Bílar

Rafbílavæðing sparaði 66°Norður 19 tonn CO2 í útblæstri

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Kristmann F. Dagsson, sölustjóri fyrirtækjasölu hjá Bílaumboðinu Öskju, og Elín Tinna Logadóttir, sölu- og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs 66Norður fyrir framan Kia e-Niro rafbílaflotann.
Kristmann F. Dagsson, sölustjóri fyrirtækjasölu hjá Bílaumboðinu Öskju, og Elín Tinna Logadóttir, sölu- og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs 66Norður fyrir framan Kia e-Niro rafbílaflotann.

66°Norður hefur fengið afhenta níu Kia e-Niro rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju sem eru þegar komnir í notkun hjá fyrirtækinu.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju.

Uppfærsla 66°Norður á bílaflota fyrirtækisins í rafmagnsbíla er einn liður af mörgum í að draga úr áhrifum á umhverfið. Í dag er hlutfall rafbíla í notun hjá fyrirtækinu 73% og er markmiðið að ná því upp í 93% árið 2021. 66°Norður er m.a. einnig með rekstur og verksmiðjur í Lettlandi og er markmið að allar bifreiðar í rekstrinum verði knúnar rafmagni árið 2024. Áhrif á uppfærslu bílaflota 66°Norður í rafbíla skilaði sparnaði upp á 19 tonn CO2 í útblæstri árið 2020.

„Þetta skref að innleiða rafmagnsbíla er bara einn hluti af þeim aðgerðum sem erum að vinna að. Þó að 66°Norður hafi verið kolefnishlutlaust fyrirtæki frá árinu 2019 er það eingögnu með heildrænni sýn og markvissum aðgerðum sem við náum að draga úr umhverfisáhrifum og haft jákvæð heildaráhrif. Sjálf­bærni er kjarn­inn og leiðarljós í starf­semi okk­ar, allt frá því að flík verður til á teikniborðinu yfir í hvaða efni við notum, hvernig við nýt­um um­fram­efni, yfir í endurnýtingu, end­ur­vinnslu, hvernig við högum rekstrinum almennt og síðan mót­vægisaðgerðir,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið hefur verið kolefnishlutlaust fyrirtæki síðan 2019.

Kia e-Niro er hreinn rafbíll með engan útblástur. Bíllinn er með 64 kWh lithium rafhlöðu sem skilar drægni upp á alls 455 km í blönduðum akstri og allt að 615 km í borgarakstri samkvæmt mælingum WLTP. Rafmótorinn skilar alls 204 hestöflum og 395 Nm í togi. Bíllinn er aðeins 7,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Rafhlaðan er undir farangursrýminu sem myndar lágan þyngdarpunkt og tryggir hámarks stöðugleika og akstursánægju.

„Við erum mjög ánægð með að 66°Norður hafi valið að rafvæða bílaflota sinn í samstarfi með Öskju. Kia e-Niro er 100% rafbíll sem er bæði umhverfisvænn og hagkvæmur í rekstri. Með þessu sýnir 66°Norður umhverfisstefnuna í verki og á sama tíma lækkar rekstrarkostnaður bílaflotans verulega fyrir fyrirtæki sem eru með marga bíla í keyrslu,“ segir Kristmann F. Dagsson, sölustjóri fyrirtækjasölu hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.