherbergjum og eins og gefur að skilja er net- og rafmagnstenging mikilvægur þáttur í tölvuleikjaiðkun. Eins og áður segir hafa að minnsta kosti þrír leikmenn kvartað yfir aðstöðunni á Twitter-reikningum sínum. Einn þeirra, Odoamne, hefur verið duglegur við að skjóta beint á Riot Games, framleiðendur League of Legends, í færslum sínum. „Hey @RiotSupport, við erum í erfiðum riðli og allt það en smá nettenging væri fín,“ skrifaði Odoamne í einni færslunni. Hey @RiotSupport our group is really hard and all but some internet would be nice— Andrei Pascu (@Odoamne) September 28, 2021 Heimsmeistaramótið hefst á þriðjudaginn í næstu viku og því verður fróðlegt að sjá hvort að liðin hafi náð að æfa vel og slípa sig almennilega saman fyrir þann tíma. League of Legends Tengdar fréttir Riðlarnir á heimsmeistaramótinu í League of Legends klárir Heimsmeistaramótið í League of Legends hefst eftir tæpar tvær vikur og eins og áður hefur verið greint frá er mótið að þessu sinni haldið í Laugardalshöll hér á landi. Nú er ljóst hvaða lið munu mætast í riðlakeppni mótsins, en dregið var í riðla fyrr í dag. 22. september 2021 23:00 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti
Liðin sem taka þátt í mótinu eru mætt til landsins, en ef marka má Twitter-reikninga nokkurra leikmanna hefur undirbúningurinn ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þeir Elyoya og Humanoid, sem leika fyrir MAD Lions og Odoamne, sem leikur fyrir Rogue, hafa allir talað um að hótelið sem þeir gista á bjóði þeim ekki upp á nægilega góða nettengingu, og að í sumum tilfellum hafi rafmagni einfaldlega slegið út. Þurfa að æfa á hótelherbergjum Þrátt fyrir það að slakað hafi verið á sóttvarnarreglum hér á landi, eru gríðarlega miklar ráðsstafanir í gildi í kringum mótið. Því hafa liðin þurft að æfa inni á hótelherbergjum og eins og gefur að skilja er net- og rafmagnstenging mikilvægur þáttur í tölvuleikjaiðkun. Eins og áður segir hafa að minnsta kosti þrír leikmenn kvartað yfir aðstöðunni á Twitter-reikningum sínum. Einn þeirra, Odoamne, hefur verið duglegur við að skjóta beint á Riot Games, framleiðendur League of Legends, í færslum sínum. „Hey @RiotSupport, við erum í erfiðum riðli og allt það en smá nettenging væri fín,“ skrifaði Odoamne í einni færslunni. Hey @RiotSupport our group is really hard and all but some internet would be nice— Andrei Pascu (@Odoamne) September 28, 2021 Heimsmeistaramótið hefst á þriðjudaginn í næstu viku og því verður fróðlegt að sjá hvort að liðin hafi náð að æfa vel og slípa sig almennilega saman fyrir þann tíma.
League of Legends Tengdar fréttir Riðlarnir á heimsmeistaramótinu í League of Legends klárir Heimsmeistaramótið í League of Legends hefst eftir tæpar tvær vikur og eins og áður hefur verið greint frá er mótið að þessu sinni haldið í Laugardalshöll hér á landi. Nú er ljóst hvaða lið munu mætast í riðlakeppni mótsins, en dregið var í riðla fyrr í dag. 22. september 2021 23:00 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti
Riðlarnir á heimsmeistaramótinu í League of Legends klárir Heimsmeistaramótið í League of Legends hefst eftir tæpar tvær vikur og eins og áður hefur verið greint frá er mótið að þessu sinni haldið í Laugardalshöll hér á landi. Nú er ljóst hvaða lið munu mætast í riðlakeppni mótsins, en dregið var í riðla fyrr í dag. 22. september 2021 23:00